Leita í fréttum mbl.is

Rányrkja evrópskra togara við Afríkustrendur áhyggjuefni

fiskmarkad_nouakchattSid Ahmed Raiss efnahagsráðherra Máritaníu skrifar á EU opserver grein um fiskveiðar erlendra verksmiðjutogara. Þrátt fyrir vinsamleg ummæli í garð Evrópusambandsins vegna nýlegra samninga er þungur undirtónn í skrifum ráðherrans sem hefur áhyggjur af ofveiði og rányrkju sem muni ræna Márítana möguleikunum á að brauðfæða þjóð sína. Marítanía er fátækt og afar frumstætt eyðimerkurríki á vesturströnd Afríku en úti fyrir eru afar gjöful fiskimið sem Evrópuþjóðir hafa lengi nýtt með góðum árangri. Sömu mið eru einnig grundvöllur fæðuöflunar heimamanna sem róa út á frumstæðum smábátum og landa á hafnlausri sandströnd líkt og gerðu forfeður Íslendinga um aldir.
 
Raiss segir í grein sinni:

„Samkvæmt alþjóðalögum má hinn erlendi floti ekki ganga á þau mið sem eru sótt af Márítanískum fiskimönnum og ræna þá lífsbjörginni. En hin erlendu skip geta náð óheyrilegu magni afla í samanburði við okkar hefðbundnu fiskibáta. Og það eru skýr merki um það að þessi skip eru að taka alltof mikið. Aflinn við landið fer minnkandi og Máritanískir fiskimenn fara nú lengra út á sjó til þess að framfleyta sér. Landið býr við mikið óöryggi í fæðuöflun og sífellt fleiri leita því lífsbjargar við sjóinn en erlendur floti ógnar nú þessari lífsbjörg. Svona getur þetta ekki gengið. Þetta er ekki bara spurning um efnahag og þróun landsins heldur einnig öryggi. Staðan í öðrum héruðum Sahel sýnir okkur hvað fátækt og atvinnuleysi skapa frjóan jarðveg fyrir glæpi og hryðjuverk. Ef fiskimiðin eru tekin af okkur hefur þjóð okkar misst allt og hefur þá engu að tapa.“
 

Sahel-svæðið sem ráðherrann vísar hér til er landsvæðið í sunnanverðri Sahara en þar hafa öfgasinnuð hryðjuverkasamtök íslamista sótt mjög í sig veðrið á undanförnum árum.
 
Ráðherrann víkur síðan að samkomulagi sem Márítanía og Evrópusambandið undirrituðu í nóvember síðastliðnum um fiskveiðar í hinni gjöfulu landhelgi Márítaníu. Með því er tryggt að Evrópusambandið greiðir nú jafnvirði 59 milljónum evra fyrir aðgengi að miðunum og skuldbindur sig til að ráða heimamenn í skipshafnir sínar. Samhliða þessu ráðgerir ríkisstjórn Márítaníu nú að stíga mikilvæg skref í átt til gagnsæis og upplýsinga um heildarveiði og alla samninga við erlendar þjóðir um fiskveiðar í landhelginni. En orð eru hér ekki nóg, við verðum að sjá árangur af þessu starfi segir ráðherrann og leggur áherslu á samstarf allra aðila um heildarmagn afla sem tekinn er í landhelgi Máritaníu.
 
Myndir eru frá „höfninni“ í Noukchatt, höfuðborg Máritaníu. Ljósmyndir tók Bjarni Harðarson í ársbyrjun 2014. Bjarni setti einnig saman þennan texta en hann er nú staddur nær austurströnd Afríku.
 
 
fiskmark_b
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þessu, það er algjör óhæfa að Evrópuþjóðir sendi verksmiðju skip sín til vesturstrandar Afríku til að stunda ofveiðar, skil reyndar ekki af hverju þjóðir á vesturströnd Afríku koma sér ekki upp 250 mílna lögsögu eins og Ísland gerði.

Svo má minna á það að stolt íslenskra útgerðamanna; Samherji, hefur í áraraðir stundað ofveiðar við vesturströnd Afríku sem tryggt hefur fyritækinu methagnað ár eftir ár.

 

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.1.2016 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 114
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 2049
  • Frá upphafi: 1184456

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 1767
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband