Leita í fréttum mbl.is

Benedikt á hlaupum frá eigin stefnu

Það er undarlegt að fylgjast með því hvernig stefna Viðreisnar í gjaldmiðlamálum sveiflast til og frá og veldur ruglingi meðal frambjóðenda og kjósenda.

Fyrir kosningabaráttuna var það evran sem gilti hjá Viðreisn.

Í upphafi kosningabaráttu var Viðreisn allt í einu komin með myntráð sem allsherjarlausn (því hefur reyndar verið hafnað sem leið fyrir Ísland af málsmetandi aðilum eins og fram hefur komið).

Ekki vildi betur til en svo í nýlegum umræðuþætti að forsætisráðherraefni Pírata, Smári McCarthy, hélt að Íslendingar hefðu verið með myntráð og að það hefði ekki gefist vel.

Í umræðuþætti í sjónvarpinu í kvöld var Benedikt Jóhannesson á harðahlaupum frá myntráðinu og sagði að fastgengi eins og hjá Dönum væri lausnin. Reyndar var ekki alveg ljóst hvort hann héldi að Danir hefðu verið með myntráð.

Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu snúningum í kringum myntráðsumræðu Viðreisnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í viðtali við fréttastofu ruv, að morgni mánudags, sagði Engeyjar Benni að hann væri tilbúinn til stjórnarmyndunarviðræðna,þegar forsetinn boðar til þeirra. Hann gæti þurft að bíða nokkuð lengi,þar sem forseti boðar ekki til stjórnamyndunnar,hann veitir einungis umboð til slíkra viðræðna. Oftast formanni þess stjórnmálaflokks sem stæðstur kemur út úr kosningum, en hefur í raun algert val þar um.

Það góða við þessa yfirlýsingu Engeyjar Benna, er að hans flokkur verður þá væntanlega utan stjórnar.

Gunnar Heiðarsson, 18.10.2016 kl. 07:20

2 identicon

Meira XB rugl í ykkur og ekki von að þið eru að hverfa og tími komin. Stefna Viðreinsar er og hefur ekkert breyst og er myntráð sem þið eru að reyna skilgreina hér og skiljið ekki. 

Meiri fortíðar rugl í heimskusýn eins og vanalega.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 993135

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband