Leita í fréttum mbl.is

Stór meirihluti Íslendinga andvígur aðild að ESB

neiesb1mai2015Stór meirihluti Íslendinga, 59,1%, myndu kjósa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu ef kosið yrði í dag en 40,9 prósent myndu kjósa með aðild. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir samtökin Já Ísland en Kjarninn birtir niðurstöðurnar.

Í frétt Kjarnans kemur eftirfarandi fram (athugið að ekki virðist vera fjallað með skýrum hætti um þá sem ekki taka afstöðu):

 

Meirihluti fólks 35 til 44 myndi greiða atkvæði með aðild

Ekki er marktækur munur á svörum karla og kvenna þegar kemur að því hvernig fólk myndi greiða atkvæði ef gengið yrði til atkvæða um aðild að ESB í dag. Hins vegar er marktækur munur á svörum fólks eftir aldri, búsetu, tekjum og menntun. 

Minnsti stuðningurinn við aðild er í yngsta og elsta aldurshópnum, annars vegar 18 til 24 ára og hins vegar 55 ára og eldri. Í báðum hópum myndu í kringum 35% greiða atkvæði með aðild í dag en um 65% greiða atkvæði gegn. Mestur stuðningur við aðild mælist í aldurshópnum 35 til 44 ára, þar sem 52% myndu greiða atkvæði með aðild. 49% fólks á aldrinum 25 til 34 myndu greiða atkvæði með aðild, en 51 prósent gegn. 

Nánast jafnt í Reykjavík en mikil andstaða á landsbyggðinni

Hjá fólki sem er búsett í Reykjavík eru hlutföll þeirra sem myndu greiða atkvæði með og gegn aðild í dag nánast hnífjöfn. Í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur myndu 44% greiða atkvæði með aðild, en í öðrum sveitarfélögum myndu 30% greiða atkvæði með aðild. Í þeim hópi er líka langmesta andstaðan við aðild, þar sem helmingur svarenda segist örugglega kjósa gegn aðild að ESB. 

Mest andstaða hjá tekjulágum og mestur stuðningur hjá tekjuhæstu

Þegar afstaðan er skoðuð út frá fjölskyldutekjum kemur í ljós að mjög mikil andstaða mælist við ESB-aðild hjá þeim sem hafa tekjur undir 250 þúsundum. Þar segjast 86% myndu kjósa gegn aðild í dag. Hjá þeim sem hafa tekjur frá 250 til 399 þúsundum er hlutfallið 73%. Hlutfallið verður aðeins jafnara hjá þeim sem hafa 400 til 549 þúsund krónur á mánuði, 57% myndu kjósa á móti þar, 59% í hópnum 550 og 799 þúsund og 53% í hópnum 800 til 999 þúsund á mánuði. 

Meirihluti þeirra sem hafa milljón eða meira í fjölskyldutekjur á mánuði myndi hins vegar greiða atkvæði með aðild, eða 53%. Það er eini tekjuhópurinn þar sem meirihluti er með aðild að ESB. 

53% þeirra sem eru með háskólapróf myndu segja já við aðild að Evrópusambandinu ef gengið yrði til kosninga í dag. 36% þeirra sem hafa framhaldsskólapróf myndu segja já og 33% þeirra sem eru með grunnskólapróf. 

Könnunin var gerð dagana 14. til 25. janúar 2016 og var úrtakið 1440 manns, þar sem 888 svöruðu. 718 manns tóku afstöðu til þessarar spurningar, og eru vikmörk á bilinu 2,7 til 3,6 prósent. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 150
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 2085
  • Frá upphafi: 1184492

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 1799
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 127

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband