Leita í fréttum mbl.is

Sendiherra ESB á Íslandi með uppsteyt á fundi Heimssýnar

MichaelMannÞað vakti talsverða athygli fundargesta á nýlegum fundi Heimssýnar og fleiri með David Jones, fyrrverandi Brexit-útgönguráðherra Breta, á fimmtudag í síðustu viku þegar nýr sendiherra ESB á Íslandi, Michael Mann, mætti til fundarins með fríðu föruneyti og var með uppsteyt í lok fundarins.

Sendiherrann tók til máls þegar komið var að fyrirspurnum og mótmælti ýmsu í málflutningi Jones, s.s. um tilhneigingu til samrunaþróunar í ESB. David Jones hlustaði á athugasemdir sendiherrans, en þegar Jones hóf að svara greip sendiherrann til ráða sem varla er hægt að kenna við góða hegðun diplómata og greip margsinnis fram í með nöldurtón og skiptist á búkhljóðum og meðfylgjandi augngotum og svipbrigðum við starfsfólk sitt. Að endingu varð Jones að biðja sendiherrann um að fylgja viðurkenndum fundarreglum og sýna álíka kurteisi og aðrir fundarmenn höfðu sýnt.

Nánar verður greint frá fundinum fljótlega hér á bloggsíðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skömm er að þessari framkomu.

Jón Valur Jensson, 14.11.2017 kl. 13:09

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eru ESB fulltrúar að taka af sér silkihanskana? 

Kolbrún Hilmars, 14.11.2017 kl. 13:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þegar menn fara að hegða sér svona segir það aðeins eitt - þeir eru komnir í bullandi vörn.

Ragnhildur Kolka, 14.11.2017 kl. 13:41

4 identicon

Hann hefði vel mátt sýna smá sjálfstjórn og kurteisi þó mótherjinn svari spurningum með útúrsnúningum, bulli og rangfærslum. Sérstaklega þegar grunnhyggnum hættir til að dæma samtökin í heild og tali í fleirtölu hagi einn fulltrúi sér illa.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.11.2017 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 65
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 2028
  • Frá upphafi: 1176882

Annað

  • Innlit í dag: 59
  • Innlit sl. viku: 1847
  • Gestir í dag: 57
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband