Leita í fréttum mbl.is

Að vera sjálfstæð friðarþjóð og standa á eigin fótum

jon_bjarnason_1198010Að skrifa í blindni undir refsiaðgerðir Evrópusambandsins á hendur öðru ríki er alvarlegt fullveldisframsal. Viðskiptaþvinganir eða aðrar slíkar meiriháttar refsiaðgerðir eru einskonar stríðsyfirlýsing sem á að fara fyrir Alþingi áður en þær eru samþykktar. Sem herlaust land getur Ísland ekki gengið lengra. Næsta stig deilunnar væri að senda her, hernaðarráðgjafa eða vopn á vettvang.
 
Svo hefst grein sem Jón Bjarnason, formaður Heimssýnar, ritar og birt er í Morgunblaðinu í dag. 
 
Þar segir Jón: 

 

Vissulega er ákvörðun Rússa um innflutningsbann á mörgum aðalútflutningsvörum okkar gróf og ósanngjörn og alvarlegt áfall fyrir íslenskan efnahag og atvinnulíf. Hins vegar er fullveldisframsal utanríkisráðherra til Evrópusambandsins í slíku stórmáli sem lýtur að almennu verslunarfrelsi og sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar miklu alvarlegra mál. Enda kætast nú ESB-aðildarsinnar sem aldrei fyrr.
 
Hefði aldrei verið samþykkt hljóðalaust í fyrri ríkisstjórn
 
Ég er þess fullviss að slík blind uppáskrift á refisaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart öðrum ríkjum hefði aldrei verið samþykkt hljóðalaust í þeirri ríkisstjórn sem ég sat í. Börðust þó margir ráðherrar í þeirri stjórn fyrir inngöngu í Evrópusambandið og voru reiðubúnir að fórna miklu fyrir þjónkun við valdherrana í Brüssel og fá þar klapp á kollinn.
 
Ég er líka jafn handviss um að hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kvittað blint upp á slíkar refsiaðgerðir Evrópusambandsins, hefðu þáverandi stjórnarandstöðuþingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eðlilega orðið bandvitlausir og ráðist á stjórnina fyrir undirlægjuhátt og að fórna íslensku fullveldi og miklum hagsmunum á altari Evrópusambandsins.

Hugsað til Lúðvíks Jósepssonar sjávarútvegsráðherra
 
Einhverjir þeirra sem þegja nú þunnu hljóði hefðu í tíð fyrri ríkisstjórnar kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu áður en samþykkt væri aðild að einskonar stríðsyfirlýsingu gagnvart einu elsta viðskiptaríki íslenska lýðveldisins.
 
Ég er nær viss um að kempan Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, hetja þjóðarinnar í landhelgisdeilunni, snýr sér nú við í gröfinni til þess að þurfa ekki að horfa upp á liðleskjurnar á Alþingi í þessum samskiptum.
 
Sjálfstæð og friðelskandi þjóð

Það krefst kjarks og þors að standa undir nafni sem sjálfstæð, vopnlaus og friðelskandi þjóð. En sem slík getum við haft mest áhrif á alþjóðavettvangi. Þannig komum við best athugasemdum og sjónarmiðum á framfæri gagnvart öðrum ríkjum á okkar eigin forsendum. Það gerum við á grundvelli sjálfstæðrar utanríkisstefnu en ekki sem viljalausir taglhnýtingar stórveldablokka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hörkugóð grein eftir nafna minn Bjarnason.

Lúðvík var þó ekki einn um að standa sig afar vel í þorskastríðunum.

Jón Valur Jensson, 18.1.2016 kl. 23:05

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er einfalelga bull að hér sé um upáskrift blinda uppáskrift ESB ákvörðunar að ræða. Það var einfaldlega niðustða ríkisstórnar Íslanes að Rússar hefðu brotið það gróflega gegn fullvedi Úkráinu og alþjóðalögum að slíkt væri ekki hægt að líða án refsinga gagnvart Rússum. Og niðurstaðan var að fylja öðrum NATO ríkjum í slíkum aðgerðum. Það er því svo mikil þvæla að það hálfa væri nóg að halda því fram að hér sé um eitthvert fullveldisframsala að ræða.

Og þó Rússar séu vinaþjóð Íslands þá eru þessar aðgerir þeirra svo mikið ofbeldi gagnvart nágarannaríki þeirra að ræða að það er ekki hægt að líða slíkt. Þetta er ekki í fyrsta skipri sem rússar undir stjórn hins valdasjúka illmennis Pútíns ræðst með þessum hætti gagnvart nágrannaríki. Það er því alveg á tæru að ef þeir komast upp með slíkt án alvalegra afleiðinga fyrir þá sjálfa þá mun slíkt hátterni þeirra halda áfram Og þá er sjálfstði og fullveldi annarra nágrannaríkja Rússa í hættu þar með talið Eysrrasaltsríkjanna.

Og það viðhorf að þetta komi okkur ekki við enda við herlaus smáþjóð er álíka og að vilja ekki skipta sér af nágranna sínum sem beitir fjölskyldus ína grófu ofbeldi bara af því að þessi nágranni er vinur manns og viðskiptafélagi og því ætta á fjárhagslegum tjóni við það að koma fjölskyldu mannsin til aðsroðar í þeirra neyð.

Sigurður M Grétarsson, 19.1.2016 kl. 05:04

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er nú meira ruglið í þér, SMS-Samfylkingar-, Icesave- og ESB-vinurinn. Treystirðu ekki NATO til að verja Eysrrasaltsríkin? Annars læt ég nafna minn um að svara þér.

Jón Valur Jensson, 20.1.2016 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Þegar þú ert að ásaka aðra um að rugla varðandi Icesave og ESB þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi. 

Það má til dæmis nefna það í þessu sambandi að nú þegar við erum búnir að greiða Icesave reikningana upp og betur er hægt að reikna út hver kostnaður íslenska ríkisins hefði orðið af því að samþykkja seinasta Icesave samninginn þá er ljóst að tapið af þeim töfum á endurreisn efnahags þjóðarinnar sem ókláruð Icesave deila olli er mun meira en kostnaður ríkisins hefði orðið af því að samþykkja samninginn. Það er því ljóst að þið sem hafið verið að væna okkur um landráð sem vildum samþykkja samninginn skuldið okkur afsökunarbeiðni fyrir það lágkúlulega skítkast og persónuníð. En ég á ekki von á að þú takir slíkt til þín enda hefur aldrei stoðað neitt að eiga rökræður við þig.

Staðrendin er sú að Nato mun ekki fara í stríð við Rússa þó fullveldi Eystrarsaltsríkjanna liggi undir. Ég á heldur ekki von á að Rússar muni hreinlega ráðast á þau lönd og leggja þau undir sig en þeir munu hgsanlega taka hluta þeirra með svipuðum hætti og í Úkraínu með sömu afsökunum það er að það þurfi að verja rússneskumælandi íbúa þessara ríkja. Í því efni má nefna að um 45% Litháa eru rússneskumælandi.

Svo skulum við ekki gleyma því að það eru fleiri ríki sem stendur ógn af Rússum sem ekki eru aðilar að Nato.

Það er því ekkert rugl í mínum orðum heldur er þetta staðan eins og hún er í dag.

Sigurður M Grétarsson, 20.1.2016 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 179
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 2017
  • Frá upphafi: 1187244

Annað

  • Innlit í dag: 161
  • Innlit sl. viku: 1781
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 151

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband