Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin hefur stuttan tíma til stefnu

styrmirRíkisstjórnarflokkarnir lofuđu ađ afturkalla umsóknina um ađild ađ ESB. Ţeir enduđu hins vegar međ ţví ađ selja framkvćmdastjórn ESB sjálfdćmi um ađ taka upp ţráđinn ţar sem frá var horfiđ ef ađildarsinnuđ ríkisstjórn kćmist til valda á Íslandi á ný. Stjórnarflokkarnir hafa enn nokkra mánuđi til ađ standa viđ gefin fyrirheit.

Svo segir Styrmir Gunnarsson. Hann segir:

Eins og skođanakannanir um fylgi flokka standa er ekki hćgt ađ útiloka, ađ ný ríkisstjórn ađ kosningum loknum muni ýmist hafa ţađ á stefnuskrá sinni ađ hefja á ný ađildarviđrćđur viđ Evrópusambandiđ eđa vera veik fyrir ţví ađ svo verđi gert.

Af ţeim sökum er óhjákvćmilegt ađ núverandi stjórnarflokkar horfist í augu viđ eigin verk í ţeim efnum. Ţeir lofuđu ađ afturkalla ađildarumsóknina en enduđu međ ţví ađ selja framkvćmdastjórn ESB sjálfdćmi um ađ taka upp ţráđinn ţar sem frá var horfiđ ef ađildarsinnuđ ríkisstjórn kćmist til valda á Íslandi á ný.

Ljóst er orđiđ ađ Evrópusambandiđ sjálft gerir greinarmun á ţví ađ fjarlćgja nöfn umsóknarríkja af listum yfir slík ríki og ađ viđkomandi ríki afturkalli ađildarumsóknina međ skýrum hćtti. Ţessi greinarmunur hefur veriđ stađfestur í umrćđum í svissneska ţinginu.

Stjórnarflokkarnir skulda stuđningsmönnum sínum skýringar á ţví hvers vegna ţeir hafa ekki stađiđ viđ gefin fyrirheit.

Ţeir hafa enn nokkra mánuđi til ţess ađ ljúka ţessu verki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur M Grétarsson

Ríkisstjórnarflokkarnir skulda ađallega landsmönnum og ţar međ taliđ stórum hluta ţeirra sam kusu ţá af hverju ţeir sviku loforđiđ um ađ kjósa um áframhaldandi ađildarviđrćđur í ţjóđaratkvćđagreiđslu. Ţađ ađ afturkalla umsóknina núna vćri ekki bara gróft svik á kosningaloforđi heldur gróf ađför ađ lýđrćđi í landinu.

Sigurđur M Grétarsson, 15.4.2016 kl. 07:02

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Yrđi afgerandi afturköllun umsóknarinnar ekki einfaldlega til ţess ađ koma málinu í lýđrćđislegan farveg?
En ţađ er rétt hjá SMG, núverandi ríkisstjórnarflokkar skulda kjósendum sínum vissulega ţessa afturköllun.

Kolbrún Hilmars, 15.4.2016 kl. 13:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 210
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 1714
  • Frá upphafi: 1160379

Annađ

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 1500
  • Gestir í dag: 178
  • IP-tölur í dag: 176

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband