Leita í fréttum mbl.is

ESB þolir engin áföll: það hrynur

markRutteOrð forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, eru enn ein staðfesting þess að Evrópusambandið þolir engin áföll. Fjármálakreppan sýnir að evrusamstarfið gengur ekki upp. Straumur flóttamana sýnir að Schengen-samstarfið virkar ekki. Þar með er búið að kippa tveimur af fjórum hornsteinum undan ESB-samstarfinu.

Pólitísk græðgi sjálfskipaðra leiðtoga ESB er að verða þeim að falli. Þeim nægði ekki að stuðla að frelsi í vöru- og þjónustuviðskiptum á svæðinu. Um þau markmið var tiltölulega góð sátt miðað við annað.

Trúarkenningar þeirra boðuðu að það þyrfti líka að tryggja frjálst flæði fjármagns innan svæðisins og þeir bjuggu til Seðlabanka Evrópu og evruna. Sá seðlabanki er einn sá ógegnsæjasti í veröldinni þar sem sérhagsmunir virðast fá betri aðgang en almannahagsmunir. Evran var góð fyrir þau lönd sem gátu náð efnahagslegu forskoti en hún varð martröð annarra ríkja.

Og nú verður fjórða frelsið, ferðafrelsið, skert af því að Schengen virðist hafa verið hrákasmíð. Því eru stjórnmál í mörgum löndum í uppnámi. Fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, íhaldsmaðurinn Fredrik Reinfeldt, boðaði að innflytjendur skyldu teknir opnum örmum, líklega í örvæntingarfulltri tilraun hans til að bregðast við innflytjenda-fjandsamlegri stefnu Svíþjóðardemókrata. Nú viðurkennir núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, jafnaðarmaðurinn Stefan Löfven, að Svíar hafi verið of barnalegir í trúnni á að hryðjuverkamenn kunni ekki að hafa náð fótfestu í landinu og svo dró hann forystu umhverfissinna, samstarfsflokksins í ríkisstjórn, grátandi til að hefta innflytjendastrauminn til landsins, en hann var farinn að ógna stofnunum samfélagsins. Jafnaðarmenn viðurkenndu samt ekki þann vanda fyrr en sérfræðistofnanir á borð við Innflytjendastofnun sendi skýr og endurtekin boð um að ástandið væri orðið algjörlega óviðunandi.

Þannig hafa tveir af fjórum hornsteinum ESB reynst vera fúasmíð sem ekki þolir álag. Reyndir smiðir vita að ef tveir af fjórum hornsteinum húss gefa sig þá hrynur húsið. 

Forsætisráðherra Hollands er kannski afkomandi smiða eða hefur sveinspróf í húsasmíði. Hann virðist alltént vita hvað hann syngur.


mbl.is Óttast að ESB falli eins og Rómarveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Rutte sagði: "Fyrsta skrefið er að tryggja að landa­mær­in séu vöktuð.  - - - ".  Örugglega hárrétt hjá honum.  Meðan íslenskum stjórnmálamönnum (núverandi stjórnarandstöðu) finnst bara allt í lagi að hafa landamæri Íslands nánast óvöktuð.  Og lögreglu með vasaljós í stað vopna.     

Elle_, 28.11.2015 kl. 11:09

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Í myrkum svika-svartamarkaðsþvingunar-undirheimum þekkir fólk ekki annað og vonmeira ljós heldur en vasaljós.

Sorgleg staða jarðarheimsins í dag.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.11.2015 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 284
  • Sl. viku: 1439
  • Frá upphafi: 1160461

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1277
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband