Miðvikudagur, 21. október 2015
Vinstri græn og sjálfstæðismenn þurfa að skerpa sig í Evrópumálum
Það er fróðlegt að skoða þær tillögur sem liggja fyrir til samþykktar á landsfundum vinstri grænna og sjálfstæðismanna sem haldnir verða um næstu helgi. Báðir flokkarnir vilja að Ísland standi utan ESB og hvorugur vill taka upp evru samkvæmt þeim drögum að landsfundarsamþykktum sem aðgengilegar eru á vefsvæðum flokkanna. Báðir flokkarnir fara þó undan í flæmingi þegar mat á stöðu umsóknarinnar frá 2009 er skoðað.
Það er athyglisvert hvað varðar vinstri græn að í fyrstu útgáfu af landsfundarályktunum frá 2. október er hvorki minnst á ESB, evru né Evrópu. Orðið utanríkismál kemur ekki einu sinni fyrir í þeim drögum að því er best verður séð. Í öðrum drögum sem dagsett eru 19. október er búið að bæta úr þessu. Þar segir skýrum stöfum að Ísland skuli standa utan ESB. Annað er ekki um Evrópumálin og ekkert sjáanlegt um evruna. Þar er heldur ekkert fjallað um stöðu þeirrar umsóknar sem send var um aðild að ESB árið 2009. Vinstri græn hafa til þessa viljað klára það umsóknarferli þótt það sé algjörlega í andstöðu við þá yfirlýstu stefnu flokksins að standa fyrir utan ESB. Það má í þessu samhengi minna á að flokkur vinstri grænna var stofnaður beinlínis til þess að standa gegn umsókn um aðild að ESB. Enn er þó í gildi samþykkt landsfundar flokksins frá 2013 um að ljúka skuli viðræðum við ESB. Á meðan Vinstri græn hafa ekki tekið afdráttarlausa afstöðu um afturköllun umsóknarinnar eða hafa fallið frá henni fyrir sitt leyti verður að telja að flokkurinn sé enn sömu skoðunar og hann var þegar hann stóð að umsókninni sumarið 2009. Vinstri græn, Samfylkingin og fleiri stóðu svo saman að tillögu um framhald umsóknarinnar á þingi síðasta vetur. Komi ekkert nýtt fram virðist ljóst að það er í raun lítill munur á vinstri grænum og Samfylkingunni hvað þetta varðar.
Sjálfstæðismenn segja í sínum drögum að ályktun um utanríkismál að Sjálfstæðisflokkurinn árétti að hagmunir Íslands séu best tryggðir með því að standa utan Evrópusambandsins og því að aðildarviðræðum við ESB hafi verið hætt. Mikilvægt sé að tryggt verði að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að þjóðin verði spurð hvort hún óski eftir aðild að Evrópusambandinu. Það er hins vegar ekkert komið til móts við þau sjónarmið fjölda sjálfstæðismanna að umsóknin verði formlega afturkölluð. Umsóknin er því látin liggja í lausu lofti eins og hjá vinstri grænum.
Ljóst er að þeir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu á Alþingi hafa litið svo á að umsóknin frá 2009 sé í fullu gildi. Því geti ríkisstjórn á næsta kjörtímabili, kjósi hún svo, tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið á síðasta kjörtímabili. Þetta undirstrikaði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi hjá Heimssýn nýlega. Yfirlýsing núverandi stjórnarflokka um að umsóknarferlinu sé hætt er samkvæmt því ekki bindandi fyrir þá sem stóðu að umsókninni á sínum tíma.
Fróðlegt verður að sjá hvaða meðferð þessar tillögur vinstri grænna og sjálfstæðismanna fá á landsfundum flokkanna. Við í Heimssýn munum fylgjast með af áhuga en áréttað skal að Heimssýn hefur hvatt til þess að umsóknin verið refjalaust og formlega afturkölluð þannig að ekkert fari á milli mála í þeim efnum.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 131
- Sl. sólarhring: 287
- Sl. viku: 2500
- Frá upphafi: 1165128
Annað
- Innlit í dag: 109
- Innlit sl. viku: 2132
- Gestir í dag: 105
- IP-tölur í dag: 104
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.