Miðvikudagur, 26. október 2016
Á að farga fullveldi Íslands á aldarafmælinu 2018?
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, skrifaði grein um ofangreint efnis sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Greinin er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi Hjörleifs:
Í fullan aldarfjórðung og lengur ef að er gáð hafa íslensk stjórnmál öðrum þræði snúist um afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu. Um 1990 reru forystumenn sósíaldemókrata á Norðurlöndum að því öllum árum að tengja norrænu ríkin við ESB. Niðurstaðan varð aðild Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu, til viðbótar Danmörku, sem ásamt Bretlandi hafði gengist undir Rómarsáttmálann árið 1972. Norðmenn felldu aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu og Ísland og Noregur tengdust þá innri markaði ESB gegnum EES-samninginn. Átökin um aðild héldu hins vegar áfram hérlendis og voru fyrir alþingiskosningarnar 1999 bakgrunnurinn í uppstokkun flokka á vinstri væng þegar til urðu Samfylkingin og Vinstri grænir. Alla götu síðan hefur Samfylkingin gert ESB-aðild að þungamiðju sinnar stefnu, en VG hafnaði aðild frá upphafi. Við það var staðið til vors 2009, en þá var merkið fellt með sögulegum svikum af hálfu forustu VG við myndun ríkisstjórnar að afstöðnum kosningum. Um þau efni og framhaldið í kjölfar aðildarumsóknar að ESB í júlí 2009 geta menn lesið í nýútkominni bók Jóns Torfasonar skjalavarðar Villikettirnir og vegferð VG.
ESB nú á barmi upplausnar
Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum frá aldamótum eftir að 18 aðildarríki tóku upp evru sem sameiginlega mynt og mörg lönd í álfunni austanverðri gerðust aðilar. Tilraunir til róttækra breytinga á grunnsáttmála ESB sigldu í strand 2005 og niðurstaðan varð útvatnaður sáttmáli 2009, kenndur við Lissabon. Jafnhliða dró verulega úr hagvexti á sambandssvæðinu og langvarandi atvinnuleysi jókst í mörgum aðildarríkjanna. Hefur það síðustu árin verið 10-11% að meðaltali og um 24% hjá fólki undir 25 ára aldri. Í Svíþjóð nemur atvinnuleysið nú 7% og tæp 9% í Finnlandi. Flóttamannastraumurinn sunnan að hefur undanfarið magnað upp andstæður innan ESB og sett Schengen samstarfið í uppnám. Síðasta höggið er síðan Brexit, ákvörðun meirihluta Breta í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja skilið við ESB eftir 44 ára veru í sambandinu. Aðvörunum um framtíð ESB hefur rignt yfir undanfarið, síðasti skellurinn yfirlýsingar þýska hagfræðingsins Otmar Issing (f. 1936) eins helsta hugmyndafræðings að baki evrunnar og frá 2006 forseti Center for Financial Studies (CFS) við Goethe-háskólann í Frankfurt. Viðtal við hann undir fyrirsögninni Spilaborg evrunnar mun óhjákvæmilega hrynja (sjá Viðskiptablaðið 20. okt. sl.) hefur farið sem eldur í sinu um fréttaheiminn. Hann segir þar framkvæmdastjórn ESB í Brussel vera pólitíska ókind og Seðlabanka Evrópu á hálli leið til Heljar. Evran segir hann að hafi verið misheppnuð frá fyrsta degi og raunar áður en hún varð til.
Leið stjórnarandstöðunnar inn í ESB
Það er þetta Evrópusamband sem núverandi stjórnarandstaða og Viðreisn vilja leiða Ísland inn í á fullveldisafmælinu 2018. Þetta hefur verið staðfest með lítilsháttar blæbrigðum af talsmönnum flokkanna í kosningasjónvarpi RÚV undanfarið, og helsta bindiefnið milli þeirra er að fá þjóðina til að samþykkja að taka á ný upp aðildarviðræður við ESB og knýja jafnframt fram stjórnarskrárbreytingar sem heimili slíka aðild. Enginn hefur kveðið fastar á um þetta en Össur Skarphéðinsson sem sagði 18. okt. sl. að í utanríkismálum legði Samfylkingin mesta áherslu á að við höldum áfram aðildarumsókninni, ekki síst vegna þess að við viljum taka upp nýjan gjaldmiðil, við teljum að krónan hafi gengið sér til húðar. Í sama þætti sagði Ari Trausti frá VG að ef það kemur upp ósk um að taka upp aðildarsamningana eða starta nýjum, þá auðvitað tökum við þátt í því. - Núverandi utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ítrekaði hins vegar að eftir afturköllun núverandi ríkisstjórnar liggi engin aðildarumsókn frá Íslandi lengur fyrir hjá ESB. Hvernig sem því máli er háttað er ljóst að hugsanleg vinstri stjórn með aðild Pírata hyggst knýja á um aðild Íslands að Evrópusambandinu, sem drjúgur meirihluti Íslendinga sem afstöðu taka samkvæmt skoðanakönnunum hefur verið andvígur um langt árabil.
Andstöðu VG við ESB-aðild stungið undir stól
Fráhvarf forystu Vinstri grænna frá upphaflegri andstöðu við ESB-aðild er annað og djúpstæðara en almenningur gerir sér grein fyrir. Eftir að einarðir ESB andstæðingar höfðu einn af öðrum hrakist úr þingflokki VG hljóðnuðu andstöðuraddir forystumanna, sem eftir sátu, við ESB-aðild. Eftir að Ísland lagði inn aðildarumsókn að ESB sumarið 2009 minnist ég þess ekki að Steingrímur J. sem formaður eða arftakinn Katrín Jakobsdóttir hafi í blaðagreinum eða á öðrum vettvangi rökstutt og útskýrt þá formlegu afstöðu flokksins að vera á móti aðild. Klisjunni virðist eingöngu hafa verið viðhaldið til að villa á sér heimildir og til að missa sem fæsta eindregna andstæðinga ESB-aðildar út úr röðunum. Öðru vísi verður ekki útskýrð þögn þessa fólks í örlagaríkasta máli Íslendinga um langt skeið. - Það sama er uppi á teningnum nú í aðdraganda kosninga. Í kosningaáherslum VG eins og þær birtast á heimasíðu flokksins er ekki að finna stakt orð um Evrópusambandið, af eða á. Þurfum við frekar vitnanna við?
Hjörleifur Guttormsson
Nýjustu færslur
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
- Óþægileg léttúð
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 243
- Sl. sólarhring: 423
- Sl. viku: 2723
- Frá upphafi: 1164930
Annað
- Innlit í dag: 209
- Innlit sl. viku: 2338
- Gestir í dag: 197
- IP-tölur í dag: 195
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geysilega góð og upplýsandi grein hjá Hjörleifi. Deilum henni sem víðast. ☺
Jón Valur Jensson, 26.10.2016 kl. 18:00
Þess vegna vefst oft fyrir mér að kalla ESb-sinna vinstrimenn,þótt það sé rétt nema bara ekki allir.---Gamlir Alþýðubandalags liðar létu sér ekki detta í hug þvílíka ósvinnu ,það er hægt að treysta þeim.
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2016 kl. 00:32
Það átti, Helga, til dæmis við um Harald heitinn Jóhannsson hagfræðing, sem var með M.Sc.(Econ.)-próf í hagfræði frá Lundúnaháskóla 1956, og starfaði víða, jafnvel í Malaysíu. Hann tók mjög snemma, á 6. áratugnum, gagnrýna afstöðu til Efnahagsbandalags Evrópu, og meðal margra rita hans á íslenzku og ensku voru Efnahagsmál, 1960; Í skugga Efnahagsbandalags Evrópu, 1963; Klukkan var eitt, viðtöl við Ólaf Friðriksson, 1964; Upphaf siðmenningar, 1974; Pétur G. Guðmundsson og upphaf samtaka alþýðu, viðtöl við Þorstein Pétursson, 1978; og smáritið Rómarsamningurinn, 1961. Meðal fjölbreyttra og áhugaverðra þýðinga hans (m.a. ævisagna og unglingabóka) voru Kaflar úr Altæku kenningunni um atvinnu, vexti og peninga, eftir John Maynard Keynes, 1961. Sjá nánar: Torfi Jónsson: Æviskrár samtíðarmanna, Hafnarf. 1982: Skuggsjá, I. bd. bls. 593-4.
Haraldi var ég svo heppinn að kynnast, en svo óheppinn að þiggja ekki heimboð þess mæta, hljóðláta gáfumanns á efri árum hans.
Jón Valur Jensson, 27.10.2016 kl. 01:05
Hér er getið fjölda ritverka hans (bara 1. síðan af 5 birtist þar í byrjun, af 232 verkum!):
http://leitir.is/primo_library/libweb/action/search.do;jsessionid=DBD15C0BD49DEC7BCD32A052D588210E?fn=search&ct=search&initialSearch=true&mode=Basic&tab=default_tab&indx=1&dum=true&srt=rank&vid=GEGNIR&frbg=&vl%28freeText0%29=Haraldur+Jóhannsson+&scp.scps=scope%3A%28GEGNIR%29&vl%28152889921UI1%29=all_items&vl%281UIStartWith0%29=contains&vl%28152889920UI0%29=any&vl%28152889920UI0%29=title&vl%28152889920UI0%29=any
Jón Valur Jensson, 27.10.2016 kl. 01:10
VG er einarðara í stjornarskrármálinu og vita að án þess að gengið verði frá framsali ríkisvalds í stjórnarskrá verður ekki haldið áfram með "viðræður".
Ekki er einusinni hægt að opna kafla er varða framsal fyrr en að undangengnum þessum breytingum á stjórnarskránni. Ergo: Þessvegna er stjórnarskrármálið efst á baugi og er rekið á lýðskruminu um auðlindir í þjóðareign þegar í raun er tekið fram í öllum lögum um auðlindir séu þær sameign þjóðarinnar.
Ekkert breytist við að setja þetta ákæði inn í stjórnarskræ því ráðstöfunarvaldið verður sem fyrr á höndum þingsins. Í þeirra málflutningi er látið sem Jón og Gunna muni ráðskast með þennan auð. Annaðhvort er þetta himinhrópandi óheiðarleiki og lýðskrum eða djúpstætt skilningsleysi á eðli stjórnskipunnar og lýðræðis.
Eina sem þessi breyting gæti hugsanlega gert væri að færa þinginu afdráttalausara vald til að ráðskast með auðlindirnar af geðþótta og sennilega hugsað til að styrkja umboðið til að afsala sér fullveldinu yfir þeim.
Markmið stjórnarskrármálsin var og er frá upphafi þetta afsal sem tekið er fram í 7. atriði verkefnaskrár í lögum um stjórnlagaþing.
Nokkuð sem hentuglega var ekki spurt um í meintri þjöðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.
Aldrei of oft minnt á hvernig það mál byrjaði og kominn tími til að opinbera það svo ekki verði neinn vafi á tengslum þessara tveggja mála.
http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.