Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar geta komið í veg fyrir þátttöku Norðmanna í orkusamstarfi ESB

Har_KathrGreint er frá því á fréttavefnum E24 að Íslendingar geti komið í veg fyrir að Norðmenn taki þátt í orkusamstarfi Evrópuríkja þótt norska Stórþingið hafi samþykkt að feta þá leið. Miðillinn greinir frá því að bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur séu á móti því að Ísland taki þátt í orkusamvinnunni og að Vinstri græn séu með efasemdir, en eins og kunnugt er myndi þátttaka í samvinnunni færa vald yfir orkumálum Íslendinga til Brussel. Skilja má umfjöllun Norðmanna þannig að nú þurfi Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, að berjast fyrir því að Íslendingar samþykki orkusamning ESB.

Fréttamiðillinn ræðir meðal annars við Harald Ólafsson, prófessor og formann Heimssýnar, sem segir að mun meiri efi ríki nú í hugum fólks á Íslandi um EES-samvinnuna en fyrir fimm árum.

Fram kemur í umfjölluninni að ef Alþingi samþykkir ekki þátttöku Íslendinga í orkusamvinnunni - myndi það leiða til þess að Norðmenn yrðu einnig að gefa hana upp á bátinn. Rætt er við Frosta Sigurjónsson, Eirík Bergmann og EES-sérfræðinginn Halvard Haukeland Fredriksen, auk Ernu Solberg og Haralds Ólafssonar.

Á myndinni eru Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar og Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi, en myndin var tekin á nýlegum aðalfundi Heimssýnar þar sem Kathrine flutti ræðu um það hvernig EES-samningurinn er smám saman að draga úr fullveldi Noregs.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er leitt að þurfa að búa við þessa óvissu. Hefur alþingi ekki rætt þetta mál og eða sett það fram sem frumvarp.

Valdimar Samúelsson, 3.4.2018 kl. 13:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þessa óvissu Valdimar minn? Höfum við ekki verið umkringd óvissu um sjálfstæði okkar öll árin frá hruni,næstum allan tímann sem maður hélt sig nokkuð óhultan í vinahópi norðurlanda.Við höfum fengið lexíu sem ætti að duga til að vera á verði og treysta ekki blindandi á flokka sem ljúga blygðunarlaust fyrir evrópska "almmætti sitt" svo eftir sætum við á vonarvöl.Styrkjum hreyfingu eins og Heimssýn,sem er sívirkt og alltaf með sterka menn í forsæti.   

Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2018 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband