Leita í fréttum mbl.is

Göran Persson spáir hruni evrunnar

GoranperssonEinn helsti ţungaviktarmađur jafnađarmanna og Norđurlanda í evrópskri pólitík síđustu áratugina, forsćtisráđherrann fyrrverandi í Svíţjóđ, Göran Persson, segir í viđtali viđ sćnska fjármáladagblađiđ Dagens Industri í gćr ađ stćrsta ógnin sem ESB standi frammi fyrir sé hvorki úrsögn Breta né flóttamannavandinn heldur ný fjármálakreppa sem gćti kippt fótunum undan evrunni.

Göran Persson lék ađalhlutverkiđ í sćnskum stjórnmálum frá 1994 til 2006 ţegar hann fyrst sem fjármálaráđherra átti stóran ţátt í ţví ađ Svíar gerđust ađilar ađ ESB og síđan sem forsćtisráđherra frá 1996 til 2006.

Persson segir ađ lágvaxtastefna Seđlabanka evrunnar og fleiri seđlabanka sé helsta ástćđan fyrir ţeirri ógn sem sé ađ byggjast upp gegn fjármálakerfinu. Hann segir ađ fjármálabólur séu ađ blása út sem geti sprungiđ fyrr en varir međ látum. Persson óttast ađ eitt af stóru evrulöndunum muni lenda í erfiđleikum vegna fjármálakreppunnar og slíka erfiđleika muni fjármálakerfiđ á evrusvćđinu og í ESB ekki ráđa viđ. 

Persson segir í viđtalinu ađ fari Bretar úr ESB gćti ţađ auđveldađ frekari samruna ţeirra ríkja sem eftir verđa. Hins vegar gćti ţjóđaratkvćđagreiđslan í Bretlandi í júní um ađild ađ ESB orđiđ kveikjan ađ ţeirri nýju fjármálakreppu sem hann óttast ađ skelli á. En jafnvel ţótt atkvćđagreiđslan í Bretlandi verđi ekki kveikjan ađ ţeirri kreppu ţá verđi undirliggjandi fjármálavandi evrunnar tifandi tímasprengja sem geti sprungiđ hvenćr sem er.

Naumur meirihluti Svía samţykkti ađild ađ ESB áriđ 1994 eđa 52%. Áriđ 2004 höfnuđu 56% Svía ţví ađ taka upp evruna og samkvćmt síđustu könnunum hafa tćplega 80% Svía veriđ á móti ţví ađ taka upp evruna. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Hver er munurinn á hruni evrunnar, og hruni annarra innistćđulausra tölvubankafölsunargjaldmiđla heimsfjármálakerfisins? "Gjaldmiđla" sem ekki byggjast á neinu raunverulegra verđmćti, heldur en heimsveldis kauphallarspilavítis spákaupmennskulygi lánshćfismatsfyrirtćkja-svikanna!

Alţjóđabankastýrđu og einokandi?

Erum viđ ekki bara alsćl og sátt viđ ađ ljúga og blekkja okkur sjálf og ađra aftur á byrjunarreit, í svokallađri "siđmenntađri" fjármálastjórnsýslu?

Réttlćtt međ:

"ţađ var sagt mér ţađ", í "Háskóla" heimsveldis-blekkingalygum og keyptra prófessora-réttlćtingum?

Ekki satt?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 26.2.2016 kl. 20:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2021
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 995173

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband