Leita í fréttum mbl.is

ESB-leppstjórn fellur í Portúgal

Það eru vart þrjár vikur síðan forseti Portúgals hunsaði lýðræðislega niðurstöðu þingkosninga þar í landi og fól minnihlutastjórn völdin til að koma í veg fyrir að stjórnmálaöfl sem ekki fylgdu í einu og öllu tilskipunum frá Brussel kæmust til valda. Nú hefur þessi minnihluta-leppstjórn Brussel fallið þar sem hún kemur málum ekki í gegnum þingið.

Það hefur lengi verið talað um lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Atburðirnir í Portúgal fyrir endurspegla ekki aðeins lýðræðishallann í ESB. Þeir lýsa auk þess valdaráni Brussel-elítunnar sem þó dugði skammt gegn lýðræðislegri samstöðu meirihlutaafla í stjórnmálum í landinu. 

Sky-fréttastöðin breska sagði í kvöld að atburðirnir í Portúgal gætu boðað nýja og stórfellda erfiðleika fyrir ESB.

Sjá hér og hér

 


mbl.is Hægristjórn Portúgals fallin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Takk fyrir að vera alltaf svona vakandi.  Nei það er víst ekki lýðræðinu fyrir að fara þarna inni.  Það er talað nóg um frelsi og lýðræði í Brussel samt.

Elle_, 10.11.2015 kl. 23:19

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Eftir að hafa búið þarna í Portúgal í nokkur ár, grunar mig að ansi mikið liggi falið undir teppinu hjá ríkisstjórn Portúgals frá árum innleiðingu evrunnar þar. Klækjuflókarnir eru næstum því eins flóknir á Íslandi, en þar er bara Nígería sem er á sama róli og bara versnar. Það kemur hvellur í Portúgal bráðum og það kemur hvellur á Íslandi bráðum eins og allir vita sem vilja vita . Það eru eru of margir sem eiga sitt húsnæði skuldlaust ennþá á landinu.Semsagt.

Eyjólfur Jónsson, 11.11.2015 kl. 13:06

3 identicon

sama ruglið í Heimsýn og vonandi fellur ykkar XB vitleysinga klíka fyrst. ESB og Evra er það eina sem mun bjarga okkur frá ykkur og íslensku KKK (KrónuKrimmaKlíku). Samt findið að hlusta á ykkar FOX news sögur sem eru svo snúnar að maður verður að hlæja. 

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 11.11.2015 kl. 15:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ykkur frá okkur? Verður ykkur ekki tekið opnum örmum í ESB. þar sem allt er eins og þið viljið,eða verðið þið að rústa landinu okkar fyrst og færa þeim bútana. Það ætlum við að koma í veg fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2015 kl. 15:56

5 Smámynd: Elle_

Í alvöru Þorsteinn?  Við eigum ekkert erindi inn í þetta bákn og ekki rugla ESB-inu saman við Evrópu.  Það er ekki það sama, fjarri lagi.

Elle_, 11.11.2015 kl. 23:55

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Furðulegur fugl þessi Þorsteinn, hvernig dettur honum í hug að peningaelítan hætti að Stella af fólki bara af þvi að gjaldmiðilinn er evra.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.11.2015 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 33
  • Sl. sólarhring: 498
  • Sl. viku: 2540
  • Frá upphafi: 1166300

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 2177
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband