Leita í fréttum mbl.is

Sendiherra ESB á Íslandi vill fá yfirráđ yfir orkumálum á Íslandi

haraldurHaraldur Ólafsson, prófessor og formađur Heimssýnar, skrifar grein sem birt er í Frétablađinu í dag um ţann málflutning sendiherra ESB á Íslandi ađ hann vilji fá yfirráđ yfir orkumálum á Íslandi. Grein Haraldar er međfylgjandi, en einnig má skođa hana á visir.is

Sendiherra vill ađ sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi - Vísir

Sendiherra vill ađ sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi

 

Sendiherra vill ađ sínir menn fái vald yfir orkumálum á Íslandi - Vísir

Sendiherra Evrópusambandsins, Michael Mann, skrifar um orkulöggjöf í Fréttablađiđ 7. júní sl. Sendiherrann leggur áherslu á ađ allt í svokölluđum ţriđja orkulagabálki Evrópusambandsins sé til hinna mestu hagsbóta og valdaframsal frá stjórnvöldum á Íslandi til sinna manna sé ósköp lítiđ, eiginlega ekki neitt. Nógu mikiđ er ţađ samt til ađ sendiherranum er í mun ađ máliđ nái fram ađ ganga á Alţingi.

Hér er ţví fyrst ađ svara ađ valdaframsal er valdaframsal, ţótt fćra megi fyrir ţví rök ađ ţađ gćti veriđ meira en ţađ er. Margir litlir skammtar gera stóran bita, og ţegar búiđ er ađ fćra hluta valdsins til útlanda, er viđbúiđ, ađ upp komi álitamál um hver mörk framseldra valdheimilda eru. Í svoleiđis deilu úrskurđar Evrópusambandiđ sjálft, ekki yfirvald á Íslandi. Enginn getur svarađ ţví hvađa afleiđingar valdaframsaliđ getur haft ţegar til lengri tíma er litiđ.

Orkuverđ mun hćkka

Sendiherrann segir ađ megintilgangur orkubálksins sé ađ veita neytendum ódýra og örugga orku. Ţađ á ef til vill viđ um neytendur í Evrópusambandinu, en ekki á Íslandi. Engum vafa er undirorpiđ ađ orkuverđ á Íslandi mun hćkka mjög mikiđ daginn sem sćstreng verđur stungiđ í samband. Svo vill reyndar til ađ sćstrengur milli Íslands og Bretlands er einmitt á kerfisáćtlun Evrópusambandsins og vitaskuld er ćtlast til ađ ţeir sem eigi ađild ađ áćtlun framfylgi henni. Líklega veit fulltrúi Evrópusambandsins á Íslandi ţetta allt saman, ţví hann tekur á sig krók til ađ tilkynna ađ Bretland sé á leiđ úr Evrópusambandinu og einmitt ţess vegna sé ekkert ađ óttast ţótt sćstrengur verđi lagđur til Bretlands.

Ţví er til ađ svara ađ raforkuviđskipti munu halda áfram á milli Bretlands og meginlands Evrópu og enginn veit hvort Skotland eđa England verđa í Evrópusambandi eftir tvö eđa tíu ár. Snúra til Írlands sem er ekki á leiđ úr Evrópusambandinu yrđi auk ţess ađeins litlu lengri en snúra til Skotlands. Ef og ţegar tenging af ţessu tagi kemst á verđur of seint ađ iđrast ţess ađ hafa, fullkomlega ađ nauđsynjalausu, afsalađ sér stjórnvaldinu úr landi til erlends ríkjasambands. Ekki sakar í ţessu samhengi ađ rifja upp ađ hér er um ađ rćđa sama ríkjasamband sem reyndi af alefli ađ knýja Íslendinga til ađ samţykkja fjárkröfu sem nam hálfum öđrum ríkisfjárlögum fyrir örfáum árum síđan.


Ţađ vill ţetta enginn

Sendiherrann gleđst yfir ţví ađ ráđgjafi ráđherra orkumála á Íslandi, fyrrverandi framkvćmdastjóri hjá ESA, skuli vera honum sammála. Í ţví sambandi ber ađ rifja upp ađ landsfundur flokks ráđherrans samţykkti í mars sl. eindregna yfirlýsingu gegn frekara framsali yfirráđa yfir íslenskum orkumálum. Um ţađ bil allir kjósendur sama flokks eru andvígir framsali valds í orkumálum til útlanda, sem og stór meirihluti kjósenda ţeirra flokka sem finnst Evrópusambandiđ vera áhugaverđur kostur.

Svo mikill vafi leikur á lögmćti valdaframsalsins í ţriđja orkulagabálki Evrópusambandsins og svo mikil er andstađa Íslendinga viđ valdaframsal í orkumálum ađ varla verđur hjá ţví komist ađ leita fulltingis dómstóla eđa forseta Íslands til ađ hrinda lögunum, fari svo ógćfulega ađ ţau verđi samţykkt á Alţingi.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Molar verđa ađ brauđi. Ţađ er taktík evrópusambandsins og áhangenda ţess viđ ađ mola niđur sjálfstćđi ţjóđa og yfirráđarétti ţeirra yfir eigin málefnum. Smátt og smátt er smokrađ inn lymskulegum fullveldisafsalsreglum, sem ađ lokum leiđa til algerra yfirráđa viđbjóđsins í Brussel.

 Ađ á Íslandi skuli nú á hundrađ ára afmćli fullveldisins finnast fólk sem vill afsala öllu sem áunnist hefur, er ótrúlegt. 

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 15.6.2018 kl. 02:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 45
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 2008
  • Frá upphafi: 1176862

Annađ

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1828
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband