Leita í fréttum mbl.is

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins gagnrýnir ESB-nálgunina

Þorbjörn Þórðarson, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, fjallar um stjórnarmyndunarviðræðurnar í forystugrein í blaðinu í dag. Þar ræðir hann um þrjú erfið mál og er ESB-málið eitt þeirra. Í þeim efnum segir Þorbjörn:

Eitt stórt mál sem ná þarf sátt um í texta stjórnarsáttmálans snýr að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild. Björt framtíð vill að þjóðin „taki afstöðu til aðildar á grunni fullkláraðs samnings í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Viðreisn vill „bera undir þjóðaratkvæði hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið“.

Hvernig á að orða spurninguna í þjóðaratkvæðagreiðslunni? Og hvenær á að tímasetja hana? Evrópusambandið stendur á tímamótum. Meirihluti Breta greiddi atkvæði með úrsögn úr sambandinu í júní. Á sama tíma eru ríkin 19 í myntsamstarfinu um evruna enn að bíta úr nálinni með afleiðingar skuldakreppunnar. Það er líka áhugavert að velta fyrir sér hvernig eigi að „selja“ íslenskum kjósendum þetta mál. Er „sölupunkturinn“ sá að aðild að ESB sé gott markmið því í fyllingu tímans verði eftirsóknarvert að ganga inn í Evrópska myntbandalagið og taka upp evru?

Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, færir fyrir því rök í nýrri bókevran hafi verið gölluð frá byrjun. Í reynd hafi flestir tapað á myntsamstarfinu og kerfisgallarnir í því feli í sér „óyfirstíganlegar hindranir“. Ein af þeim leiðum sem hann nefnir til úrbóta er að Þjóðverjar hætti í evrunni. Önnur er að brjóta samstarfið upp í tvö myntsvæði. Óbreytt ástand gangi ekki til lengdar. Evrusamstarfið sé dauðadæmt í núverandi mynd. Ætla stjórnmálamenn að selja íslenskum kjósendum að það sé eftirsóknarvert að taka upp evruna þegar einn fremsti peningahagfræðingur heims gefur evrunni þessa einkunn?

 

Leturbreyting er Heimssýnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er Heimssýn búin að sparka Breska ICESAFE-hagfræðingnum Bugheit, sem sá um svokallaða samninga um ICESAFE ásamt einræðisherra Framsóknarflokksins: Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni?

Er Sigmundar-styðjandi Vígdís Hauksdóttir ekki háttsett og háttvirt hjá samtökunum Heimssýn ennþá? Eru þau Sigmundur og Vigdís búin að skipta um bæði fjármálatrúboðs-hagfræðing og skoðun?

Eða hvað er eiginlega í gangi hjá þessu svokallaða Heimssýn, sem ég trúði einu sinni að væri sæmilega heiðarlegt og siðmenntað hugsjónafélag?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.11.2016 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 300
  • Sl. sólarhring: 470
  • Sl. viku: 2381
  • Frá upphafi: 1188517

Annað

  • Innlit í dag: 262
  • Innlit sl. viku: 2158
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 246

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband