Leita í fréttum mbl.is

Ein stærsta stund í sögu ESB og Bretlands: Bretar yfirgefa ESB

Nú á sjötta tímanum á þessum fallega föstudgsmorgni 24. júní 2016 er orðið ljóst að Bretar hafa ákveðið að yfirgefa ESB. Alls hafa 52% breskra kjósenda lýst þeim vilja sínum að Bretland skuli ganga úr sambandinu. Niðurstaðan er reiðarslag fyrir Cameron forsætisráðherra Bretlands og alla forystu Evrópusambandsins. Bretar hafa hafnað hinu ólýðræðislega sambandi og þeim ókostum sem því fylgir.

Eins og búast má við gætir nokkurrar geðshræingar á mörkuðum sem eiga það nú til að bregðast fyrst hart við stórum atburðum af þessu tagi. Viðbúið er að þessi geðshræring verði dálítið ofan á í herbúðum fylgjenda aðildar, á mörkuðum og í stjórnkerfi ESB-landanna fyrstu dagana. Það tekur hins vegar tíma fyrir Breta að komast út úr sambandinu. Það er hins vegar nú þegar ljóst að niðurstaðan í Bretlandi mun ýta undir kröfur víðar um úrsögn úr ESB. Þegar hafa heyrst raddir um slíkt frá Hollandi og búast má við að andstæðingar í Danmörku, Ungverjalandi, Svíþjóð og víðar muni herða á kröfum sínum um að löndin segi skilið við ESB.

Bretar höfnuðu í gær hinu skrifræðislega bákni sem ESB er. Þeir höfnuðu þeim lýðræðishalla sem fólst í þátttöku í ESB, þeir höfnuðu fjarlægðinni sem er á milli kjósenda og fulltrúa þeirra í ESB og þeir höfnuðu því ósjálfstæði sem felst í aðild að ESB. Bretar vilja nú taka málin í eigin heldur, ráða sínum málum sjálfir en ekki láta einhverja skriffinna með hagsmuni ESB og Brussel á oddinum ráða ferð. 

Þetta hlýtur allt saman að vera umhugsunarefni fyrir okkur hér á Íslandi. Niðurstaðan staðfestir þá miklu óánægju sem er ekki aðeins í Bretlandi með ESB, heldur miklu víðar. Og sú óánægja er vaxandi. Hér á landi þora stjórnmálamenn ekki lengur að viðurkenna að þeir vilji að Ísland gangi í ESB eins og sést á því hvernig svokölluð Viðreisn var kynnt til sögunnar. Samfylkingin, sá flokkur sem hafði ESB-aðild mest allra flokka á stefnuskrá sinni, er við það að hverfa. 

ESB er stundum eins og klístur sem þú losnar ekki við. Það var upplifun þeirra Svisslendinga sem höfnuðu aðild að ESB (reyndar EES, en um leið ESB) en drógu umsóknina ekki formlega til baka. Þrátt fyrir að umsóknin hefði legið í dvala í mörg ár og væri í huga ýmissa dautt plagg, þá var ekki litið þannig á í ýmsum stofnunum ESB. Þess vegna þótti svissneskum stjórnmálamönnum nauðsynlegt að draga umsóknina til baka með formlegum hætt. Það var gert nýlega.

Er nú ekki kominn tími til að Ríkisstjórn Ísland fylgi eftir því stefnumáli sínu að halda Íslandi utan ESG og dragi umsóknina formlega til baka?


mbl.is Bendir enn til útgöngu Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 150
  • Sl. sólarhring: 280
  • Sl. viku: 2519
  • Frá upphafi: 1165147

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 2148
  • Gestir í dag: 120
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband