Leita í fréttum mbl.is

Fjarar undan stuðningi við EES í Noregi

Nýlokið er landsfundi norsku fullveldissamtakanna Nei til EU, en hann var haldinn í Svalveri í Lófæti 13. – 15. nóvember sl. Sem von var glöddust fundarmenn yfir því að yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna aðhyllist fullveldi og að ríkinu sé ekki stjórnað frá Brussel, heldur með lögum frá norska Stórþinginu.

Á það skyggir þó að allmörg lög koma nánast frá Evrópusambandinu til afgreiðslu heima fyrir og að neitunarvaldi hefur aldrei verið framfylgt að fullu þó það sé til staðar. Þótt þessi lög sem koma í gegnum EES séu miklu færri og í veigaminni málum en öll þau lög og reglur sem aðildarríki Evrópusambandins fá yfir sig þykir mörgum í Noregi að nóg sé komið af svo góðu. Norsku fullveldissamtökin hafa því hafið baráttu fyrir uppsögn EES-samningins. Í stað þess samnings leggja samtökin áherslu á samninga um frjálsa verslun í stíl við forvera EES, EFTA.  

En hvers vegna skyldi EES-samningurinn standa í mörgum Norðmönnum? Í fyrsta lagi telja sífellt fleiri óframkvæmanlegt að tryggja að erlent vinnuafl njóti sambærilegra kjara og heimamenn. Nú þegar hafa verkalýðsfélög rafiðnaðarmanna, bílstjóra og launþega í ýmsum umönnunarstörfum gefist upp á því að eiga við það mál og hafið baráttu fyrir uppsögn samningsins. Í öðru lagi er samningurinn íþyngjandi fyrir margs konar framkvæmdir þar sem opinberir aðilar eiga í samvinnu við einkafyrirtæki og fjölmörg dæmi eru um þróunar- og nýsköpunarverkefni sem hafa ekki orðið að veruleika af þeim ástæðum. Skylt því má segja að almennt sé komin þreyta gagnvart því álagi og kostnaði sem fylgir því að taka við að jafnaði 5 nýjum reglubálkum á dag sem flestir ef ekki allir eiga sameiginlegt að vera samdir með hliðsjón af öðrum en norskum aðstæðum.   

Þessi afstaða norsku fullveldishreyfingarinnar er athyglisverð, ekki síst í ljósi þess að hremmingar Norðmanna af EES eru smámunir miðað við Icesavefárið á Íslandi og þann skaða sem af því hefði getað hlotist. Hugsanlegt er að vegferðin út úr EES verði grýtt, en eins og hér á Íslandi er sú skoðun útbreidd að mikið velti á því að sá samningur haldi. Þegar spurt er hvað það er sem er svo mikilvægt og ekki fæst með fríverslunarsamningi eða einföldum tvíhliða gjörningum verður þó jafnan fátt um svör.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 382
  • Sl. sólarhring: 461
  • Sl. viku: 2739
  • Frá upphafi: 1165656

Annað

  • Innlit í dag: 348
  • Innlit sl. viku: 2374
  • Gestir í dag: 339
  • IP-tölur í dag: 334

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband