Leita í fréttum mbl.is

Hugtakaruglingur á Ríkisútvarpinu

Þorvaldur Friðriksson fréttamaður sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins rétt í þessu að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar á Ítalíu í gær um stjórnarskrárbreytingar væri túlkuð sem áfall fyrir Evrópusinna í landinu. Þessi orðanotkun er ónákvæm og er í raun áróðursbragð þeirra sem aðhyllast aðild Íslands að ESB. Það er jafn fjarri lagi í þessu samhengi að tala um Ítala sem Evrópusinna og það að tala um íbúa Reykjavíkur sem Íslandssinna. Ísland er þar sem það er og Reykvíkingar eru hluti af því á sama hátt og Ítalía er og verður hluti af Evrópu. Það sem verið er að vísa til snýst ekki um Evrópu heldur um Evrópusambandið. Það er allt annað. Á sama hátt er rétt að tala um ESB-þingið en ekki Evrópuþingið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já svona ruglingur er óþolandi.  Ríkisútvarpið ætti ekki að nota svona villandi orð.  Orðið "Evrópusinni" er orðskrípi notað af alloft mörgum og oftast af ESB-sinnum.  Orðið segir beint og óbeint að allir þeir sem vilji ekki ganga í eða eru hreinlega á móti ESB valdabákninu, séu á móti Evrópu og Evrópubúum og jafnvel hati Evrópu. 

Svo er það andstæðu-orðskrípið "Evrópuandstæðingur".  Hvað er "Evrópuandstæðingu"?  Jú manneskja sem er á móti Evrópu.  Veit ekki um neinn sem er á móti álfunni Evrópu, nema villimenn ISIS. Það var læknir í Moggablogginu sem notaði það orð nýlega.

Elle_, 5.12.2016 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 203
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 2560
  • Frá upphafi: 1182610

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 2238
  • Gestir í dag: 173
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband