Leita í fréttum mbl.is

Yfirmaður AGS útlistar vanda evrunnar í Hörpu

ThomsenPoul M. Thomsen, Daninn eitilharði, sem saumaði saman efnahagsáætlun með íslenskum stjórnvöldum haustið 2008, fór síðan og gerði það sama í Grikklandi og Portúgal, og er nú yfirmaður Evrópumála hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sagði aðspurður á fundi í Hörpu í dag að viðreisnin í Grikklandi hefði verið miklu, miklu erfiðari en á Íslandi, ekki hvað síst vegna aðildar Grikklands að evrusvæðinu.

Reyndar hefði aðild Grikklands að evrusvæðinu átt stóran þátt í að skapa hinn gígantíska skuldavanda sem orsakaði kreppuna þar í landi með of lágum vöxtum og of auðveldum aðgangi að lánsfé, en svo hefði lausn vandans orðið miklu erfiðari þar sem ekki var hægt að fella gengið heldur þurfti mjög sársaukafullar sparnaðaraðgerðir hins opinbera, svokölluð innri gengisfelling, að koma til. 

Það var líka athyglisvert Poul Thomsen sagði aðspurður að það hefði verið hagstætt fyrir Íslendinga að vera með sjálfstæða peningastefnu og sveigjanlegt gengi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 993135

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband