Leita í fréttum mbl.is

Þorbjörn Þórðarson útlistar böl EES-samningsins

thorbjornÞorbjörn Þórðarson segir í leiðara í Fréttablaðinu í dag að EES-samningurinn hafi verið böl vegna þess lýðræðishalla sem í honum felist þar sem takmarkað tillit hafi verið tekið til þarfa Íslendinga. Þorbjörn segir Íslendinga ekki tíma að eyða peningum til að hafa áhrif á reglur á grunni EES-samningsins. 

Þorbjörn segir:

Það er við hæfi að velta fyrir sér stöðu EES-samningsins á þessum tímapunkti. Sérstaklega í ljósi þess að bankamenn í Lundúnum telja ekki eftirsóknarvert fyrir Bretland að taka beint upp afleidda löggjöf ESB án þess að hafa nokkuð að segja um gerð hennar. Þetta er hinn eiginlegi lýðræðishalli EES-samstarfsins í hnotskurn. Sú staða sem blasir við Norðmönnum, Íslendingum og Liechtensteinum. Ísland, ólíkt Noregi, ver ekki háum fjárhæðum í að hafa áhrif á þessa löggjöf eða með hvaða hætti hún er tekin upp í EES-samninginn.

 

Í þessu samhengi má efast um að Íslendingar hefðu markvert meiri áhrif á EES-samþykktir jafnvel þótt Íslendingar væru aðilar að ESB.

Þorbjörn segir ennfremur:

EES-samningurinn hefur fært Íslendingum miklar hagsbætur í formi fjórfrelsis og aðgangs að innri markaði ESB. Þannig er beint orsakasamband á milli lífskjarasóknar hér á landi og aðildar okkar að fjórfrelsinu frá 1. janúar 1994. En fyrir hvaða fórnarkostnað og á hvaða forsendum? Fyrir yfirþjóðlegt eðli samstarfsins og forgangsáhrif EES-reglna vegna bókunar 35 við EES-samninginn? Forsendum okkar eða forsendum 30 annarra þjóðríkja og á grundvelli löggjafar sem við höfum lítið sem ekkert að segja um?

Við skulum ekki velkjast í neinum vafa um að samhliða lífskjarasókninni hefur EES-samningurinn líka verið böl. Ekki síst vegna lýðræðishallans og þess að takmarkað tillit er tekið til þarfa okkar í gerðum sem Ísland hefur tekið upp. ESB-gerðir eru löggjöf sem Íslendingar hafa ekkert um að segja, tíma ekki að eyða peningum í að hafa áhrif á og eru alltaf of seinir að taka upp.

 

Hérna gleymir Þorbjörn því að EES-samningurinn var einn af þeim þáttum sem gerði útrás bankanna á erlendri grundu mögulega á síðasta áratug og fyrir vikið varð bankahrunið miklu stærra en ella hefði getað orðið. Jafnframt munaði litlu að EES-ríkjunum tækist, m.a. vegna aðildar Íslands að EES-samningnum, að þröngva Íslendingum til að taka á sig Icesave og aðrar skuldir bankanna. 

Eins og fram kemur í leiðara Þorbjörns eru ýmsir í Bretlandi lítt hrifnir af EES-samningnum og vilja fremur gera tvíhliða samninga við ESB. Það verður fróðlegt að fylgjast með vegferð Breta í þessum efnum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það var fyrst og fremst algert aðhaldsleysi stjórnvalda og fjármálaeftirlitsins sem gerði það að verkum að bankarnir gátu tekið þá áhættu sem þeir tóku. Þrátt fyrir EES samningin hefðu íslensk stjórnvöld getað sett lög um að íslenskir bankar mættu ekki hafa útibú erlendis eða eins og norðmenn gerðu sem bönnuðu norskum bönkum að taka við innlánum í öðrum gjaldmiðli en norskum krónum. Báðar þessar leiðir hefðu leitt til þess að til að starfa erlendis hefðu bankarnir þurft að stofna dótturfélög eins og Kaupþing og Íslandsbanki gerðu og þá hefðu þeir bankar verið undir erlendum tryggingainnistæðusjóðum. 

Að kenna EES samningum um hrunið er fáranleg fullyrðing. Þetta var heimatilbúin vandi hjá okkur sem var afleiðing af stjórnarstefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar þar með talið þeirrar spillingar sem einkienndi einkavæðingu bankanna og algert eftirlitsleysi með þeim.

Sigurður M Grétarsson, 22.8.2016 kl. 13:28

2 Smámynd:   Heimssýn

Það er greinilegt að sumir eru búnir að gleyma því hvernig umræðan og ástandið var hér í samfélaginu fyrir hrun. Forystumenn bankanna voru óskabörn þjóðarinnar og dýrkaðir af flestum, allt frá almenningi til ráðherra og þar voru leiðtogar Samfylkingar fremstir í fylkingu. Leiðtogar stærstu bankanna heimtuðu að fá að sitja við sama borð og leiðtogar annarra banka í Evrópu og þeir fengu það. Sigurður M. Grétarsson er kannski að senda Samfylkingunni skilaboð um að hún hafi ekki staðig sig nógu vel fyrir hrunið?

Heimssýn, 22.8.2016 kl. 17:42

3 Smámynd: Elle_

Gátu íslensk stjórnvöld bannað bönkum að vera með útibú erlendis, Sigurður?  Með hvaða lögum gátu þau það?  Útibúin störfuðu líka á ábyrgð erlendu ríkjanna og með tryggingu þeirra, ekki bara TIF. 

Við vitum alveg að Davíð felldi Lehman Brothers, en það er fáránlegur óþarfi að kenna honum um hvað verstu stjórnmálamenn fyrr og seinna (í Samfylkingu) gerðu og gerðu ekki.

Elle_, 22.8.2016 kl. 23:39

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Heimssýn. Það er kjaftæði að Safmylkingin hafi verið fremst í flokki með að mæra bankamennina. Það var ekki þingmaður Samfylingarinnar sem sagði að tiltekin hagfræðingur sem gagnrýndi bankana þyrfti að fara í endurmenntun. Sá stjórmálamaður sem fór fremst í flokki með að mæra bankamenninga var Davíð Oddson sem meðal annars fékk fundarmenn til að hrópa ferfalt húrra fyrir Björgólsfeðgum. Það var hans ríkisstjórn sem einkavæddi bankana með þvílíkri spillingu í vali á kaupendum að það öskrar á ýtarlega rannsókn. Og það var stjórnarstefna þeirrar ríkisstjórnar að hafa eftirlit með bönkunum í lágmarki.

Elle. Að sjálfsögðu hefðu íslensk stórnvöld þurft að setja lög sem bönnuðu íslenskum bönkum að hafa útibú erlendis og þau lög hefðu ekki brotið á nokkurn hátt gegn EES samningum. Þetta gerðu Bretar eftir gjaldþrot Berings bankans en Norðmenn fóru þá leið að banna norskum bönkum að taka við innlánum í öðrum gjaldmiðlum en norskum krónum. Það hefur svipuð áhrif.

Sigurður M Grétarsson, 23.8.2016 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 112
  • Sl. sólarhring: 154
  • Sl. viku: 691
  • Frá upphafi: 1116884

Annað

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 608
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband