Leita í fréttum mbl.is

ESB-flokkarnir fengu útreið í kosningunum

Það er alveg ljóst að þeir flokkar sem helst hafa barist fyrir aðild að ESB, Samfylking og Björt framtíð, buðu afhroð í Alþingiskosningunum í gær. Sérstaklega á það við um Samfylkingu sem var við það að þurrkast út, verður minnstur þingflokka og fær aðeins 5,7% atkvæða og 3 þingmenn. Flokkurinn náði engum þingmanni í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson, sá er keyrði áfram umsóknina um aðild að ESB árið 2009, nær ekki kjöri. Hinn ESB-flokkurinn, Björt framtíð, tapar tveimur þingmönnum, fær aðeins fjóra.

Þótt ESB-aðild hafi ekki verið stærsta kosningamálið og margir flokkar hafi farið eins og köttur í kringum heitan graut því máli eru þetta eftirtektarverð tíðindi.


mbl.is Lágmark þriggja flokka ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðreisn er jú ESB klofningur frá sjalfstæðisflokki og stofnaður upphaflega með það markmið eitt að koma okkur í ESB. Kosningabaráttuna kusu þeir samt að heyja með því að tala sem minnst um þetta meginmarkmið og blekkja þar með stóran hluta kjósenda sinna.

Það er á yfirborðinu meirihluti á þingi með já/nnei kosningu og það verður farsælast að drífa það af áður en stórskaði hlýst af.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 12:55

2 Smámynd:   Heimssýn

Þetta er rétt. Viðreisn hætti að mestu að tala um ESB, fór að tala um myntráð og síðan almennt um fast gengi. 

Heimssýn, 30.10.2016 kl. 13:12

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Yfirlýsingar Benedikts í morgun hafa ekki aukið álit mitt á honum. Hann sem lafði inni sem viðbótarþingmaður telur það liggja beinast við að hann fái stjornarmyndunarumboðið, en á sama tíma er hann búinn að útiloka samstarf við alla nema Samfylkinguna og Bjarta Framtíð.

Hann hefur vafalaust hugsað sér í samstarf með Samfylkingunni í upphafi til að ná markmiðum sínum. Sennilega búist við að sá flokkur fengi miðjufylgið. Hann virðist þó ekki vera búinn að fatta að Samfylkingin er ekki til lengur nema að nafninu til. :D

Framsókn er í þeirri furðulegu stöðu að sjálfstæðisflokkur getur sennilega hvorki myndað stjórn með þeim né án þeirra. 

Jón Steinar Ragnarsson, 30.10.2016 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.12.): 7
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 1746
  • Frá upphafi: 1176919

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 1584
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband