Leita í fréttum mbl.is

Goldman Sachs hjálpuðu Grikkjum að svindla sér inn á evrusvæðið

Þau voru athyglisverð ummælin hjá Ögmundi Jónassyni, fyrrum þingmanni og ráðherra, í þættinum Silfrið í Sjónvarpinu um að hinn stóri alþjóðlegi fjárfestingabanki Goldman Sachs hefði hjálpað Grikkjum að svindla sér inn á evrusvæðið. Það er jú vitað að hagskýrslur sögðu ekki rétta sögu um grískan efnahag þegar Grikkir sóttust eftir að fá að taka upp evru. Síðustu 10 árin eða svo hefur evran verið Grikkjum vaxandi fjötur um fót.

Hlutur hins alþjóðlega stórbanka, Goldman Sachs, er forvitnilegur og við stutta leit á alnetinu kom upp frétt í breska fjölmiðlinum Independent þar sem segir frá því hvernig Grikklandi tókst að halda sig innan svokallaðra Maastricht-viðmiða, sem var forsenda fyrir evruupptöku, með flóknum fjármálagjörningum þessa stóra alþjóðlega fjárfestingabanka sem áttu að láta opinberar skuldir Grikkja líta betur út.

Þau eru mörg vítin sem ber að varast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hagstofa ESB, Eurostat, aðstoðaði einnig dyggilega.

Þýskaland gerði hið sama og Grikkland, en á annan hátt.

Frakkland gerði hið sama, en á annan hátt. 

Sjá: Europe's Original Sin - National Leaders Ignored Greece's Soaring Debt for Years (Wall Street Journal 3. mars 2010)

og

Þýskaland felur skuldbindingar ríkissjóðs í skattaskjólum  4. desember 2013.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.4.2017 kl. 15:49

2 Smámynd:   Heimssýn

Takk fyrir þessar ábendingar, Gunnar.

Heimssýn, 2.4.2017 kl. 15:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held að efnahagsförðun sé sérstakt fag í bankageiranum. Greiningardeildir byggja á slíkum förðunarmeisturum. :)

Nú keppast þeir við að fegra þensluna hér og segja okkur að nú sé þetta allt annað en 2007. Það er púðrað og varalitað hægri vinstri og við erum bara nokkuð hress með það.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2017 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2021
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 699
  • Frá upphafi: 995173

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 483
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband