Leita í fréttum mbl.is

Framkvæmd Schengen- og Dyflinarsamkomulags grafa undan ESB

Meðfylgjandi frétt ber með sér að flóttamannavandinn og framkvæmd Schengen- og Dyflinarsamkomulagsins séu að grafa undan ESB. Sænskir Íhaldsmenn vilja nú loka landamærum að Svíþjóð og utanríkisráðherra Lúxemborgar segir flóttamannavandann grafa undan ESB og geta leitt til stríðs.

Í dag lögðu sænskir jafnaðarmenn til að hert landamæraeftirlit og ákveðnari skráning flóttamanna yrði tekin upp í Svíþjóð og að þeir yrðu sendir til baka sem ekki uppfylltu þær kröfur sem alþjóðasamningar gera. Svíar saka Dani og aðrar þjóðir um að hleypa tugþúsundum flóttamanna hindrunarlaust í gegnum sín lönd til að þeir geti sest að í Svíþjóð. Fjörutíu þúsund flóttamenn komu til Svíþjóðar í október síðastliðnum. Styrkur Svíþjóðardemókrata, sem eru andvígastir straumi innflytjenda til landsins, hefur aukist verulega. Ríkisstjórnin segir að þolmörkum í flóttamannamálum í Svíþjóð hafi verið náð og íhaldsmenn vilja ganga harðar fram og taka upp virkara landamæraeftirlit. Boðaðir hafa verið samráðsfundir helstu stjórnmálaflokka um málið.

Svíþjóð er í hópi þeirra landa í Evrópu sem hefur hlutfallslega miðað við mannfjölda tekið á móti einna flestum flóttamönnum. Andstæðingar íhaldsmanna í landinu segja að þeir séu með tillögu sinni í dag að leggja til að Svíþjóð segi sig úr samfélagi Evrópuþjóða. Íhaldsmenn svara á móti og segja að þeir vilji bara tryggja að aðrar þjóðir fylgi Dyflinnar-reglugerðinni sem er ætlað að stuðla að því að ríki sem hælisleitendur komi til fyrst beri ábyrgð á að taka mál þeirra upp.

Flóttamenn eiga bágt en þær þjóðir sem sinna þeim mest bera líka þungar byrðar. Ef marka má yfirlýsingar forystumanna í Evrópu upp á síðkastið eru vissar grunnstoðir í Evrópu að kikna undan þeim. Vonandi rætist úr - en vandinn er mikill.  


mbl.is „Evrópusambandið getur sundrast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 631
  • Frá upphafi: 970365

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband