Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmd Schengen- og Dyflinarsamkomulags grafa undan ESB

Meðfylgjandi frétt ber með sér að flóttamannavandinn og framkvæmd Schengen- og Dyflinarsamkomulagsins séu að grafa undan ESB. Sænskir Íhaldsmenn vilja nú loka landamærum að Svíþjóð og utanríkisráðherra Lúxemborgar segir flóttamannavandann grafa undan ESB og geta leitt til stríðs.

Í dag lögðu sænskir jafnaðarmenn til að hert landamæraeftirlit og ákveðnari skráning flóttamanna yrði tekin upp í Svíþjóð og að þeir yrðu sendir til baka sem ekki uppfylltu þær kröfur sem alþjóðasamningar gera. Svíar saka Dani og aðrar þjóðir um að hleypa tugþúsundum flóttamanna hindrunarlaust í gegnum sín lönd til að þeir geti sest að í Svíþjóð. Fjörutíu þúsund flóttamenn komu til Svíþjóðar í október síðastliðnum. Styrkur Svíþjóðardemókrata, sem eru andvígastir straumi innflytjenda til landsins, hefur aukist verulega. Ríkisstjórnin segir að þolmörkum í flóttamannamálum í Svíþjóð hafi verið náð og íhaldsmenn vilja ganga harðar fram og taka upp virkara landamæraeftirlit. Boðaðir hafa verið samráðsfundir helstu stjórnmálaflokka um málið.

Svíþjóð er í hópi þeirra landa í Evrópu sem hefur hlutfallslega miðað við mannfjölda tekið á móti einna flestum flóttamönnum. Andstæðingar íhaldsmanna í landinu segja að þeir séu með tillögu sinni í dag að leggja til að Svíþjóð segi sig úr samfélagi Evrópuþjóða. Íhaldsmenn svara á móti og segja að þeir vilji bara tryggja að aðrar þjóðir fylgi Dyflinnar-reglugerðinni sem er ætlað að stuðla að því að ríki sem hælisleitendur komi til fyrst beri ábyrgð á að taka mál þeirra upp.

Flóttamenn eiga bágt en þær þjóðir sem sinna þeim mest bera líka þungar byrðar. Ef marka má yfirlýsingar forystumanna í Evrópu upp á síðkastið eru vissar grunnstoðir í Evrópu að kikna undan þeim. Vonandi rætist úr - en vandinn er mikill.  


mbl.is „Evrópusambandið getur sundrast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 137
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 2741
  • Frá upphafi: 1182325

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 2405
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 112

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband