Leita í fréttum mbl.is

Haraldur Ólafsson kjörinn formaður Heimssýnar

Har_KathrHaraldur Ólafsson prófessor var í kvöld kjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins sem var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík. Haraldur tekur við formennsku af Ernu Bjarnadóttur sem verið hefur formaður síðastliðið ár, en hún var áður gjaldkeri félagsins og í framkvæmdastjórn til nokkurra ára. Á aðalfundinum í kvöld voru samþykktar ályktanir sem nánar verður greint frá síðar, auk þess sem Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi, flutti stórfróðlegt erindi um það hvernig EES-samningurinn dregur smám saman úr fullveldi Noregs ef ekki er spyrnt við fótum. Um þessar mundir snýst baráttan um að halda orkumálum utan áhrifasviðs EES og ESB, sem er nokkuð sem fremur lítið hefur verið rætt hér á landi til þessa. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á aðalfundinum í kvöld. Á efstu myndinni eru Haraldur Ólafsson, nýkjörinn formaður Heimssýnar og Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU. Á næstu mynd er Erna Bjarnadóttir, fráfarandi formaður Heimssýnar, Kathrine Kleveland og Haraldur Ólafsson. Á þriðju myndinni má sjá Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann, í ræðustól á fundinum.

 

E_K_H

 

frosti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Vona að það hafi verið hlustað á Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi. Það er komin tími á að gera einhvað í þessum málum.

Valdimar Samúelsson, 1.3.2018 kl. 22:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir það Valdimar.

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2018 kl. 23:44

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki er að finna í neinum fjölmiðli frétt af fundinum eða erindi Katherine Kleveland! Voru fjölmiðlar ekki boðaðir á fundinn? Eða eru samantekin ráð hjá þeim að fjalla ekkert um erindi Katherine?

Gunnar Heiðarsson, 2.3.2018 kl. 04:53

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Fréttatilkynning um fundinn var send á fjölmiðla og hátt í heilsíðu viðtal við Kathrine Kleveland í Morgunblaðinu í gær. 

Erna Bjarnadóttir, 2.3.2018 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 19
  • Sl. sólarhring: 370
  • Sl. viku: 1954
  • Frá upphafi: 1184361

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 1682
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband