Leita í fréttum mbl.is

Faðir evrunnar boðar útför hennar

Otmar Issing, einn af helstu forkólfum þýska seðlabankans, einn af aðalhönnuðum evrusamstarfsins og fyrrum fulltrúi í stjórn seðlabanka evrunnar, segir evruna vera að hruni komna, eins og fram kemur í vb.is í dag. Þar er vitnað í The Telegraph, sem aftur vitnar í langt viðtal við Issing í vefritinu Central Banking.

Það er ekki bara Jón Baldvin, fyrrum helsti forvígismaður ESB-aðildar Íslands, sem hefur gefið ESB og evruna upp á bátinn. Helstu hugsuðir á bak við evruna eygja ekki lengur neina von fyrir hana. Það sem er athyglisvert er að þessir hagfræðihugsuðir höfðu margir hverjir enga trúa á evrunni í byrjun, eins og lagt var upp með verkefnið, heldur neyddust þeir til að fylgja ákvörðunum stjórnmálamanna, ekki síst í Þýskalandi og Frakklandi, sem keyrðu málið ákaft áfram.

Otmar Issing, einn af feðrum evrunnar, segir það aðeins tímaspursmál hvenær samstarfið á núverandi formi springur í loft upp. Evrusamstarfið muni ekki þola neina efnahagserfiðleika, ekkert fremur í framtíðinni en það hefur gert undanfarin ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 1746
  • Frá upphafi: 1176919

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1584
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband