Leita í fréttum mbl.is

Tómas Ingi Olrich talar skýrt um stjórnmálastöðuna

tioTómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra, sendiherra og þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, flutti athyglisverða ræðu á aðalfundi Heimssýnar á fimmtudagskvöldið. Þar fór Tómas Ingi vítt yfir sviðið og greindi þá þróun sem átt hefur sér stað í stjórnmálum hér á landi frá því fyrir fjármálahrunið, meðal annars um það hvernig nýjar átakalínur hafi orðið til og hvernig gildi hafa breyst.

Tómas Ingi sagði meðal annars eitthvað á þá leið að sjálfstraust þjóðarinnar væri nauðsynlegt til þess að stuðla að sem bestum hag. Skortur á sjálfstrausti og vanburðugar stjórnarstofnanir hér á landi væru vísasta leiðin til þess að hagur Íslendinga yrði fyrir borð borinn. Í því efni rakti Tómas Ingi reynslu sína af samskiptum við fulltrúa annarra þjóða á alþjóðlegum vettvangi og sagði að reglur þjóðríkjanna hefðu að jafnaði reynst sterkari og mikilvægari en reglur alþjóðastofnana. Tómas undirstrikaði að auðmýkt á alþjóðavettvangi, líkt og ýmsir hefðu sýnt að undanförnu, byði aðeins yfirgangi annarra heim. Þess vegna yrðu Íslendingar að standa fast á sínu og varast undirgefni við aðrar þjóðir eða alþjóðastofnanir.

Tómas sagði að skortur á sjálfstrausti, of mikil undirgefni gagnvart stjórnvöldum annarra ríkja eða alþjóðastofnana og upplausn í stjórnmálum hefði verið of einkennandi að undanförnu. Þessu tengdist krafan um svokölluð samræðustjórnmál og ótti við erfiðar ákvarðanir. Stjórnmálamenn væru of fljótt tilbúnir til að gefa eftir og semja og þessu tengt væri að margir vildu „kíkja í pakkann“ í Evrópumálum. Þessar aðstæður endurspegluðu skort á pólitískri forystu í landinu og almennan ótti við að taka af skarið.

Þá hafði Tómas orð á því að frelsi væri lykilatriði, m.a. í viðskiptum, að kapítalisminn væri verkfæri í þeim efnum en að varast bæri að setja viðskiptin á sams konar stall og gert hefði verið fyrir fjármálahrunið.

Tómas fór nokkrum orðum um skortinn í heiminum á vatni, matvælum og orku og um tengsl þess við umhverfismálin. Hann sagði að forsenda sjálfstæðis væri sjálfstæður aðgangur að matvælum og orku.

Þá tók Tómas það fram að það væri afstaða hans að það bæri að afturkalla umsóknina um aðild að ESB með skýrum hætti. Eins og staðan væri núna væri umsóknin bara í dvala og auðvelt væri að vekja hana til lífsins á ný.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 137
  • Sl. sólarhring: 152
  • Sl. viku: 1072
  • Frá upphafi: 1117671

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 946
  • Gestir í dag: 125
  • IP-tölur í dag: 125

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband