Laugardagur, 25. nóvember 2017
Vilja virkja Gullfoss!
Hugmyndir um að virkja Gullfoss voru á sínum tíma kynntar undir flaggi framfara og ódýrari raforku. Nú eru fæstir á því að hugmyndin hafi verið góð. Sterk öfl virðast samt enn á ný vera tilbúin að að taka áhættu með einstaka íslenska náttúru og erfðafræðilegra sérstöðu fyrir skammtímagróða. Málflutningurinn er klæddur í svipaðan búning viðskiptafrelsis og framfara eins og gert var fyrir rúmri öld.
Þetta segir Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri í grein í Morgunblaðinu í dag.
Hann segir enn fremur í greininni:
Íslenskir stofnar eru einstæðir og viðkvæmir
Íslensku stofnanir eru litlir og einangrunin veldur því að þeir hafa ekki komist í tæri við ýmsa sjúkdóma sem eru landlægir víða annars staðar. Þeir er því viðkvæmir gagnvart hvers konar sýkingum. Nýlegt dæmi er hrossapestin sem olli hér miklum búsifjum árið 2010 en talið er líklegt að hún hafi borist með notuðum reiðtygjum. Þá hafa allar tilraunir til innflutnings á sauðfé til kynbóta valdið skaða vegna sjúkdóma sem bárust með innfluttu dýrunum. Skaðinn var stundum mikill og litlu hefur mátt muna að íslenska sauðfjárkynið þurrkaðist út. Hættan er raunveruleg, en samkvæmt FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, hafa um eitt þúsund búfjárkyn dáið út í heiminum á síðustu hundrað árum.
Miklu færri dýrasjúkdómar hér
Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) heldur utan um tölfræði um 119 dýrasjúkdóma í heiminum. Alls hafa 18 þeirra, eða 15%, fundist á Íslandi. En 101 þeirra, eða 85%, hefur aldrei orðið vart hér. Til samanburðar hafa a.m.k. 90, eða 76% þeirra fundist á Spáni. Í Þýskalandi hefur a.m.k. 71, eða 60% þessara sjúkdóma fundist. Spánn og Þýskaland eru meðal þeirra ríkja þar sem mest er notað af breiðvirkum sýklalyfjum í landbúnaði í Evrópu og því miklar líkur á stökkbreyttum fjölónæmum bakteríum sem geta valdið óviðráðanlegum sjúkdómum. Nú þegar er flutt inn frosið kjöt hingað frá þessum löndum en frysting minnkar verulega líkurnar á því að sjúkdómar berist með innflutningum.
Hrátt kjöt er stór áhættuþáttur
Samkvæmt OIE brutust þeir sjúkdómar sem fylgst er með alls 6.879 sinnum út í heiminum árið 2016 (e. outbreaks). Tilfelli í Evrópu voru 5.595. Á Íslandi greindist eitt tilfelli (riðuveiki í sauðfé). Dýrasjúkdómar breiðast út með ýmsum hætti, t.d. með flutningi á lifandi dýrum eða tækjum og áhöldum sem notuð eru við dýraeldi eða í matvælaiðnaði. Einn af áhættuþáttunum er flutningur á hráu kjöti. Mörg lönd, sérstaklega eyríki, beita ströngu regluverki til að vernda dýrastofna. Frægasta dæmið er líklega á Galapagos-eyjum en einnig má nefna Japan og Nýja-Sjáland sem er með mjög strangar hömlur á innflutningi matvæla og annarra dýraafurða sérstaklega á hráu kjöti. Þar er fyrst og fremst verið að hugsa um möguleg áhrif á húsdýrastofna.
Galnar hugmyndir ganga aftur
Stjórnvöld og almenningur í þessum löndum gera sér grein fyrir því að berist nýir sjúkdómar til eyjanna getur það mögulega þýtt útdauða dýrategunda. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif gætu orðið mikil auk neikvæðra áhrif á náttúru og líffræðilegan fjölbreytileika. Þrátt fyrir að hugmyndir um virkjun Gullfoss hafi á sínum tíma verið kynntar undir flaggi framfara og ódýrari raforku, eru fæstir á því núna að hugmyndin sé góð. Sterk öfl virðast samt enn á ný vera tilbúin að að taka áhættu með einstaka íslenska náttúru og erfðafræðilegra sérstöðu fyrir skammtímagróða. Málflutningurinn er klæddur í svipaðan búning viðskiptafrelsis og framfara eins og gert var fyrir rúmri öld.
Óafturkræf náttúruspjöll
Innflutningur á hráu kjöti eykur verulega líkur á því að áður óþekktir dýrasjúkdómar berist hingað til lands. Mótstaða innlendu búfjárkynjanna er ekki til staðar og hugsanlegt, fari allt á versta veg, að þau hreinlega þurrkist út. Fari svo verður ekki aftur snúið. Engu máli skiptir þótt hægt sé að reikna sig niður á að líkurnar séu ekki miklar. Skynsamlegra væri að horfa heldur til landa eins og Nýja-Sjálands til að tryggja að við getum skilað einstæðri náttúru og erfðaauðlind Íslands til komandi kynslóða.
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 188
- Sl. sólarhring: 280
- Sl. viku: 2557
- Frá upphafi: 1165185
Annað
- Innlit í dag: 162
- Innlit sl. viku: 2185
- Gestir í dag: 152
- IP-tölur í dag: 150
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.