Leita í fréttum mbl.is

Pólitískt atvinnubann - berufsverbot - tengt ESB

ESB-aðildarsinnar hafa löngum hrætt efnilegt fólk með atvinnubanni viðri það skoðanir gegn aðild að ESB. Slíkrar tilhneigingar hefur gætt í stjórnkerfi margra Evrópulanda. Fram­kvæm­stjóra Breska viðskiptaráðsins (BCC) hefur nú verið sagt upp störf­um eft­ir að hann mælti fyr­ir því að Bret­ar segðu sig úr Evr­ópu­sam­band­inu. Berufsverbot nær víða.

John Longworth, fram­kvæmda­stjóri BCC, lét um­mæl­in falla í ræðu í síðustu viku, en afstaða hans til veru Breta í sam­band­inu er önn­ur en yf­ir­lýst stefna sam­tak­anna um hlut­leysi. 

Longworth sagði í sam­tali við Sky News að hagsmunum Bretlands sé best borgið með því að yfirgefa ESB.

Fyrir þau ummæli var hann rekinn.


mbl.is Rekinn fyrir að mæla fyrir úrsögn úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Þetta útspil Camerons mun líklega misheppnast. Eins og ég sé það, þá er líklegasta útkoman sú, að allir þeir sem eru óákveðnir, munu trúa á hræðsluáróður EU-sinna og velja að greiða atkvæði með veru Breta í  sambandinu. Þetta treystir framkvæmdarstjórnin líka á og mun ekki semja um breytta skilmála fyrir Breta. Allt tal um umbætur á EU er líka vonlaust tal, því að umbætur á EU er ómögulegar, eiginlega þversögn. (Gorbachov hélt að hann gæti umbætt Sovétríkin, en það misheppnaðist, því að það var ekki hægt).

EU er sorphaugur embættismannaklíkanna og fjölþjóðafyrirtækja, þar sem skortur á lýðræði/miðstýring, spilling og bruðl er einkennandi fyrir þetta samband, alveg eins og þetta einkenndi sovézka kerfið. Og þar eð tíminn er naumur og EU hefur hvorki áhuga á að missa Breta úr sambandinu né semja um neitt þrátt fyrir óskhyggju Camerons, þá mun framkvæmdastjórnin draga lappirnar. Svo ef það er meirihluti fyrir að vera áfram í EU, þá hefur ekket breytzt, nema hvað staða Camerons hefur þá veikzt til muna.

Ef meirihlutinn velur að segja skilið við sambandið og Westminster ákveður að lögleiða það, þá mun ferlið taka lengur en til loka 2017, því að EU mun ekki sleppa krumlunum. Öll ríki sambandsins verða að samþykkja til að Bretland geti farið, og það er engin möguleiki á því að það gerist.

Það á eftir að ákveða hvað á að koma í staðinn fyrir EU í tilfelli af Brexit. Bezt væri að Bretar héldu áfram með aðild að EEA, en það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu. Hins vegar er óvíst hvernig þær samningaviðræður fara ef Bretar krefjast undanþágna frá tilskipunum, sem Ísland og Noregur verða að svelgja. Mér finnst að það hefði átt að stefna á EEA eða EFTA-aðild til að byrja með, fyrst framkvæmdastjórnin mun hvort eð ekki gefa eftir einn þumlung fyrir atkvæðagreiðsluna. Þá væru auknir möguleikar á meirihluta fyrir úrgöngu.

Það má nefna að í augnablikinu eru aðeins þrír þingflokkar hlynntir úrgöngu, meðan tíu eru hlynntir áframhaldandi veru. Auk þess eru ýmis önnur atriði sem flækja stöðuna, sem ekki er búið að greiða úr.

https://en.wikipedia.org/wiki/United_Kingdom_European_Union_membership_referendum,_2016

Aztec, 5.3.2016 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 311
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 2392
  • Frá upphafi: 1188528

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 259
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband