Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin viðurkennir fals, og óheilindi forystumanna jafnaðarmanna

jonbaldvinJón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lætur í veðri vaka, nú á 25 ára afmæli EES-samningsins, að hann hafi aðeins átt að vera brú yfir í fulla aðild að ESB (EB eins og það hét þá). Andstæðingar Alþýðuflokksins héldu því ýmsir fram á sínum tíma að helstu hvatamenn EES trúðu því og vildu að EES yrði þessi brú. Fyrir þetta þrættu Alþýðuflokksmenn, að minnsta kosti framan af.

Nú, 25 árum seinna, viðurkennir Jón Baldvin falsið í forystumönnum Alþýðuflokksins. Hann segir í grein á Eyjunni: „EES-samningurinn hefur reynst vera mun langlífari en við, sem að honum stóðum í upphafi, gerðum ráð fyrir. Í okkar hugum var hann brúarsmíð, sem átti að brúa bil í sögulegri þróun, sem við gerðum ráð fyrir, að yrði skammvinnt.“

Alþýðuflokkurinn setti aldrei fram tillögu á Alþingi um að Ísland gerðist aðili að EB á þessum árum fyrir samþykkt EES-samningsins þótt flestir vissu reyndar að þangað stefndi hugur margra krata á þeim tíma. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kvennalistakona var þó heiðarlegri í þeim efnum þegar hún sagði að hún stæði klofvega á girðingu í málinu og vissi ekki í hvora áttina hún ætti að stefna.

Jón Baldvin dásamar samt EES - en gleymir því að EES-samningurinn var það fyrirkomulag sem auðveldaði hvað mest útrás íslensku bankanna fyrir hrunið - og sem gerði það að verkum að fjármálaáfallið hér á landi varð margfalt stærra en það hefði annars orðið.

Reynslan hefur hins vegar kennt Jóni að ESB er meingallað og að það er ekki fýsilegt fyrir Íslendinga að sækja þar um inngöngu. Hann segir í lokin á sínum pistli á Eyjunni: „Evrópusambandið er nú um stundir í tilvistarkreppu, sem ekki er séð fyrir endann á.“

Það er kannski kominn tími til þess að fara vandlega yfir EES-ferlið frá upphafi?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn frýr honum vits svo brúki til bakbits. Þetta varð að rýma hjá mér,einskonar heitstrenging.

Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2017 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 42
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1149
  • Frá upphafi: 993133

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 988
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband