Leita í fréttum mbl.is

ESB er að grafa undan EES-samningnum

eösÞað kemur nú æ betur í ljós að EES-samningurinn er ekkert annað en hægfara aðlögun Íslands, Noregs og Liechtenstein að ESB í anda þeirrar hugmyndafræði sem Jean Monnet og fleiri settu fram á sjötta áratug síðustu aldar (gradualist approach for constructing European unity - eða spægipysluaðferðin). Norska þjóðin er að spyrna við fótum vegna þessa og æ fleiri Íslendingar átta sig nú á þessu. 

Því er athyglisvert að fylgjast með nýjasta innleggi norsku samtakanna Nei till EU í þessu, en í nýlegri skýrslu eru þau að fjalla um það hvernig EES-samningurinn þenst stöðugt út með viðbótum á sviði banka- og fjármála, samgöngumála og orkumála en á þeim sviðum sé verið að færa æ meira vald til ESB og þar með sé verið að grafa undan því tveggja stoða kerfi sem EES-samningurinn átti að byggja á þar sem fullveldi EFTA-landanna yrði viðhaldið. Nú sé verið að kippa annarri stoðinni undan samningnum og þar með innlima EFTA-kerfið í ESB. 

Hversu margir ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafa spyrnt við fótum í þessu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við spurningunni í síðustu málsgreininn er svarið fremur einfalt:  EKKI EINN EINASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR HEFUR GERT MINNSTU TILRAUN TIL AÐ SPORNA VIÐ ÞVÍ AÐ LANDIÐ SÉ INNLIMAÐ "BAKDYRADYRAMEGIN" INN Í ESB.  Eini stjórnmálaflokkurinn sem eitthvað hefur snert á þessum málum er MIÐFLOKKURINN Það er langt síðan kom tími9 á endurskoðun á EES samningnum......

Jóhann Elíasson, 5.5.2018 kl. 13:25

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Góður pistill hjá Heimssýn, en ég verð líklega að leiðrétta Jóhann Elíasson sem fullyrðir að "EKKI EINN EINASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR HAFI GERT MINNSTU TILRAUN TIL AÐ SPORNA VIÐ ÞVÍ AÐ LANDIÐ SÉ INNLIMAÐ BAKDYRAMEGIN INN Í ESB". 
Hið rétta er að þegar ég sat á þingi gerði ég (og reyndar margir fleiri þingmenn) ítrekaðar tilraunir til að sporna við innleiðingu íþyngjandi laga og reglna frá ESB. Auk þess hefur Framsóknarflokkurinn ályktað að taka skuli til endurskoðunar EES samninginn og skoða aðra valkosti. Framsóknarflokkurinn hefur einnig ályktað gegn innleiðingu þriðja orkupakkans ACER í EES samninginn, sama hafa sjálfstæðismenn gert. Sjálfur andmælti ég innleiðingu þriðja orkupakkans ítrekað þegar ég átti sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. En það er alveg rétt hjá Jóhanni að fleiri stjórnmálamenn mættu taka undir í þessari baráttu gegn viðleitni ESB til að seilast til áhrifa í EES ríkjum. Bestu kveðjur Frosti Sigurjónsson.

Frosti Sigurjónsson, 5.5.2018 kl. 16:00

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Fyrir þingmenn ætti að vera ágætisviðspyrna í Stjórnarskránni gegn viðbótum í EES-samninginn, sem fela í sér skýlaust Stjórnarskrárbrot á borð við það, þegar stofnun ESB seilist til áhrifa hér um útibú sitt, sem er óháð íslenzkum stjórnvöldum, og ágreiningsmál fara auðvitað ekki fyrir íslenzka dómstóla, heldur EFTA-dómstólinn og nú síðast í persónuverndarmálinu til ESB-dómstólsins í Lúxemborg.  Það verður að fara að spyrja þjóðina þeirrar spurningar og hún að svara í atkvæðagreiðslu, hvort hún samþykki þá vegferð, sem nú virðist eiga að hefja og kemur fram á hverju sviðinu á fætur öðru: bankaeftirlit, orkumál, persónuvernd, svo að ekki sé nú minnzt á matvælalöggjöfina, þar sem ekkert tillit hefur verið tekið hingað til til sérstöðu Íslands.

Bjarni Jónsson, 5.5.2018 kl. 17:26

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Lichtenstein uppfyllir ekki lýðræðisleg skilyrði til þess að ganga í Evrópusambandið. Þar sem þar ríkir einvaldur og slíkt er ekki í samræmi við lýðræðislegar kröfur Evrópusambandsins og aðildarsáttmála þess.

Nei til EU í Noregi eru ómarktækir fúskarar og raðlygarar.

Staðreyndin er að EES samningurinn er að úreldast vegna þess að Evrópusambandið hefur breytt uppbyggingu sinni frá því að EES samningurinn var samþykktur árið 1992. Það er búið að leggja niður og sameina margar af þeim stoðum sem hann hvílir á innan Evrópusambandsins og það var gert svo snemma sem árið 1999. Frekari breytingar með Lisbon sáttmálanum hafa breytt uppbyggingu Evrópusambandsins þannig að EES samningurinn er núna lengra frá sínu upprunalega kerfi en var í upphafi.

Evrópusambandið fór í þessar breytingar vegna aukins fjölda aðildarríkja og til þess að styrkja lýðræðið innan Evrópusambandsins, tryggja hagsmuni og stöðu allra aðildarríkja sinna og koma með umbætur innan Evrópusambandsins í framkvæmt sem hafði verið rætt um áratugina á undan (fagmennska er hugtak sem íslenskir stjórnmálamenn skilja illa eða alls ekki).

Þeir sem vilja segja upp EES samninginn án þess að til komi aðild að Evrópusambandinu á móti eru fávitar.

Það yrðir til mikilla hagsmunabóta fyrir almenning á Íslandi að Ísland gengi í Evrópusambandið og evra yrði tekin upp eftir nokkura ára undirbúningstíma. Þetta yrði einnig til mikilla hagsmunabóta fyrir fyrirtæki að Ísland mundi ganga í Evrópusambandið.

Allur sjávarútvegur Íslands (stóru fyrirtækin) starfa núnan innan Evrópusambandsins og flest af þessum fyrirtækjum gera nú þegar upp í evrum frekar en íslenskum krónum (nokkur gætu gert upp í bandaríkum dollurum en ég er ekki viss um það atriði). Andstaða þessrara fiskfyrirtækja við aðild Íslands að Evrópusambandinu er því fáránleg.

Jón Frímann Jónsson, 6.5.2018 kl. 01:05

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki ætla ég mér að kalla sjálfan mig sérfróðan í báðum nefndum aðilum, þá EES eða ESB. Hitt veit ég að með upptöku EES samnings hefur marg leitt okkar (enn þá sameinuðu) þjóð að betra lífi. Vissulega hafa margir náð að nýta sér samninginn betur, aðrir minna en jú, við höfum sjávarútveginn sem nýtur góðs af færslu fjármagns á milli landa. Við höfum aðlagað grundvallar þætti eins og aðskillnað dómsvalds og framkvæmdarvalds. Við höfum sterkari neytendalöggjöf, lægri verð á fjarskiptum til útlanda og nú síðar í Maí tryggir ESB okkur frekari persónuvernd.

Ekki verður haldið áfram nema að tala um galla við inngöngu í ESB en þá má sjá að möguleg hefðum við minni áhrif en margur vill. En við hefðum alltaf einn framkvæmdarstjóra við borðið, okkar Amtmann við ESB borðið. Við hefðum líka sama mótatkvæði og Þýskaland og Frakkland við nýjum hlutum og lögum. 

Það sem ég skil hinsvegar ekki, að ef viðvera í ESB er jafn slæm og Heimsýn og hennar meðreiðarfólk heldur fram, hví mátti ekki kjósa um áframhald viðræðna sem voru komnar á gott stig í apríl 2013 (sjá hlekk á viðræður hér: https://www.stjornarradid.is/media/utanrikisraduneyti-media/media/Skyrslur/Skyrsla-um-samningavidraedur-Islands-um-adild-ad-Evropusambandinu.pdf), líkt og Framsóknarflokkur og leiðtogi hans lofaði á blaðamannafundi í maí 2013 (sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=x7CK7-N-iT8). 

Auðvitað er ljóst að meirihluti þjóðar vill klára viðræður og fá svo samning til að kjósa um, annað er fáheyrt að láta einn ráðherra, einn formann og nokkur áhugamannafélög stýra þessu með einhliða áróðri. 

Ef innganga í ESB er svona slæm þá verður þetta fellt, augjósara verður það ekki.

En nú ganga menn um og vilja týna það besta úr EES samningnum, teljandi sér trú um að þeir hinir séu í sömu vondu sporununm og Brexit. 

Við höfum og verðum ávallt tækifærissinnar, við þessi þjóð.

Þetta endar þegar þetta land skiptist upp í þær tvær þjóðir sem stefnt er að af tvem til þrem stjórnmálaflokkum. 

Ég vil ekki vera í því landi sem Sjálfsstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og hinn Framsóknarflokkurin ráða. Þá fyrst verður hugsað um þá fáu á kostnað hinna mörgu.

Nei takk. Þá gæti aðild að ESB verið skárri kostur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 6.5.2018 kl. 16:39

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af orðbragðinu skulum vér þekkja þá! EU í Noregi eru raðlygarar og fúskarar er ein athugasemda Jóns Frímann og þeir sem vilja segja upp EES, eru fávitar. Liggur því beinast við að líkja eftir orðum stórmennis Engnlands efnislega; Aldrei hafa jafnfáir Íslendinga bjargað jafnmörgum íslenskum sjálfstæðissinnum frá yfirþjóðlega sambandinu ESB; þar á meðal Heimssýn og þeir hér fyrir ofan Jóhann  Elíasson, Frosti Sigurjónsson og Bjarni Jónsson. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2018 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 51
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 2420
  • Frá upphafi: 1165048

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 2056
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband