Leita í fréttum mbl.is

Á ađ farga fullveldi Íslands á aldarafmćlinu 2018?

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráđherra, skrifađi grein um ofangreint efnis sem birt var í Morgunblađinu í gćr. Greinin er endurbirt hér međ góđfúslegu leyfi Hjörleifs:

Í fullan aldarfjórđung og lengur ef ađ er gáđ hafa íslensk stjórnmál öđrum ţrćđi snúist um afstöđuna til ađildar ađ Evrópusambandinu. Um 1990 reru forystumenn sósíaldemókrata á Norđurlöndum ađ ţví öllum árum ađ tengja norrćnu ríkin viđ ESB. Niđurstađan varđ ađild Svíţjóđar og Finnlands ađ sambandinu, til viđbótar Danmörku, sem ásamt Bretlandi hafđi gengist undir Rómarsáttmálann áriđ 1972. Norđmenn felldu ađildarsamning í ţjóđaratkvćđagreiđslu og Ísland og Noregur tengdust ţá innri markađi ESB gegnum EES-samninginn. Átökin um ađild héldu hins vegar áfram hérlendis og voru fyrir alţingiskosningarnar 1999 bakgrunnurinn í uppstokkun flokka á vinstri vćng ţegar til urđu Samfylkingin og Vinstri grćnir. Alla götu síđan hefur Samfylkingin gert ESB-ađild ađ ţungamiđju sinnar stefnu, en VG hafnađi ađild frá upphafi. Viđ ţađ var stađiđ til vors 2009, en ţá var merkiđ fellt međ sögulegum svikum af hálfu forustu VG viđ myndun ríkisstjórnar ađ afstöđnum kosningum. Um ţau efni og framhaldiđ í kjölfar ađildarumsóknar ađ ESB í júlí 2009 geta menn lesiđ í nýútkominni bók Jóns Torfasonar skjalavarđar Villikettirnir og vegferđ VG.

ESB nú á barmi upplausnar

Evrópusambandiđ hefur tekiđ miklum breytingum frá aldamótum eftir ađ 18 ađildarríki tóku upp evru sem sameiginlega mynt og mörg lönd í álfunni austanverđri gerđust ađilar. Tilraunir til róttćkra breytinga á grunnsáttmála ESB sigldu í strand 2005 og niđurstađan varđ útvatnađur sáttmáli 2009, kenndur viđ Lissabon. Jafnhliđa dró verulega úr hagvexti á sambandssvćđinu og langvarandi atvinnuleysi jókst í mörgum ađildarríkjanna. Hefur ţađ síđustu árin veriđ 10-11% ađ međaltali og um 24% hjá fólki undir 25 ára aldri. Í Svíţjóđ nemur atvinnuleysiđ nú 7% og tćp 9% í Finnlandi. Flóttamannastraumurinn sunnan ađ hefur undanfariđ magnađ upp andstćđur innan ESB og sett Schengen samstarfiđ í uppnám. Síđasta höggiđ er síđan Brexit, ákvörđun meirihluta Breta í ţjóđaratkvćđagreiđslu ađ segja skiliđ viđ ESB eftir 44 ára veru í sambandinu. – Ađvörunum um framtíđ ESB hefur rignt yfir undanfariđ, síđasti skellurinn yfirlýsingar ţýska hagfrćđingsins Otmar Issing (f. 1936) eins helsta hugmyndafrćđings ađ baki evrunnar og frá 2006 forseti Center for Financial Studies (CFS) viđ Goethe-háskólann í Frankfurt. Viđtal viđ hann undir fyrirsögninni Spilaborg evrunnar mun óhjákvćmilega hrynja (sjá Viđskiptablađiđ 20. okt. sl.) hefur fariđ sem eldur í sinu um fréttaheiminn. Hann segir ţar framkvćmdastjórn ESB í Brussel vera „pólitíska ókind“ og Seđlabanka Evrópu „á hálli leiđ til Heljar“. Evran segir hann ađ hafi veriđ misheppnuđ frá fyrsta degi og raunar áđur en hún varđ til.

Leiđ stjórnarandstöđunnar inn í ESB

Ţađ er ţetta Evrópusamband sem núverandi stjórnarandstađa og Viđreisn vilja leiđa Ísland inn í á fullveldisafmćlinu 2018. Ţetta hefur veriđ stađfest međ lítilsháttar blćbrigđum af talsmönnum flokkanna í kosningasjónvarpi RÚV undanfariđ, og helsta bindiefniđ milli ţeirra er ađ fá ţjóđina til ađ samţykkja ađ taka á ný upp ađildarviđrćđur viđ ESB og knýja jafnframt fram stjórnarskrárbreytingar sem heimili slíka ađild. Enginn hefur kveđiđ fastar á um ţetta en Össur Skarphéđinsson sem sagđi 18. okt. sl. ađ í utanríkismálum legđi Samfylkingin mesta áherslu á „ađ viđ höldum áfram ađildarumsókninni, ekki síst vegna ţess ađ viđ viljum taka upp nýjan gjaldmiđil, viđ teljum ađ krónan hafi gengiđ sér til húđar.“  Í sama ţćtti sagđi Ari Trausti frá VG „ađ ef ţađ kemur upp ósk um ađ taka upp ađildarsamningana eđa starta nýjum, ţá auđvitađ tökum viđ ţátt í ţví.“ - Núverandi utanríkisráđherra, Lilja Dögg Alfređsdóttir, ítrekađi hins vegar ađ eftir afturköllun núverandi ríkisstjórnar liggi engin ađildarumsókn frá Íslandi lengur fyrir hjá ESB. Hvernig sem ţví máli er háttađ er ljóst ađ hugsanleg vinstri stjórn međ ađild Pírata hyggst knýja á um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu, sem drjúgur meirihluti Íslendinga sem afstöđu taka samkvćmt skođanakönnunum hefur veriđ andvígur um langt árabil.  

Andstöđu VG viđ ESB-ađild stungiđ undir stól

Fráhvarf forystu Vinstri grćnna frá upphaflegri andstöđu viđ ESB-ađild er annađ og djúpstćđara en almenningur gerir sér grein fyrir. Eftir ađ einarđir ESB andstćđingar höfđu einn af öđrum hrakist úr ţingflokki VG hljóđnuđu andstöđuraddir forystumanna, sem eftir sátu, viđ ESB-ađild. Eftir ađ Ísland lagđi inn ađildarumsókn ađ ESB sumariđ 2009 minnist ég ţess ekki ađ Steingrímur J. sem formađur eđa arftakinn Katrín Jakobsdóttir hafi í blađagreinum eđa á öđrum vettvangi rökstutt og útskýrt ţá formlegu afstöđu flokksins ađ vera á móti ađild. Klisjunni virđist eingöngu hafa veriđ viđhaldiđ til ađ villa á sér heimildir og til ađ missa sem fćsta eindregna andstćđinga ESB-ađildar út úr röđunum. Öđru vísi verđur ekki útskýrđ ţögn ţessa fólks í örlagaríkasta máli Íslendinga um langt skeiđ. - Ţađ sama er uppi á teningnum nú í ađdraganda kosninga. Í kosningaáherslum VG eins og ţćr birtast á heimasíđu flokksins er ekki ađ finna stakt orđ um Evrópusambandiđ, af eđa á. Ţurfum viđ frekar vitnanna viđ?   

 Hjörleifur Guttormsson

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geysilega góđ og upplýsandi grein hjá Hjörleifi. Deilum henni sem víđast. ☺

Jón Valur Jensson, 26.10.2016 kl. 18:00

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţess vegna vefst oft fyrir mér ađ kalla ESb-sinna vinstrimenn,ţótt ţađ sé rétt nema  bara ekki allir.---Gamlir Alţýđubandalags liđar létu sér ekki detta í hug ţvílíka ósvinnu ,ţađ er hćgt ađ treysta ţeim.

Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2016 kl. 00:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţađ átti, Helga, til dćmis viđ um Harald heitinn Jóhannsson hagfrćđing, sem var međ M.Sc.(Econ.)-próf í hagfrćđi frá Lundúnaháskóla 1956, og starfađi víđa, jafnvel í Malaysíu. Hann tók mjög snemma, á 6. áratugnum, gagnrýna afstöđu til Efnahagsbandalags Evrópu, og međal margra rita hans á íslenzku og ensku voru Efnahagsmál, 1960; Í skugga Efnahagsbandalags Evrópu, 1963; Klukkan var eitt, viđtöl viđ Ólaf Friđriksson, 1964; Upphaf siđmenningar, 1974; Pétur G. Guđmundsson og upphaf samtaka alţýđu, viđtöl viđ Ţorstein Pétursson, 1978; og smáritiđ Rómarsamningurinn, 1961. Međal fjölbreyttra og áhugaverđra ţýđinga hans (m.a. ćvisagna og unglingabóka) voru Kaflar úr Altćku kenningunni um atvinnu, vexti og peninga, eftir John Maynard Keynes, 1961. Sjá nánar: Torfi Jónsson: Ćviskrár samtíđarmanna, Hafnarf. 1982: Skuggsjá, I. bd. bls. 593-4.

Haraldi var ég svo heppinn ađ kynnast, en svo óheppinn ađ ţiggja ekki heimbođ ţess mćta, hljóđláta gáfumanns á efri árum hans.

Jón Valur Jensson, 27.10.2016 kl. 01:05

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er getiđ fjölda ritverka hans (bara 1. síđan af 5 birtist ţar í byrjun, af 232 verkum!): 

http://leitir.is/primo_library/libweb/action/search.do;jsessionid=DBD15C0BD49DEC7BCD32A052D588210E?fn=search&ct=search&initialSearch=true&mode=Basic&tab=default_tab&indx=1&dum=true&srt=rank&vid=GEGNIR&frbg=&vl%28freeText0%29=Haraldur+Jóhannsson+&scp.scps=scope%3A%28GEGNIR%29&vl%28152889921UI1%29=all_items&vl%281UIStartWith0%29=contains&vl%28152889920UI0%29=any&vl%28152889920UI0%29=title&vl%28152889920UI0%29=any

Jón Valur Jensson, 27.10.2016 kl. 01:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

VG er einarđara í stjornarskrármálinu og vita ađ án ţess ađ gengiđ verđi frá framsali ríkisvalds í stjórnarskrá verđur ekki haldiđ áfram međ "viđrćđur".

Ekki er einusinni hćgt ađ opna kafla er varđa framsal fyrr en ađ undangengnum ţessum breytingum á stjórnarskránni. Ergo: Ţessvegna er stjórnarskrármáliđ efst á baugi og er rekiđ á lýđskruminu um auđlindir í ţjóđareign ţegar í raun er tekiđ fram í öllum lögum um auđlindir séu ţćr sameign ţjóđarinnar.

Ekkert breytist viđ ađ setja ţetta ákćđi inn í stjórnarskrć ţví ráđstöfunarvaldiđ verđur sem fyrr á höndum ţingsins. Í ţeirra málflutningi er látiđ sem Jón og Gunna muni ráđskast međ ţennan auđ. Annađhvort er ţetta himinhrópandi óheiđarleiki og lýđskrum eđa djúpstćtt skilningsleysi á eđli stjórnskipunnar og lýđrćđis.

Eina sem ţessi breyting gćti hugsanlega gert vćri ađ fćra ţinginu afdráttalausara vald til ađ ráđskast međ auđlindirnar af geđţótta og sennilega hugsađ til ađ styrkja umbođiđ til ađ afsala sér fullveldinu yfir ţeim.

Markmiđ stjórnarskrármálsin var og er frá upphafi ţetta afsal sem tekiđ er fram í 7. atriđi verkefnaskrár í lögum um stjórnlagaţing.

Nokkuđ sem hentuglega var ekki spurt um í meintri ţjöđaratkvćđagreiđslu um stjórnarskrá.

Aldrei of oft minnt á hvernig ţađ mál byrjađi og kominn tími til ađ opinbera ţađ svo ekki verđi neinn vafi á tengslum ţessara tveggja mála.

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 06:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 969590

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband