Leita í fréttum mbl.is

Svisslendingar draga umsóknina að ESB til baka

svissNú þegar svissneska þingið hefur samþykkt að draga umsóknina að ESB formlega til baka ætti að vera hægðarleikur fyrir íslenska þingið að koma í kjölfarið. Það er reyndar mjög athyglisvert að svissnekska þingið skuli nú með 126 atkvæðum gegn 46 samþykkja að draga umsóknina formlega til baka en nær fjórðungur úr öld er frá því svissnekskir kjósendur höfnuðu aðild að EES og þar með að ESB. 

Skoða má samþykkt svissneska þingsins sem yfirlýsingu um að Sviss hafi og muni betur farnast utan ESB. Þótt umsóknin hafi að mestu verið dauður bókstafur frá því hún var sett á ís eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um EES árið 1992 var talið nauðsynlegt að hafa skýrar línur í þessu þar sem ESB hafi vegna umsóknarinnar ekki litið á Sviss sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Umsóknin hafi þannig í vissum atriðum staðið Svisslendingum fyrir þrifum.

Samkvæmt skoðanakönnunum vija aðeins 5% Svisslendinga ganga í ESB.


mbl.is ESB-umsókn Sviss verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Athyglisverðast við þennan gjörning er að svisslendingar telja að aðildarumsókn þeirra á síðustu öld - sem að meira að segja var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, skuli hafa staðið þeim fyrir þrifum í samskiptum við ESB alla tíð síðan. 
Hvað megum við íslendingar þá segja?

Kolbrún Hilmars, 2.3.2016 kl. 15:23

2 Smámynd: Aztec

Íslenzka ríkisstjórnin (þegar hún hefur sagt skilið við Gunnar Braga) ætti ekki aðeins að draga ESB-umsóknina illræmdu formlega tilbaka fyrir fullt og allt og leggja hana í djúpa gröf, heldur einnig að reyna að fá endurbætur gerðar á EES-samningnum í samvinnu með ESB, Noreg og Liechtenstein.

Svisslendingar höfnuðu aðild að EES (en eru enn meðlimir að EFTA), því að þeim fannst að sjálfstæði þeirra yrði skert of mikið. Getur þá ekki verið, að Íslendingar hafi gefið eftir of mikið af sjálfstæði sínu með aðildinni að EES eins og hún er í dag? Eða er um fórnarkostnað að ræða? Og etv. lítil fórn miðað við að öll 27 leppríki sambandsins hafa misst sjálfstæði sitt að mestu eða öllu leyti?  

Aztec, 3.3.2016 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 1742
  • Frá upphafi: 1176915

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1580
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband