Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi andstaða við EES-samninginn í Noregi

Fréttir frá Noregi bera það með sér að Norðmenn séu í vaxandi mæli farnir að efast um ágæti EES-samningsins. Nýleg skoðanakönnun gefur til kynna að ríf­lega fjór­ir af hverj­um tíu Norðmönn­um vilji annað hvort segja upp aðild Nor­egs að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) eða end­ur­semja um hann. Rúm­ur þriðjung­ur vilji hins veg­ar halda í samn­ing­inn eins og hann er í dag eða 35%.

Þetta kemur fram í viðfestri frétt mbl.is.

Þar kemur enn fremur þetta fram:

Frétt mbl.is: Vilja þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn

Fram kem­ur í frétt norska dag­blaðsins Nati­on­en að af þeim sem vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann séu 15% í fyrri hópn­um en 27% í hinum. Fram kem­ur að íbú­ar í þétt­býli séu já­kvæðari fyr­ir því að halda í EES-samn­ing­inn en þeir sem búa í dreif­býli. Tæp­lega tveir þriðju hlutar stuðnings­manna Miðflokks­ins og Fram­fara­flokks­ins vilja annað hvort segja samn­ingn­um upp eða end­ur­semja um hann.

Frétt mbl.is: Hafn­ar inn­göngu í ESB

Sam­kvæmt niður­stöðum annarr­ar skoðana­könn­un­ar í Nor­egi á dög­un­um sýndi 23% hlynnt EES-samn­ingn­um en 35% á því að segja skipta hon­um út fyr­ir hefðbund­inn fríversl­un­ar­sam­ing. Í sömu könn­un vildu 47% þjóðar­at­kvæði um EES-samn­ing­inn en 20% voru því and­víg. Tölu­verð umræða er í Nor­egi um framtíð samn­ings­ins.


mbl.is Skiptar skoðanir um EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 183
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 1845
  • Frá upphafi: 1183429

Annað

  • Innlit í dag: 163
  • Innlit sl. viku: 1622
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband