Leita í fréttum mbl.is

Háskinn í ESB-umsókninni

hjorleifur guttormssonÞeim fjölgar stöðugt hérlendis sem átta sig á hvílíkt háskaskref var stigið með aðildarumsókn Íslands að ESB árið 2009 og að þann leik má ekki endurtaka. Fyrir kosningar þurfa öll framboð að svara skýrt til um afstöðu til aðildar í stað þess að fela sig á bak við vísan til þjóðaratkvæðis, svo sjálfsagt sem það annars væri ef til aðildarumsóknar kæmi. Það er prófsteinn á stjórnmálaflokka að þeir hafi skýr svör í slíku grundvallarmáli.

Svo segir Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur í grein í Morgunblaðinu í gær.

Hann segir enn fremur:

„Þingkosningar í haust fara fram í miklu óvissuástandi á alþjóðavettvangi. Evrópusambandið er í djúpri lægð og sundurþykkja fer vaxandi milli aðildarríkja. Evran hefur reynst fjötur um fót sem sameiginlegur gjaldmiðill og Schengen-samstarfið riðar til falls.“  

„Aðildarskilmálar ESB liggja ljóst fyrir og ekkert sem máli skiptir er til að semja um annað en skammtímaaðlögun. – EES-samningurinn er meingallaður og takmarkar svigrúm okkar, m.a. til að móta eigin reglur um fjármálagjörninga eins og um aflandsfélög og skattaskjól, en einnig um eignarhald á sjálfu landinu. Mikil umræða fer fram í Noregi, ekki síst innan norsku verkalýðshreyfingarinnar, um ókosti EES og um aðrar leiðir til samskipta við Evrópusambandið. Ísland er þarna á sama báti og Noregur og eðlilegt að við leitum leiða til endurskoðunar á þessum 20 ára gamla samningi í stað þess að hann sé notaður sem rök fyrir ESB-aðild.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ljöst að fjórfrelsið er hættulegra fyrir þjóðir en higmyndafræðin rósrauða tíundar. Þegar kreppir að, þá flýr fjármagn út úr löndum sem síst mega við því. Menn eru frjálisr til að stofna skúffufyrirtæki eða vista fé þar sem skatta og vaxtaumhverfi er hagstæðast innan sambandsin. Þetta gerir þjóðum eins og grikklandi og portúgal nánast ómögulegt að rétta úr kútnum, svo ekki sé minst á spennitreyju evrunnar sem ætíð tekur mið af hæsta samnefnara innan þessa hagkerfis.

Kreppa annarra þjóða hefur einnig neikvæð áhrif vegna atgerfisflótta þar sem fólk á láglauna og atvinnuleysissvæðum flytur unnvörpum til betur settari landa og undirbýður fólk á launamarkaði þar og gírar niður kjörin.

Þegar skattaskjól eru rædd gætir mikilliar hræsni og lýðskrums af hálfu sambandsins því innan lögsögu þess eru flest skattaskjól í heimi hér. Bæði aflandseyjar Breta, hollendinga, Frakka ofl. Auk skattaparadísa og bankaleyndar innan vébanda sambandsin eins og Sviss, Lightenstein, Monaco ofl. Írar gera líka út á þetta sem viðbrögð við þeirri kreppu sem þar reið yfir og býður skattaumhverfi fyrir fyrirtæki sem enginn keppir við og dregur stórfyrirtæki til sín auk smærri t.d. Frá Íslandi.

Alger þoka umlykur því hverjir greiða skatta heimavið eða hvort yfirleytt.

Eitt er víst að þeir sem njóta góðs af eru hinir efnameiri framar öðrum, enda er eins og reglur sambandsins séu sniðnar fyrir þá. Dragónískt styrkjakerfið er einnig sósíalismi hinna ríku og bruðlið slíkt að ekkert yfirlit er yfir streymið og reikningar sambandsins ósamþykktir af endurskoðendum í yfir 20 ár. Svona súpranasjónalt rassvasabókhald. Svo sýpur fólk hveljur yfir skúffupeningum ráðuneyta hér um leið og það telur okkur best borgið í fjármálafylleríi sambandsins með alla sína myrku króka til að koma fé undan klóm skattmannsins skelfilega.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2016 kl. 04:10

2 Smámynd:   Heimssýn

Hressandi pistill frá þér, Jón Steinar!

Heimssýn, 16.4.2016 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 155
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 2524
  • Frá upphafi: 1165152

Annað

  • Innlit í dag: 129
  • Innlit sl. viku: 2152
  • Gestir í dag: 123
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband