Leita í fréttum mbl.is

Evruríkin eru læst inni í harmkvælaástandi, segir Jón Baldvin

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var í hressilegu viðtali í Silfrinu hjá Agli Helgasyni í morgun. Þar sagði Jón Baldvin að peningamálasamstarfið, þ.e. evrusamstarfið, í Evrópu vera ónýtt. Hafa ber í huga að þarna talar sá maður sem einna harðast barðist fyrir því á sínum tíma að tekið yrði upp nánara samstarf við ESB. En ekki lengur. 

Jón Baldvin sagði að evrusamstarfið væri tæknilega ónýtt. Evrukerfið réði ekki við þau áföll sem dunið hefðu yfir. Öðrum hagkerfum hefði tekist það betur. Sökudólgurinn væri m.a. Maastricht-samkomulagið sem legði ýmsar byrðar á aðildarríki evrusamstarfsins varðandi hagstjórn sem væri óskynsamleg til lengdar. Almenningur í Evrópu væri látinn borga skuldir fjárglæframanna. Bankarnir hefðu ekkert svigrúm til að stuðla að hagvexti og hagsæld. Evrópuríkin væru því læst inni í harmkvælaástandi. Það er búið að eyðileggja Grikkland, sagði Jón Baldvin. Hagkerfið þar væri fjórðungi minna en áður. Evran væri búin að eyðileggja hagkerfi Suður-Evópu; Ítalíu, Spánar, Kýpur og Grikklands. Atvinnuleysi ungs fólks á Spáni væri um 50%. Hvers konar þjóðfélag er þetta?, spurði Jón Baldvin í samtalinu við Egil.

Jón sagði að fjöldaatvinnuleysi væri byggt inn í þetta ónýta fjármálakerfi evrussamstarfsins. Hagkerfið væri læst inni í samdrætti og almenningur væri látinn borga skuldir auðmanna. Þess vegna væri lýðræðið að bresta í þessum löndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 993135

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband