Leita í fréttum mbl.is

Niðurstaða fræðimanns: Framkvæmd EES-samningsins stenst ekki stjórnarskrá

AlexandraAlexandra Björk Adebyi segir í lokaritgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík að framkvæmd EES-samningsins standist ekki lengur stjórnarskrá Íslands. Það standist ekki lengur þær forsendur sem byggt var á þegar valdframsal vegna samningsins var á sínum tíma talið samrýmast stjórnarskránni. 

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri fjallar um þetta í pistli dagsins á vef sínum, www.styrmir.is. Þar segir Styrmir:

 

Í Morgunblaðinu í dag er að finna samtal við Alexöndru BjarkarAdebyi um lokaritgerð hennar í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem fjallar um "Fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsins". Aðspurð um helztu niðurstöður ritgerðarinnar segir Alexandra:

"...að samningurinn ber í dag mörg merki þess að vera yfirþjóðlegs eðlis. Þær forsendur og þau sjónarmið, sem byggt var á þegar valdframsal vegna EES-samningsins var talið samrýmast stjórnarskránni verða að teljast matskennd og mörkin á túlkun stjórnarskrárinnar óljós. Þegar skoðað er hvernig fyrirkomulag valdframsals vegna EES-samningsinshefur þróast verður hann ekki talinn standast þær forsendur, sem byggt var á þegar valdframsal vegna samningsins var talið samrýmast stjórnarskránni. Fræðimenn hafa m.a. haft uppi varúðarorð um þróunina og hefur þeim fjölgað í gegnum tíðina." 

Í ljósi umræðna fyrir skömmu um afgreiðslu Alþingis á persónuverndarlöggjöf ESB eru þessar niðurstöður meira en athyglisverðar.

Það verður fróðlegt að sjá, hvort einhver alþingismaður sér ástæðu til að taka þetta mál upp, þegar þingið kemur saman í haust.

Eða er pólitísk tækifærismennska og samtrygging orðin algjör áAlþingi og undirskrift drengskaparheitis gleymd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 237
  • Sl. sólarhring: 274
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1165234

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 2233
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband