Leita í fréttum mbl.is

ESB kveiki uppreisn í Evrópu

flottamennFyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, MI6, sagði á opnum fundi breska ríkisútvarpsins í Lundúnum í gær að takist leiðtogum ekki að stjórna straumi flóttamanna til álfunnar sé hætta á uppreisn almennings. Hann segir að búast megi við milljónum flóttamanna á næstu fimm árum, sem geti breytt pólitísku landslagi Evrópu. Þá varaði hann við því að Tyrkir fái að ferðast án vegabréfsáritana og líkti því við að hella olíu á eldinn.

Visir.is skýrir frá.

Þar segir einnig:

Fleiri tóku til máls á fundinum. Þeirra á meðal var Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, sem sagði vandamálið orðið það stórt að allar þjóðir heims þurfi að bera ábyrgð. Ekki dugi að vísa flóttamönnum til annarra landa.

Grandi sagði að um sextíu milljónir manna væru nú á vergangi og flótta í heiminum í dag vegna stríðsátaka og örbirgðar. Ástandið sé þannig í dag að aðeins örfá ríki taki við stærstum hluta flóttamanna og því sé nauðsynlegt að fleiri ríki opni sín landamæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland gæti tekið við nokkrum þúsundum flóttamanna. Við höfum efni á því og þurfum á vinnuafli að halda. Það yrði nauðsynleg blóðblöndun og mundi auðga menningu okkar. Ekki er vanþörf á. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 13:34

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Haukur.

Ég hef nú ekki séð að íslenskur almenningur hafi efn á að taka á móti nokkrum þúsundum flóttamanna. Margt af þessu fólki kemur ekki til að vinna eins og þú sjálfur veist. Ný búin að lesa um að flestir sem þiggja hjálp hjá fjölskylduhjálpinni séu innflytjendur þar á meðal flóttamenn sem hafa komið hingað á eigin vegum. Það er skömm að þessu að fólk hefur það skítt hér hvort sem það eru innflytjendur, flóttamenn eða íslendingar sem hafa alla sína hunds og kattartíð búið á Íslandi.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.5.2016 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 1965
  • Frá upphafi: 1184372

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 1693
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband