Leita í fréttum mbl.is

Tómas Ingi Olrich talar skýrt um stjórnmálastöđuna

tioTómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráđherra, sendiherra og ţingmađur fyrir Sjálfstćđisflokkinn, flutti athyglisverđa rćđu á ađalfundi Heimssýnar á fimmtudagskvöldiđ. Ţar fór Tómas Ingi vítt yfir sviđiđ og greindi ţá ţróun sem átt hefur sér stađ í stjórnmálum hér á landi frá ţví fyrir fjármálahruniđ, međal annars um ţađ hvernig nýjar átakalínur hafi orđiđ til og hvernig gildi hafa breyst.

Tómas Ingi sagđi međal annars eitthvađ á ţá leiđ ađ sjálfstraust ţjóđarinnar vćri nauđsynlegt til ţess ađ stuđla ađ sem bestum hag. Skortur á sjálfstrausti og vanburđugar stjórnarstofnanir hér á landi vćru vísasta leiđin til ţess ađ hagur Íslendinga yrđi fyrir borđ borinn. Í ţví efni rakti Tómas Ingi reynslu sína af samskiptum viđ fulltrúa annarra ţjóđa á alţjóđlegum vettvangi og sagđi ađ reglur ţjóđríkjanna hefđu ađ jafnađi reynst sterkari og mikilvćgari en reglur alţjóđastofnana. Tómas undirstrikađi ađ auđmýkt á alţjóđavettvangi, líkt og ýmsir hefđu sýnt ađ undanförnu, byđi ađeins yfirgangi annarra heim. Ţess vegna yrđu Íslendingar ađ standa fast á sínu og varast undirgefni viđ ađrar ţjóđir eđa alţjóđastofnanir.

Tómas sagđi ađ skortur á sjálfstrausti, of mikil undirgefni gagnvart stjórnvöldum annarra ríkja eđa alţjóđastofnana og upplausn í stjórnmálum hefđi veriđ of einkennandi ađ undanförnu. Ţessu tengdist krafan um svokölluđ samrćđustjórnmál og ótti viđ erfiđar ákvarđanir. Stjórnmálamenn vćru of fljótt tilbúnir til ađ gefa eftir og semja og ţessu tengt vćri ađ margir vildu „kíkja í pakkann“ í Evrópumálum. Ţessar ađstćđur endurspegluđu skort á pólitískri forystu í landinu og almennan ótti viđ ađ taka af skariđ.

Ţá hafđi Tómas orđ á ţví ađ frelsi vćri lykilatriđi, m.a. í viđskiptum, ađ kapítalisminn vćri verkfćri í ţeim efnum en ađ varast bćri ađ setja viđskiptin á sams konar stall og gert hefđi veriđ fyrir fjármálahruniđ.

Tómas fór nokkrum orđum um skortinn í heiminum á vatni, matvćlum og orku og um tengsl ţess viđ umhverfismálin. Hann sagđi ađ forsenda sjálfstćđis vćri sjálfstćđur ađgangur ađ matvćlum og orku.

Ţá tók Tómas ţađ fram ađ ţađ vćri afstađa hans ađ ţađ bćri ađ afturkalla umsóknina um ađild ađ ESB međ skýrum hćtti. Eins og stađan vćri núna vćri umsóknin bara í dvala og auđvelt vćri ađ vekja hana til lífsins á ný.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 969609

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband