Leita í fréttum mbl.is

Verðmiði á fullveldið

hjorturJgudmÞegar samið var um EES-samninginn fyrir um aldarfjórðungi var ein forsenda þess af hálfu Íslands að hann stæðist stjórnarskrána. Lögspekingar komust að þeirri niðurstöðu á þeim tíma að samningurinn færi ekki gegn fullveldi landsins og á þeim forsendum gerðist Ísland aðili að honum. Svo segir Hjörtur J. Guðmundsson blaðamaður í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag. Grein hans er afar athyglisverð og er birt hér í heild.

Fram til þessa dags höfum við Íslendingar getað tekið þátt í öllu hefðbundnu alþjóða- og milliríkjasamstarfi án þess að sett væri sérstakt ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins sem gerði stjórnvöldum á hverjum tíma mögulegt að framselja fullveldi Íslands til yfirþjóðlegra stofnana. Það kemur heldur ekki á óvart í ljósi þess að hefðbundið alþjóða- og milliríkjasamstarf byggist allajafna á þátttöku ríkja á jafnréttisgrundvelli líkt og til að mynda í tilfelli fríverzlunarsamninga.

Þörfin fyrir lögformlega heimild til þess að framselja fullveldi landa er í raun eingöngu fyrir hendi þegar ætlunin er að gangast undir vald yfirþjóðlegra stofnana og/eða erlendra ríkja. Líkt og yrði til að mynda raunin ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Enda er slíkt ákvæði forsenda inngöngu í sambandið. Verðmiði er með öðrum orðum settur á fullveldið. Því hefur verið haldið fram að slíkt ákvæði sé einnig nauðsynlegt vegna aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem setji aukinn þrýsting á fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar.

Þegar samið var um EES-samninginn fyrir um aldarfjórðungi var ein forsenda þess af hálfu Íslands að hann stæðist stjórnarskrána. Lögspekingar komust að þeirri niðurstöðu á þeim tíma að samningurinn færi ekki gegn fullveldi landsins og á þeim forsendum gerðist Ísland aðili að honum. Einn helzti gallinn við EES-samninginn, sem gerður var á milli EFTA og Evrópusambandsins, er að hann þróast í grunninn með sama hætti og sambandið sjálft á því afmarkaða sviði sem samningurinn nær til. Það er í áttina að sífellt meiri samruna. Það sama á raunar við um Schengen-samstarfið. Telji menn að aðild Íslands að EES-samningnum sé komin á það stig að hún standist ekki lengur fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar er þannig um algeran forsendubrest að ræða miðað við þær forsendur sem settar voru fyrir aðildinni að honum.

Þó að ekkert bendi til þess að EES-samningurinn sé að líða undir lok er engu að síður kominn tími til þess að skoða aðra möguleika þegar kemur að tengslum Íslands við Evrópusambandið. Möguleika þar sem jafnræði ríkir í stað þess að annar aðilinn taki með einhliða hætti upp löggjöf hins aðilans líkt og raunin er í tilfelli EES-samningsins.

Þar hlýtur annarrar kynslóðar fríverzlunarsamningur helzt að koma til skoðunar en slíkir samningar voru ekki komnir til sögunnar þegar EES-samningurinn, sem er í raun barn síns tíma, var gerður. Samið er almennt um viðskipti á milli ríkja í dag á grundvelli slíkra samninga sem ólíkt hefðbundnum fríverzlunarsamningum taka ekki aðeins til vöruviðskipta heldur í raun allra þeirra málaflokka sem EES-samningurinn nær til. Slíkir samningar eru ennfremur gerðir á jafnræðisgrundvelli og kalla því ekki á sérstakt ákvæði í stjórnarskrár ríkja um framsal fullveldis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig geta stjórnsýslulög verið virk og marktæk á Íslandi, þegar þau standast ekki skýrar og númeraðar greinar í löglegri og núgildandi:

Stjórnaskrá lýðveldisins Íslands?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.11.2015 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 316
  • Sl. viku: 1983
  • Frá upphafi: 1182747

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1727
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband