Leita í fréttum mbl.is

ESB er ófært um að gera umbætur

Daniel HannanDaniel Hannan, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, segir tvö stærstu verkefni ESB, evruna og Schengen, hafa beðið skipbrot. „Ég held að aðalvandamál ESB sé að það er ófært um að gera umbætur á sjálfu sér. Það fylgir fast eftir stefnumörkunum sem augljóslega eru að mistakast, en tvö stærstu verkefni þess á síðustu 20 árum, evran og Schengensvæðið, hafa hvort tveggja gersamlega beðið skipsbrot.“

Þetta segir Daniel Hannan í viðtali við Viðskiptablaðið, en Daniel er þingmaður breska Íhaldsflokksins á þingi ESB. Hann hefur í gegnum árin margoft komið hingað til lands ásamt því að vísa óspart á gott gengi Íslands utan Evrópusambandsins í baráttu sinni fyrir útgöngu lands síns úr sambandinu.

Í viðtali við Viðskiptablaðið segir hann:

„Mér varð ljóst að við myndum vinna daginn sem David Cameron, fyrrum forsætisráðherra, kom til baka frá viðræðum við forystumenn Evrópusambandsins án samþykkis fyrir því að breska ríkið gæti fengið nokkurt einasta valdaframsal til baka frá Brussel,“ sagði Daníel Hannan þegar Viðskiptablaðið ræddi við hann þar sem hann var staddur á heimili sínu.

„Því ef hann hefði getað komið þaðan, þó ekki nema með smávægilegustu endurheimtur á fullveldi, hefði hann getað sagt, að nú hefðum við sett fordæmið, að hann hefði sýnt fram á að mögulegt væri að fá völd til baka frá Brussel, í stað þess að þau færist sífellt frá þjóðríkjunum til Evrópusambandsins.“

Hins vegar hafi hann komið til baka án nokkurs valdaframsals, án nokkurrar minnkunar fjárframlags til sambandsins og í raun ekki einu sinni samning, að sögn Hannan.

„Ég hélt baráttufundi upp á hvern einasta dag á þessum tíma og viðbrögðin voru samstundis alls staðar þau sömu,“ segir Hannan sem segir að fólk hafi spurt sig einfaldrar spurningar.

„Ef þeir fara svona með okkur, næst stærsta fjárhagsbakhjarl sambandsins, áður en við höldum þjóðaratkvæðagreiðsluna, það er að gefa ekki minnstu spönn eftir, hvernig munu þeir þá koma fram við okkur daginn eftir að við kjósum að halda okkur í sambandinu?“

Spurður út í hvers vegna hann hafi fórnað þægilegu og vel launuðu starfi sem þingmaður í hjarta valdsins í Brussel og barist gegn því segir Hannan ástæðuna vera í raun einfalda.

„Það minnir mig á þegar ég var á ferð um Austur-Evrópu þegar ég var táningur. Þá gátu allir séð að þörf var á umbótum en kerfið var ófært um það og þurfti að lokum að skipta því út fyrir annað. Það eru svo sterkir hagsmunir fyrir því að halda hlutunum óbreyttum.“

Vísar Daniel Hannan meðal annars í loforð um að allir myndu græða á evrunni.

„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði að með því einfaldlega að taka upp evru myndi það bæta einu prósentustigi við verga landsframleiðslu á hverju ári það sem eftir væri, til viðbótar við allt annað sem myndi gerast, sem hljómar fáránlega í dag,“ segir Hannan.

„Bæði evran og Schengensvæðið eru áætlanir sem ekki geta staðið af sér vond veður, heldur eru bara byggð fyrir góðviðrisdaga. Fyrst kom skuldakreppan sem sýndi veikleika sameiginlega gjaldmiðilsins og svo flóttamannavandinn sem hefur gert Schengensvæðið gersamlega marklaust.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 346
  • Sl. viku: 2115
  • Frá upphafi: 1188251

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 1923
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband