Leita í fréttum mbl.is

Finnar betur settir án evrunnar

Mestu mistök Evrópusambandsins var upptaka evrunnar með þeim hætti sem það var gert. Finnar eru nú að súpa seyðið af því enda telja rúm­lega tvö­falt fleiri Finn­ar að finnskt efna­hags­líf væri í betri stöðu án evr­unn­ar en þeir sem telja að það hefði slæm áhrif að segja skilið við hana.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar fyr­ir finnska rík­is­út­varpið YLE. Sam­tals eru 44% Finna á því að efna­hag­ur Finn­lands væri í betri mál­um án evr­unn­ar en 20% telja að finnskt efna­hags­líf væri í verri stöðu utan evru­svæðis­ins. 30% segja að það myndi engu skipta. 

Utanríkisráðherra Finnlands segir evruna hafa verið mjög skaðlega fyrir Finnland. Á sama tíma er fyrrverandi utanríkisráðherra að hvetja til þess að haldin verða atkvæðagreiðsla um veru Finnlands í ESB.

Finnar losna hins vegar ekki svo auðveldlega úr spennitreyju evrunnar. Landsmenn gera sér grein fyrir því. 

En ferlega sjá margir eftir því að hafa tekið þennan vágest inn fyrir sínar dyr.


mbl.is Telja Finnland betur sett án evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég er á sama máli, að þessi “Evra” er alveg mislukkaður gjaldmiðill.

 

Þá tel ég að allur þessi peninga- og fjármála gjörningur, sé alfarið að undirlagi Þjóðverja, og að markmiðið sé aðeins eitt af hálfu Þjóðverja. Og sá er tilgangurinn með evrunni, (að að mínu mati), að með þessum gjörningi, þá nái Þjóðverjar fullum yfirráðum yfir öllum löndum Evrópu. Sú hefur verið stefna Þjóðverja um aldir, og er ekkert nýtt.

Tryggvi Helgason, 22.12.2015 kl. 19:33

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þarna varð einhver ruglingur í innsetningu. Ég get ekki tekið þetta til baka til þess að leiðrétta þetta. En þarna átti bara að standa Evra, - en átti að vera innan gæsalappa. Ég veit ekki hvers vegna þetta kom ekki rétt.

Tryggvi Helgason, 22.12.2015 kl. 19:41

3 Smámynd:   Heimssýn

Þetta skilst alveg Tryggvi. Sumir vilja reyndar hafa evruna bæði innan gæsalappa og með lágstaf :-)

Heimssýn, 22.12.2015 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 479
  • Sl. viku: 2446
  • Frá upphafi: 1176137

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2217
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband