Leita í fréttum mbl.is

Sendiherra vill orku og völd

Framganga sendiherra ESB á Íslandi undanfariđ hefur komiđ ýmsum á óvart og spurningar vaknađ um ţađ hvort eđlilegt sé ađ sendifulltrúar erlendra ríkja eđa ríkjasambanda hegđi sér međ slíkum hćtti. Haraldur Ólafsson, formađur Heimssýnar, telur ţó fulla ástćđu til ađ svara málflutningi sendiherrans og sýna hvađ í honum raunverulega felst. Haraldur fjallar um ţetta í grein sem Morgunblađiđ birti í fyrri mánuđi og er endurbirt hér.

 

Birt í Morgunblađinu 22. nóvember 2018:

Sendiherra vill orku

"Líklega er leitun ađ dćmi um ađ sendiherra hafi á síđari árum sótt svo ákaft ađ gestgjafar hans létu af hendi völd til húsbćnda sendiherrans."

Sendiherra biđur um vald
Sendiherra erlends ríkjasambands ávarpar Íslendinga í Morgunblađinu 15. nóvember síđastliđinn og fer mörgum orđum um mikilvćgi ţess ađ Íslendingar fćri ríkjasambandinu völd og ítök í orkumálum á Íslandi. Ţetta er ekki í fyrsta sinn sem sendiherrann ávarpar ţjóđina međ ţetta erindi svo ljóst er ađ nokkuđ liggur viđ ađ Íslendingar láti undan. Líklega er leitun ađ dćmi um ađ sendiherra hafi á síđari árum sótt svo ákaft ađ gestgjafar hans létu af hendi völd til húsbćnda sendiherrans.

Er sendiherrann ađ hóta Íslendingum?
Rökin sem tiltekin eru fyrir ţví ađ Íslendingar ćttu ađ gangast undir orkulöggjöf Evrópusambandsins eru í fyrsta lagi ađ hún sé ljómandi góđ fyrir neytendur. Umhyggja sendiherrans fyrir neytendum á Íslandi er vissulega ađdáunarverđ, en hann getur veriđ ţess fullviss ađ Alţingi og önnur stjórnvöld á Íslandi eru fullfćr um ađ tryggja hagsmuni neytenda og ef eitthvađ vantar ţar upp á geta íbúar landsins kosiđ sér nýtt Alţingi. Ţađ er kallađ lýđrćđi og virkar betur en sú ađferđ ađ fela ókjörnum ađilum í útlöndum völdin. Ţá bendir sendherrann á ađ Norđmenn lendi í vandrćđum ef Íslendingar gangist ekki undir lögin. Vera má ađ Norđmenn séu álitnir aular í ţví umhverfi sem sendiherrann er, en ţađ er á skjön viđ reynslu ţess sem ţetta skrifar. Ef Norđmenn kćra sig um, verđa ţeir ekki í neinum vandrćđum međ ađ framselja allt ţađ vald sem ţeim sýnist út í buskann, án leiđsagnar og hjálpar Íslendinga. Reyndar er ţađ svo ađ yfirgnćfandi meirihluti Norđmanna kćrir sig ekki um orkulagabálkinn svo viđbúiđ er ađ vinum Íslendinga í Noregi muni fjölga ef máliđ spillist. Siđast en ekki síst segir sendiherrann ađ hluti EES-samningsins ógildist hugsanlega tímabundiđ. Ţar á hann vćntanlega viđ fyrri orkubálka. Vandséđ er ađ ţađ skipti Íslendinga og Evrópusambandiđ máli ađ ţeir falli niđur. Ef sendiherrann á viđ ađ ađrir hlutar EES-samningsins en ţeir sem lúta ađ orkumálum ógildist er rétt ađ hann orđi ţćr hótanir skýrar svo ekkert fari milli mála.

Óumdeilt valdaframsal
Til er skotgröf ţar sem til skamms tíma var barist fyrir ţeim hugmyndum ađ orkustofa Evrópusambandsins (ACER) fengi engin völd, ţví eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefđi ţau, ađ landsreglarinn vćri íslenskur og stjórnvöld á Íslandi hefđu ávallt síđasta orđiđ varđandi tengingu viđ útlönd. Situr nú sendiherrann nánast einn eftir viđ varnir í ţeirri skotgröf. Stađreyndin er nefnilega sú ađ landsreglarinn heyrir ekki undir íslensk stjórnvöld, heldur undir hiđ erlenda vald og rćkilega er tekiđ fram ađ ESA framfylgir ákvörđunum orkustofu Evrópusambandsins. Hugsanleg höft íslenskra stjórnvalda á sćstreng mundu verđa talin óhemil magntakmörkun á útflutningi, auk ţess sem slíkt gengi gegn samţykktri innviđaáćtlun sambandsins. Nú ţegar er deilt um hvar mörk valdheimilda fyrrgreindra ađila liggja. Vitaskuld veit enginn hvernig ţeir munu fara međ vald sitt, nú eđa eftir áratug. Vitađ er ţó ađ í álitamálum mun Evrópusambandiđ sjálft kveđa upp dóma, ekki leikmenn eđa dómarar úti á Íslandi.

Stórveldi hafa skođun á málum
Sendiherrann fullyrđir ađ orkulöggjöf Evrópusambandsins muni vart gilda um sćstreng milli Íslands og Bretlands. Ţađ kann ađ vera, en ţađ er ekki augljóst, ţví enginn veit hvernig sambandi Breta og Evrópusambandsins verđur háttađ í orkumálum í framtíđinni. Hvernig sem sú lending verđur ćtti vart ađ koma neinum á óvart ađ sambandiđ hefđi skođun á slíkum sćstreng, ţó ekki vćri nema vegna ţess ađ stórveldi hafa tilhneigingu til ađ hafa skođun á málum óháđ ţví hvort ţau koma ţeim viđ eđa ekki. Evrópusambandiđ gćti til dćmis beitt sér fyrir ţví ađ sćstrengur yrđi lagđur til Írlands en ekki Bretlands. Hver veit? Reyndar segir sendiherrann ađ enginn í Brussel velti fyrir sér sćstreng. Sjálfsagt eru margar vistarverur í höll Evrópusambandsins og skiljanlegt ađ sendiherrann hafi ekki heimsótt ţćr allar. Hann hefur greinilega ekki veriđ mćttur ţar sem sćstrengur til Íslands var dreginn á kort og ákveđiđ ađ hann vćri forgangsverkefni í innviđaáćtlun sambandsins. Ţađ kort var teiknađ og stimplađ í Brussel, liklega daginn sem sendiherrann var fjarverandi.

Ósýnilegir andstćđingar Evrópusamstarfs
Ađ lokum deilir sendiherrann tárvotur međ okkur reynslu sinni af vonsku sískrökvandi andstćđinga Evrópusamstarfs í Bretlandi. Gott er ađ geta glatt ţennan gest okkar Íslendinga međ ţví ađ upplýsa ađ hér á landi eru ákaflega fáir andstćđingar Evrópusamstarfs. Ef frá eru taldir fáeinir mađkar í mjöli fyrr á árum og á köflum óţörf fyrirferđ danskra og um hríđ breskra yfirvalda hefur samstarf viđ önnur Evrópulönd í grófum dráttum gengiđ ţokkalega í á annađ ţúsund ár og engar horfur eru á breytingu ţar á. En ţótt andstćđingar Evrópusamstarfs séu ekki margir á Íslandi eru andstćđingar ţess ađ deila völdum yfir orkumálum á Íslandi međ erlendu ríkjasambandi afar margir. Ţar fer nefnilega allur ţorri ţjóđarinnar og ólíkt sendiherranum hefur hann ekki misskiliđ neitt.

Haraldur Ólafsson
Formađur Heimssýnar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snilldarvel á málum haldiđ hér hjá Haraldi Ólafssyni.

Já, ţorri íslenzku ţjóđarinnar hefur ekki missisvaktiikiliđ neitt um ţessa ásćlni Evrópusambandsins. Ég hef áđur, um miđjan nóvember, hvatt til ţess ađ sendiherranum verđi vísađ úr landi vegna ţessara óleyfilegu afskipta hans af okkar innanríkismálum og benti ţá um leiđ á hliđstćđ fyrri brot annars sendiherra ESB fyrir allnokkrum árum -- nokkuđ sem íslenzkur fyrrv. ráđherra og sendiherra hafđi gagnrýnt mjög eindregiđ. Sjá hér á Fullveldisvaktinni:

Sendiherra ESB ber ađ víkja héđan eftir afskipti af innanlandsmálum okkar

Jón Valur Jensson, 31.12.2018 kl. 00:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

... hefur ekki misskiliđ neitt ...

átti vitanlega ađ standa hér.

Jón Valur Jensson, 31.12.2018 kl. 00:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 992429

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 405
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband