Föstudagur, 16. nóvember 2018
Prófessor svarar lögmanni ráðuneytis um orkupakkann
Peter Örebeck, lagaprófessor frá Noregi, hefur tekist á við lögfræðinga atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um túlkun á lagaákvæðum er varða svokallaðan orkupakka 3. Prófessorinn hefur verið fenginn til að fara yfir síðustu athugasemdir lögmanns ráðuneytisins, Ólafs Jóhannesar Einarssonar, og svara þeim. Eins og sést ber talsvert á milli í lagatúlkunum. Svo virðist sem ráðuneytið og ýmsir fulltrúar stjórnvalda hér á landi leggi sig fram um að túlka lög og reglur sem framast þau geta til að hægt verði að koma Íslandi undir orkupakkann. Norskir lögfræðingar hafa hins vegar varað við því að um óeðlilegt valdaafsal sé að ræða og hið sama hafa lagaprófessorar hér á landi gert. Það væri óskandi að fólk kynnti sér þessi lagarök því þau eru í raun ekkert flókin þegar þau hafa verið skoðuð af eilítilli gaumgæfni en ekki þeirri yfirborðsmennsku sem stundum einkennir umræðuna.
Hér að neðan má sjá síðustu samantekt um málið.
Samantekt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) á minnisblaði Ólafs Jóhannesar Einarssonar, lögmanns, til ANR um Þriðja orkumarkaðslagabálk ESB, dags. 12.04.2018, með athugasemdum prófessors Peters Örebech, dags. 06.11.2018. Þýtt hafa Bjarni Jónsson (BJo) og Haraldur Ólafsson (HÓ).
ÓJE 1: Þriðji orkupakkinn haggar í engu heimildum íslenzkra stjórnvalda til að banna framsal á eignarrétti að orkuauðlindum, sem eru í opinberri eigu, eins og nú þegar er gert í íslenzkum lögum.
PÖ 1 ATHS: Sammála. Ísland getur viðhaldið ríkiseignarhaldi á orkulindum, ef það verður altækt með fullri ríkiseign: þ.e.a.s. það verði samþykkt, að auðlindir í eigu ríkisins verði ekki einkavæddar. Þetta leiðir af EES-grein 125 í samhengi við dóm EFTA-dómstólsins í Heimkvaðningarmálinu (Hjemfallssaken 2007 (JUDGEMENT OF THE EFTA COURT, 26. júní 2007, Case E-2/06)).
ÓJE 2: Þriðji orkupakkinn haggar í engu rétti Íslands til að ákveða með hvaða skilyrðum orkuauðlindir landsins eru nýttar, og hvaða orkugjafar eru nýttir hér á landi.
PÖ 2 ATHS: Þetta er ekki rétt. Ef Þriðji orkupakkinn verður samþykktur, verður orkuvinnsla og samkeyrsla, þ.e.a.s. orkuflutningur á milli landa, hluti af EES-samninginum. Orka er vara, sbr grein 24 og Viðauka IV. Samkvæmt grein 11 og 12 er í gildi bann við útflutningshindrunum. Ef Ísland setur upp þröskulda, sem takmarka framleiðslu, getur það brotið gegn frjálsu vöruflæði; sjá ESB drög að orkupakka 3; COM (2017) 110 Final 2017/10046: These efforts cover all policies in the area of the free movement of goods, persons, services and capital, as well as flanking and horizontal policies specified in the EEA Agreement (p.2). Hér verður einnig að hafa í huga, að það er virknitúlkun, sem gildir í ESB og í EES: Útflutningshindranir med samsvarandi virkni eru bannaðar.
ÓJE 3: Samstarfsstofnun evrópskra orkueftirlitsaðila, ACER, myndi þrátt fyrir aðild Íslands að stofnuninni [án atkvæðisréttar-innsk. þýð.] ekki hafa neitt að segja um atriði á borð við fyrirkomulag leyfisveitinga og stjórnsýslu hér á landi, og upptaka þriðja orkupakkans hefði í för með sér óverulegar breytingar í því sambandi.
PÖ 3 ATHS: Sama svar og í lið 2: Leyfisveitingakerfi virka hamlandi á frjálst flæði og á aðgang til stofnunar og rekstrar fyrirtækja. EES-grein 12 spannar líka áhrif þessara stjórnvaldsaðgerða. Þar að auki gildir, að Ísland getur ekki skipulagt leyfisveitingakerfið þannig, að það stríði gegn grein 124: The Contracting Parties shall accord nationals of EC Member States and EFTA States the same treatment as their own nationals as regards participation in the capital of companies or firms within the meaning of Article 34, without prejudice to the application of the other provisions of this Agreement..
ÓJE 4: ACER hefur engar valdheimildir gagnvart einkaaðilum, heldur eingöngu opinberum eftirlitsaðilum.
PÖ 4 ATHS: Heimildir ACER eru (einkum) skráðar í gerðum nr 713/2009 og nr 714/2009 með breytingum, sem fram koma í gerð nr 347/2013 og í tilskipun 2003/54/EC. Samkvæmt regluverkinu skal koma embætti á fót í hverju landi sem hinum framlengda armi ACER í aðildarlöndunum, þ.m.t. Íslandi s.k. Landsreglara, sem aðilar á Íslandi geta ekki gefið fyrirmæli af neinu tagi. Þetta embætti er framlengdur armur ESB á Íslandi. Landsreglarinn sér um þá stjórnun orkumála, sem honum eða ACER er falin í hverju landi. Reglurnar, sem gilda fyrir Landsreglarann, eru samræmdar reglur ESB fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri. Völd ACER eru skráð í framangreindum gerðum og tilskipunum, en þessi skjöl gefa mynd af völdunum m.v. ákveðinn tíma. ESB hefur lagasetningarvaldið og getur fyrirvaralítið breytt
hinum mörgu verkefnum/heimildum ACER. ACER hefur ákvörðunarvald í einstökum málum. Þau geta t.d. varðað millilandastrengi, sjá gerð nr 713/2009, grein 8 (1). Í grein 8 (4) stendur t.d.: Framkvæmdastjórnin getur samþykkt leiðbeiningar í þeirri stöðu, þar sem ACER fær völd til ákvarðanatöku um skilmála og skilyrði fyrir aðgangi að og rekstraröryggi fyrir innviði á milli landa. Þessar aðgerðir, sem eru til að breyta minna mikilvægum ákvæðum í þessari gerð með því að bæta við hana, eru samþykktar eftir forskriftarreglunni með vísun til greinar 32, hluta 2, í þessari gerð..
ÓJE 5: Við upptöku þriðja orkupakkans í EES-samninginn var um það samið, að valdheimildir gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í EFTA-ríkjunum yrðu ekki hjá ACER, heldur hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA).
PÖ 5 ATHS: Já, það er rétt, að ACER á að taka ákvarðanir og að ESA á að taka sams konar ákvarðanir (með þýðingu á ákvörðun ACER á íslenzku, norsku o.s.frv.). Þeim er síðan beint að Landsreglaranum, sem framkvæmir ákvarðanir ACER á Íslandi og í Noregi, en þar sem þetta eru afritaðar ákvarðanir, og þar eð Ísland eða Noregur geta ekki sagt Landsreglaranum fyrir verkum samtímis sem Landsreglaranum ber skylda til að fylgja reglum EES-réttarins, sbr. grein 7 í EES-samninginum, þá er þetta fyrirkomulag hrein sýndarmennska til að komast hjá stjórnarskrárhindrunum, sem varða breytinguna frá tveggja stoða kerfi til einnar stoðar kerfis sem stríðir gegn stjórnarskrá.
ÓJE 6: Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að meginstefnu bundnar við ákvæði, sem gilda um orkumannvirki, sem ná yfir landamæri (t.d. sæstrengi); eðli málsins samkvæmt eiga slíkar valdheimildir ekki við á Íslandi, svo lengi sem hér eru engin slík orkumannvirki.
PÖ 6 ATHS: Af þeirri ástæðu, að mikilvægasta réttarheimildin, orðanna hljóðan, í samninginum, hér grein 12, er skýr og þess vegna ákvarðandi, leiðir, að sú léttvægasta, eðli máls, er þýðingarlaus. EES-samningurinn, grein 12, túlkaður samkvæmt almennri málnotkun, er hér skýr og þess vegna ákvarðandi.
Ef einhver í Noregi vill leggja rafstreng á milli Noregs og Íslands, og Ísland hafnar slíkum sæstreng, verður um að ræða magntakmörkun á útflutningi, sem stríðir gegn grein 12. Ágreiningur á milli t.d. Landsreglarans (RME) í Noregi fyrir hönd einkafyrirtækis, t.d. Elkem, og Landsreglarans á Íslandi um lagningu sæstrengja frá Íslandi og til vesturstrandar Noregs (u.þ.b. 1500 km), verður útkljáður hjá ACER samkvæmt gerð nr 713/2009, grein 8 (1) a.
ÓJE 7: Þriðji orkupakkinn haggar því ekki, að það er á forræði Íslands að ákveða, hvaða stjórnvald myndi veita leyfi fyrir lagningu sæstrengs, og eins hvort íslenzka ríkið ætti að vera eigandi að honum.
PÖ 7 ATHS: Ekki myndi ég reiða mig á þetta. Ísland nýtur fullveldisréttar síns m.t.t. áframhaldandi eignarréttar ríkisins á orkunni (EES-samningur, grein 125), en stýring orkuvinnslunnar, þ.e. samþykkt, sem ekki er gerð á grundvelli eignarréttarins, heldur á grundvelli stjórnunarréttar þ.e.a.s. stýring atvinnugreinarinnar verður að vera í samræmi við EES. Einkaaðilar eru ekki útilokaðir frá því að setja á laggirnar og reka raforkusölu, heldur þvert á móti. Það myndi þýða tvísýna baráttu fyrir Ísland að veita því mótspyrnu, að E´on, Vattenfall, Statkraft eða einkafyrirtæki með vísun til áætlana samþykktra í ACER um streng frá Íslandi og til Noregs tengdum með mörgum strengjum við ESB-markaðinn legði og tengdi slíkan sæstreng. Sjá gerð nr 714/2009, Viðauka I (Leiðbeiningar um stjórnun og úthlutun á flutningsgetu til ráðstöfunar í flutningslínum á milli landskerfa), þar sem stendur í lið 1.1: Flutningskerfisstjórar (TSO-hérlendis Landsnet) skulu leggja sig fram um að samþykkja öll viðskipti, þ.m.t. þau, sem eiga sér stað á milli landa. Ennfremur stendur í lið 2.1: Aðferðirnar við framkvæmd flutningstakmarkana skulu vera markaðstengdar til að létta undir skilvirkum viðskiptum á milli landa. Þetta ákvæði þarf að lesa í samhengi við gerð ESB nr 347/2013 frá 17. apríl 2013 um leiðbeiningar fyrir evrópska orkuinnviði á milli landa og um afnám ákvörðunar nr 1364/2006/EB og breytingu á gerð (EB) nr 713/2009, (EB) nr 714/2009 og (EB) nr 715/2009, sjá Viðauka I (forgangsorkuinnviðaleiðir og svæði).
Ísland er hluti af því, sem kallað er norður-suður rafsamtengingar í Vestur-Evrópu (NSI vesturrafmagn): samtengingar á milli landanna á svæðinu og við Miðjarðarhafslöndin, þ.m.t. Pýreneaskagann, nefnilega til að nýta rafmagn frá stöðugum orkulindum og styrkja svæðisinnviði til að styrkja markaðssamþættingu á svæðinu.
Þegar rafstrengur frá Austurlandi til Vestur-Noregs er tekinn með í hóp forgangsrafmagnsleiða og á Svæðisbundnar skrár um verkefni sameiginlegra hagsmuna (Viðhengi III) er framhaldið undirbúið.
ESB og Noregur þrýsta á um lagningu sæstrengsins samkvæmt skránum, og þau styðjast við, að þessi rafstrengur er með í áætlun um norður-suður rafleiðina í ESB. Að sjálfsögðu mun þá ACER gefa grænt ljós á, að t.d. Elkem leggi strenginn til að vega upp á móti öllum þeim TWh, sem Noregur er búinn að selja til ESB-landanna og Bretlands (núverandi sæstrengir frá Noregi ásamt strengjum á verkefnisstigi geta flutt út u.þ.b. 40-50 % af raforkuvinnslu Noregs). Staða Noregs, sem mun vega þungt í röksemdafærslu ACER fyrir lagningu sæstrengs Ísland-Noregur, þ.e. að Noregur sé þjakaður af orkuskorti og þarfnist orkuaðdrátta til að halda góðum stöðugleika í orkuafhendingu fyrir upphitun og lýsingu í húsnæði. Eins og formáli gerðarinnar sýnir, er afhendingaröryggi á Innri markaðinum mikilvægt stefnumið, sem er veittur hár forgangur (sjá lið 3).
Nýjustu færslur
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
- Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands
- Myrkur og óöld
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 98
- Sl. sólarhring: 288
- Sl. viku: 2467
- Frá upphafi: 1165095
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 2102
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 74
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.