Sunnudagur, 30. desember 2018
Sendiherra vill orku og völd
Framganga sendiherra ESB á Íslandi undanfarið hefur komið ýmsum á óvart og spurningar vaknað um það hvort eðlilegt sé að sendifulltrúar erlendra ríkja eða ríkjasambanda hegði sér með slíkum hætti. Haraldur Ólafsson, formaður Heimssýnar, telur þó fulla ástæðu til að svara málflutningi sendiherrans og sýna hvað í honum raunverulega felst. Haraldur fjallar um þetta í grein sem Morgunblaðið birti í fyrri mánuði og er endurbirt hér.
Birt í Morgunblaðinu 22. nóvember 2018:
Sendiherra vill orku
"Líklega er leitun að dæmi um að sendiherra hafi á síðari árum sótt svo ákaft að gestgjafar hans létu af hendi völd til húsbænda sendiherrans."
Sendiherra biður um vald
Sendiherra erlends ríkjasambands ávarpar Íslendinga í Morgunblaðinu 15. nóvember síðastliðinn og fer mörgum orðum um mikilvægi þess að Íslendingar færi ríkjasambandinu völd og ítök í orkumálum á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sendiherrann ávarpar þjóðina með þetta erindi svo ljóst er að nokkuð liggur við að Íslendingar láti undan. Líklega er leitun að dæmi um að sendiherra hafi á síðari árum sótt svo ákaft að gestgjafar hans létu af hendi völd til húsbænda sendiherrans.
Er sendiherrann að hóta Íslendingum?
Rökin sem tiltekin eru fyrir því að Íslendingar ættu að gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins eru í fyrsta lagi að hún sé ljómandi góð fyrir neytendur. Umhyggja sendiherrans fyrir neytendum á Íslandi er vissulega aðdáunarverð, en hann getur verið þess fullviss að Alþingi og önnur stjórnvöld á Íslandi eru fullfær um að tryggja hagsmuni neytenda og ef eitthvað vantar þar upp á geta íbúar landsins kosið sér nýtt Alþingi. Það er kallað lýðræði og virkar betur en sú aðferð að fela ókjörnum aðilum í útlöndum völdin. Þá bendir sendherrann á að Norðmenn lendi í vandræðum ef Íslendingar gangist ekki undir lögin. Vera má að Norðmenn séu álitnir aular í því umhverfi sem sendiherrann er, en það er á skjön við reynslu þess sem þetta skrifar. Ef Norðmenn kæra sig um, verða þeir ekki í neinum vandræðum með að framselja allt það vald sem þeim sýnist út í buskann, án leiðsagnar og hjálpar Íslendinga. Reyndar er það svo að yfirgnæfandi meirihluti Norðmanna kærir sig ekki um orkulagabálkinn svo viðbúið er að vinum Íslendinga í Noregi muni fjölga ef málið spillist. Siðast en ekki síst segir sendiherrann að hluti EES-samningsins ógildist hugsanlega tímabundið. Þar á hann væntanlega við fyrri orkubálka. Vandséð er að það skipti Íslendinga og Evrópusambandið máli að þeir falli niður. Ef sendiherrann á við að aðrir hlutar EES-samningsins en þeir sem lúta að orkumálum ógildist er rétt að hann orði þær hótanir skýrar svo ekkert fari milli mála.
Óumdeilt valdaframsal
Til er skotgröf þar sem til skamms tíma var barist fyrir þeim hugmyndum að orkustofa Evrópusambandsins (ACER) fengi engin völd, því eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefði þau, að landsreglarinn væri íslenskur og stjórnvöld á Íslandi hefðu ávallt síðasta orðið varðandi tengingu við útlönd. Situr nú sendiherrann nánast einn eftir við varnir í þeirri skotgröf. Staðreyndin er nefnilega sú að landsreglarinn heyrir ekki undir íslensk stjórnvöld, heldur undir hið erlenda vald og rækilega er tekið fram að ESA framfylgir ákvörðunum orkustofu Evrópusambandsins. Hugsanleg höft íslenskra stjórnvalda á sæstreng mundu verða talin óhemil magntakmörkun á útflutningi, auk þess sem slíkt gengi gegn samþykktri innviðaáætlun sambandsins. Nú þegar er deilt um hvar mörk valdheimilda fyrrgreindra aðila liggja. Vitaskuld veit enginn hvernig þeir munu fara með vald sitt, nú eða eftir áratug. Vitað er þó að í álitamálum mun Evrópusambandið sjálft kveða upp dóma, ekki leikmenn eða dómarar úti á Íslandi.
Stórveldi hafa skoðun á málum
Sendiherrann fullyrðir að orkulöggjöf Evrópusambandsins muni vart gilda um sæstreng milli Íslands og Bretlands. Það kann að vera, en það er ekki augljóst, því enginn veit hvernig sambandi Breta og Evrópusambandsins verður háttað í orkumálum í framtíðinni. Hvernig sem sú lending verður ætti vart að koma neinum á óvart að sambandið hefði skoðun á slíkum sæstreng, þó ekki væri nema vegna þess að stórveldi hafa tilhneigingu til að hafa skoðun á málum óháð því hvort þau koma þeim við eða ekki. Evrópusambandið gæti til dæmis beitt sér fyrir því að sæstrengur yrði lagður til Írlands en ekki Bretlands. Hver veit? Reyndar segir sendiherrann að enginn í Brussel velti fyrir sér sæstreng. Sjálfsagt eru margar vistarverur í höll Evrópusambandsins og skiljanlegt að sendiherrann hafi ekki heimsótt þær allar. Hann hefur greinilega ekki verið mættur þar sem sæstrengur til Íslands var dreginn á kort og ákveðið að hann væri forgangsverkefni í innviðaáætlun sambandsins. Það kort var teiknað og stimplað í Brussel, liklega daginn sem sendiherrann var fjarverandi.
Ósýnilegir andstæðingar Evrópusamstarfs
Að lokum deilir sendiherrann tárvotur með okkur reynslu sinni af vonsku sískrökvandi andstæðinga Evrópusamstarfs í Bretlandi. Gott er að geta glatt þennan gest okkar Íslendinga með því að upplýsa að hér á landi eru ákaflega fáir andstæðingar Evrópusamstarfs. Ef frá eru taldir fáeinir maðkar í mjöli fyrr á árum og á köflum óþörf fyrirferð danskra og um hríð breskra yfirvalda hefur samstarf við önnur Evrópulönd í grófum dráttum gengið þokkalega í á annað þúsund ár og engar horfur eru á breytingu þar á. En þótt andstæðingar Evrópusamstarfs séu ekki margir á Íslandi eru andstæðingar þess að deila völdum yfir orkumálum á Íslandi með erlendu ríkjasambandi afar margir. Þar fer nefnilega allur þorri þjóðarinnar og ólíkt sendiherranum hefur hann ekki misskilið neitt.
Haraldur Ólafsson
Formaður Heimssýnar
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 45
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 2008
- Frá upphafi: 1176862
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 1828
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 39
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snilldarvel á málum haldið hér hjá Haraldi Ólafssyni.
Já, þorri íslenzku þjóðarinnar hefur ekki missisvaktiikilið neitt um þessa ásælni Evrópusambandsins. Ég hef áður, um miðjan nóvember, hvatt til þess að sendiherranum verði vísað úr landi vegna þessara óleyfilegu afskipta hans af okkar innanríkismálum og benti þá um leið á hliðstæð fyrri brot annars sendiherra ESB fyrir allnokkrum árum -- nokkuð sem íslenzkur fyrrv. ráðherra og sendiherra hafði gagnrýnt mjög eindregið. Sjá hér á Fullveldisvaktinni:
Sendiherra ESB ber að víkja héðan eftir afskipti af innanlandsmálum okkar
Jón Valur Jensson, 31.12.2018 kl. 00:27
... hefur ekki misskilið neitt ...
átti vitanlega að standa hér.
Jón Valur Jensson, 31.12.2018 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.