Leita í fréttum mbl.is

Blússandi sigling í Bretlandi eftir Brexit

Þessi frétt í Viðskiptablaðinu bendir til þess að það sé blússandi sigling í Bretlandi eftir að landsmenn ákváðu að yfirgefa ESB.

Fréttin er svohljóðandi:

Vísitala sem fylgir verðþróun smærri fyrirtækja í Bretlandi sýnir að vöxtur þeirra hefur verið hraður síðan Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið.

Hefur vöxtur þeirra farið fram úr vexti meðalstórra fyrirtækja, en vísitalan hefur hækkað um 4,1% síðan niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar urðu kunnar.

Sölutölur langt fram úr væntingum

Lítil fyrirtæki jöfnuðu sig fljótt eftir áfallið sem kom eftir að niðurstöðurnar urðu kunnar og hagtölur sýndu að svartsýnustu spár reyndust ekki á rökum reistar.

Þvert á móti þá hafa sölutölur farið langt fram úr væntingum, hefur salan ekki aukist meira í júlímánuði síðan 2002, á sama tíma og Englandsbanki hefur lækkað stýrivexti sína og aukið við aðgerðir sínar til að koma fé út í hagkerfið.

Meiri vöxtur hjá minni fyrirtækjum

Fyrirtæki á FTSE vísitölunni sem fylgir verðþróun smærri fyrirtækja, hafa að meðaltali 320 milljón punda markaðsvirði, sem er um 14 falt andvirði áætlaðra tekna þeirra.

Meðalarðgreiðslur af þeim eru um 3,2% samanborið við minna en 3% hjá fyrirtækjum á FTSE 250 listanum yfir meðalstór fyrirtæki. 

Græða á veikara gengi pundsins

Fyrirtækin á vísitölunni fá mörg hver stóran hluta af tekjum sínum erlendis frá, svo þau græða á veikara gengi breska pundsins.

Á árinu 2016 hefur vísitalan hækkað um 3,7% samanborið við 2,5% hækkun á FTSE 250 vísitölunni, svo þetta er fjórða af síðustu 5 árum sem hún hækkar meira en vísitalan fyrir miðlungsstór fyrirtæki.

Meira en helmingur fyrirtækjanna hækkað í virði

Stærstu fyrirtækin af þeim sem tilheyra vísitölu smærri fyrirtækja, eins og til dæmis fjárfestingarfyrirtækið Melrose Industries Plc og Premier Farnell, fá nærri 70% af sölu sinni erlendis frá, samkvæmt tölum frá Bloomberg fréttastofunni.

Síðan niðurstöður atkvæðagreiðslunnar urðu kunnar, hafa meira en helmingur fyrirtækjanna sem tilheyra vísitölunni hækkað í virði, þar á meeðal hefur Ferrexpo Plc hækkað um meira en 150% síðan matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði lánshæfismat járngrýtisframleiðandans, samfara hækkandi verði á málminum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bretaheimveldis-kontórista-möppudýravaldafíklarnir fóru til Brussel til að segja fólki þar, hvernig það ætti að kjósa. Lýðræðislegt?

Þetta skrifaði Ólafur Dýrmundsson fyrrverandi landnýtingarráðunautur um í Bændablaðið fyrir nokkrum misserum síðan, þegar hann var að lýsa reynslu sinni af að sitja fundi í Brussel. Og Ólafur Dýrmundsson hefur mér alla tíð fundist heiðarlegur og klár maður. Ég treysti því að hann segi satt. Það eru ekki margir sem eru þess traust verðir núorðið, á tímum Mammonshertöku-"Guðs"-trúaðra heimsveldisbankaræningja.

Það er þá kannski kominn tími á að skoða ESB-kostinn, án Bretamafíuþingsins heimsveldisrænandi? Næsta kreppa er rétt handan við hornið, í stjórnlausum fjármálakerfisheimi sem nú er rekinn af innistæðulausum yfirdrætti.

Eru ekki allir viðbúnir? Á ekki að taka lán fyrir íbúð, á okurvöxtum og glæpsamlega og ólöglega útreiknaðri verðtryggingu, með tilheyrandi vísitölutengingu? Og yfir 50% skatt? Góður Guð almáttugur allra sálna hjálpi unga fólkinu og útlendingunum grunlausu, sem eru nýkomnir til "siðmenntaða réttarríkisins" Íslands.

Það yrði eflaust mun friðsamlegra og lýðræðislegra fyrir allar þjóðir ESB, að losna við hertöku-heimsveldarænandi og stýrandi Bretaþingið.

Kalli Bretaprins reyndi fyrir einhverjum misserum síðan, að benda á að jurtalyf og grasalækningar væru nauðsynlegar. En þá ætluðu glæpa-valdafrekjurnar vitlausar að verða, þarna á Bretaþingi?

Hvers vegna mátti ekki segja sannleikann?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2016 kl. 18:34

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

BRETAR ERU SJÁLFSTÆÐIR- ÞEIR LÁTA EKKI EINHVER BRUSSEL PUNTUDYR SEGJA SER FYRIR VERKUM. jURTALYF ERU JAFNGÖMUL MANNSKEPNUNNI- EG STÓLA Á ÞAU - MEÐ FYRIRVARA !!!cool

Erla Magna Alexandersdóttir, 23.8.2016 kl. 22:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Erla Magna. Bretastjórnvöld eru "sjálfstæð" á kostnað þeirra ríkja, sem þeirra hermafía hefur hertekið og kúgað undir heimsveldið einokandi og bankastýrða (í Brussel). Ekki veit ég hvers vegna þetta hefur hingað til verið svona þarna í Bretastjórnsýslunni, (í Brussel).

Jurtalyf og grasalækningar eru raunverulegi og trausti grunnurinn. Tölvutæknibyltingin breytir ekki þeirri staðreynd. Læknavísindin verða að vinna með heildrænum lækningum, en ekki á móti fjölbreytileikanum. Ekki veitir víst af samvinnu allra, á þessum síðustu og verstu fjármála-peningafölsunar-bankaránsgjaldþrota tímum.

Það er vissulega rétt að taka öllum söluvörum með fyrirvara. Jafnt hefðbundnum og löglegum, sem óhefðbundnum og ólöglegum. Maður á að spyrja sitt eigið sjálf og innsæi að því, hvort þetta eða hitt sé í lagi fyrir mann sjálfan. 

Það sem passar fyrir einn, passar ekki endilega fyrir annan.

Og það sem er ólöglegt passar ekki inn í lagabókstafs-réttaríkis-samfélagið. Samfélagið, sem á að byggjast á siðmenntuðum og réttarríkis-vörðum gildum. Það ættu valdamenn sem stýra dómstólum og fjölmiðlum á Íslandi og víðar í veröldinni, að hugleiða vel.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2016 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 314
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 2395
  • Frá upphafi: 1188531

Annað

  • Innlit í dag: 275
  • Innlit sl. viku: 2171
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 258

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband