Leita í fréttum mbl.is

Krónan er ekki vandamálið, hún er lausnin

frostiSigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi síðastliðinn sunnudag, sagði að krónan væri ekki vandamálið vegna hárra vaxta sem tíðkuðust hérlendis. Sigmundur sagði engin haldbær rök vera fyrir því að íslenska krónan sé vandamálið og þegar talið barst að evrunni sagði hann að mikill munur væri á vöxtum hjá löndum innan Evrópusambandsins og tiltók Þýskaland og Grikkland sem dæmi. Sigmundur sagði að evran væri rekin eftir því hvað henti Þýskalandi best hverju sinni sem hentar ekkert endilega öðrum þjóðum.

Við þetta má svo bæta að Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins rétt í þessu að menn ættu að líta til þess hvernig hefði farið fyrir þjóðum sem gengið hefðu í björg gjaldmiðilsbandalags ESB, svo sem Grikkja og Íra. Þar væru vandamálin langtum stærri og langdregnari en hjá okkur. Krónan væri enn sem komið er besti kosturinn og fjölmörg og gild rök bentu til þess að skynsamlegast væri að hafa eigin mynt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 2125
  • Frá upphafi: 1187906

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1900
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband