Leita í fréttum mbl.is

Fjarar undan stuđningi viđ EES í Noregi

Nýlokiđ er landsfundi norsku fullveldissamtakanna Nei til EU, en hann var haldinn í Svalveri í Lófćti 13. – 15. nóvember sl. Sem von var glöddust fundarmenn yfir ţví ađ yfirgnćfandi meirihluti Norđmanna ađhyllist fullveldi og ađ ríkinu sé ekki stjórnađ frá Brussel, heldur međ lögum frá norska Stórţinginu.

Á ţađ skyggir ţó ađ allmörg lög koma nánast frá Evrópusambandinu til afgreiđslu heima fyrir og ađ neitunarvaldi hefur aldrei veriđ framfylgt ađ fullu ţó ţađ sé til stađar. Ţótt ţessi lög sem koma í gegnum EES séu miklu fćrri og í veigaminni málum en öll ţau lög og reglur sem ađildarríki Evrópusambandins fá yfir sig ţykir mörgum í Noregi ađ nóg sé komiđ af svo góđu. Norsku fullveldissamtökin hafa ţví hafiđ baráttu fyrir uppsögn EES-samningins. Í stađ ţess samnings leggja samtökin áherslu á samninga um frjálsa verslun í stíl viđ forvera EES, EFTA.  

En hvers vegna skyldi EES-samningurinn standa í mörgum Norđmönnum? Í fyrsta lagi telja sífellt fleiri óframkvćmanlegt ađ tryggja ađ erlent vinnuafl njóti sambćrilegra kjara og heimamenn. Nú ţegar hafa verkalýđsfélög rafiđnađarmanna, bílstjóra og launţega í ýmsum umönnunarstörfum gefist upp á ţví ađ eiga viđ ţađ mál og hafiđ baráttu fyrir uppsögn samningsins. Í öđru lagi er samningurinn íţyngjandi fyrir margs konar framkvćmdir ţar sem opinberir ađilar eiga í samvinnu viđ einkafyrirtćki og fjölmörg dćmi eru um ţróunar- og nýsköpunarverkefni sem hafa ekki orđiđ ađ veruleika af ţeim ástćđum. Skylt ţví má segja ađ almennt sé komin ţreyta gagnvart ţví álagi og kostnađi sem fylgir ţví ađ taka viđ ađ jafnađi 5 nýjum reglubálkum á dag sem flestir ef ekki allir eiga sameiginlegt ađ vera samdir međ hliđsjón af öđrum en norskum ađstćđum.   

Ţessi afstađa norsku fullveldishreyfingarinnar er athyglisverđ, ekki síst í ljósi ţess ađ hremmingar Norđmanna af EES eru smámunir miđađ viđ Icesavefáriđ á Íslandi og ţann skađa sem af ţví hefđi getađ hlotist. Hugsanlegt er ađ vegferđin út úr EES verđi grýtt, en eins og hér á Íslandi er sú skođun útbreidd ađ mikiđ velti á ţví ađ sá samningur haldi. Ţegar spurt er hvađ ţađ er sem er svo mikilvćgt og ekki fćst međ fríverslunarsamningi eđa einföldum tvíhliđa gjörningum verđur ţó jafnan fátt um svör.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 2617
  • Frá upphafi: 1182201

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2292
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband