Leita í fréttum mbl.is

Norđmenn falla ekki fyrir fagurgala Cameron

styrmirNorđmenn láta sér fátt um finnast ţótt Cameron forsćtisráđherra Breta reyni ađ beita Norđmönnum fyrir sig í baráttu sinni viđ Evrópusambandiđ, annađ hvort sem víti til ađ varast eđa mögulegum samherja. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, skrifar um ţetta á vef sínum og vitnar ţar til greinar sem Katrhine Kleveland, formađur samtakanna Nei viđ ESB í Noregi, skrifar í breska blađiđ Daily Telegraph.

Styrmir segir: 

Kathrine Kleveland: Utan ESB hafa Norđmenn frelsi til ađ velja sjálfir

 

Kathrine Kleveland, formađur samtakanna Nei viđ ESB í Noregi skrifar mjög athyglisverđa grein í Daily Telegraph í tilefni af ţeim orđum Davids Cameron, forsćtisráđherra Breta, ađ Bretar vildu ekki feta í fótspor Norđmanna og standa utanESB.

Í greininni segir hún ađ andstađan viđ ađild Noregs ađ ESB sé meiri en nokkru sinni fyrr. Ađal röksemdin fyrir ţví ađ standa utan ESB sé sú ađ međ ţví haldi Norđmenn sjálfstćđi sínu svo og lýđrćđishallinn innan ESB. Stađa Noregs vćri jafnframt sterkari međ ţví ađ ganga út úr EES samstarfinu en gera í ţess stađ tvíhliđa viđskiptasamning viđ ESB.

Kleveland minnir á ađ Norđmenn hafi tvisvar sinum hafnađ ađild ađ ESB í ţjóđaratkvćđagreiđslum, 1972 og 1994. Nú séu 70% Norđmanna andvígir ađild. Mikilvćgast er ađ međ ţví ađ standa utan ESB haldi Norđmenn lýđrćđislegum gildum sínum, bćđi á landsvísu og í sveitarstjórnum.

Hún bendir á ađ ţótt Brussel vilji líta á sig sem nafla alheimsins ţá sé ţađ ekki svo. Mikilvćgasta alţjóđlega samstarfiđ á sviđi umhverfismála, samstöđu og friđar fari fram utan vébanda ESB. Nágrannar Norđmanna, ţ.e. Svíar, Danir og Finnar, sem allir eru ađilar ađ ESB hafi misst sćti sitt viđ samningaborđiđ, ţar sem ESB semji fyrir ţeirra hönd. Noregur taki ţátt í slíku alţjóđlegu samstarfi, sem sjálfstćtt ríki.

Ţegar Norđmenn hafi fellt ađild í seinna skiptiđ hafi ţví veriđ haldiđ fram af ađildarsinnum ađ ţađ mundi koma til efnahagslegs samdráttar og atvinnuleysis í Noregi. Á20 árum hafi komiđ í ljós ađ ţeir spádómar hafi veriđ falskir spádómar. Norđmenneigi mikil viđskipti viđ Evrópuríki og atvinnuleysi sé mun minna í Noregi en í ESB-ríkjum.

Kleveland segir ađ ţrátt fyrir EES-samninginn haldi Norđmenn sjálfstćđi sínu á flestum sviđum sameiginlegrar stefnumörkunar ESB. Ţađ eigi viđ um ESB sem tollabandalag og viđskiptasamninga viđ ţriđju ríki. Í alţjóđlegum viđrćđum um viđskiptamál komi ESB fram fyrir hönd allra ađildarríkja en rödd Norđmanna heyrist viđ ţađ borđ.

Og vegna ţess ađ Noregur standi utan viđ sameiginlegu landbúnađarstefnuna getiNorđmenn ákveđiđ landbúnađarstefnu sína í samrćmi viđ eigin ţarfir. Og ţar semNorđmenn standi utan viđ sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna geti Norđmenn fundiđ ţađ jafnvćgi sem hentar ţeim í fiskveiđum.

Norđmenn séu ekki ađilar ađ evrunni og geti ţess vegna hagađ peningastefnu sinni í samrćmi viđ eigin hagsmuni. Norđmenn séu ekki ađilar ađ ESB og geti ţess vegna ákveđiđ sína skatta sjálfir á sama tíma og ESB reyni ađ samrćma skattlagningu allra ađildarríkja.

Sumir segi ađ vísu ađ vegna EES verđi Norđmenn ađ samţykkja allar tilskipanir ESB. Stađreynd sé hins vegar sú, ađ flestar ţeirra nái ekki til Noregs ţrátt fyrir EES. Á tímabilinu2000 til 2013 hafi Norđmenn tekiđ upp 4723 tilskipanir og reglugerđir vegna EES. Á sama tíma hafi ESB-ríkin tekiđ upp í löggjöf 52183 slíkar tilskipanir. Af allri löggjöf ESBhafi einungis 9% ratađ inn í EES-ríkin.

Ađ lokum bendir Kleveland á ađ međ ţví ađ standa utan ESB hafi Norđmenn frelsi til ađ ákveđa eigin vegferđ heima og heiman. Ţeir geti beitt ríkisfjármálastefnu og peningastefnu til ţess ađ tryggja atvinnu og velferđ ţegna sinna, jafnvel á erfiđum tímum.

Ađ auki ráđi ţeir sem sjálfstćtt ríki yfir auđlindum sínum. Utan ESB hafiNorđmenn frelsi til ađ velja sjálfir.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 969590

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband