Eft­ir Tóm­as I. Olrich: „Það er sann­ar­lega kom­inn tími til að Íslend­ing­ar sæki fram í stað þess að hörfa.“

Stökk­breyt­ing hef­ur orðið á þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún virðist hafa orðið í kjöl­far þess að skýrsla þeirra lög­fræðing­anna, Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Friðriks Árna Friðriks­son­ar Hirst, var lögð fram. Í skýrsl­unni er bent á tvær leiðir til að fást við þriðja orkupakk­ann.
 
Önnur leiðin er sú að aflétta ekki stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara um inn­leiðingu orkupakk­ans og taka málið upp, eins og ráð er fyr­ir gert, við sam­eig­in­legu EES-nefnd­ina. Leiðin býður upp á sókn­ar­tæki­færi. Færu Íslend­ing­ar þá leið væru þeir að sækja rétt sinn til að fá und­anþágu frá því reglu­verki orku­mála ESB, sem ekki snert­ir Ísland. For­senda leiðar­inn­ar er að þessi rétt­ur standi und­ir nafni. Ef hann ger­ir það ekki eru það ekki síður mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar.

Hin leiðin er að inn­leiða orkupakk­ann í ís­lensk­an rétt en „með laga­leg­um fyr­ir­vara um að ákvæði hans um grunn­virki yfir landa­mæri öðlist ekki gildi, enda (sé) slík­um grunn­virkj­um ekki fyr­ir að fara hér á landi“. Þessi leið þýðir í raun að gildis­töku hluta orkupakk­ans er frestað uns Ísland hef­ur tengst orku­markaði ESB/EES um sæ­streng. Það er hefðbundið und­an­hald og tæp­lega hægt að tala um það leng­ur sem skipu­lagt.

Áfang­ar und­an­halds­ins eru marg­ir og meira eða minna þekkt­ir. Þannig hafa nú all­ir leyfi til að fjár­festa í ís­lensk­um bújörðum og sanka að sér nátt­úru­leg­um auðlind­um í krafti þeirra rétt­inda. Girðing­ar, sem sett­ar voru 1995, voru tekn­ar niður þegar at­huga­semd­ir og hót­an­ir um kær­ur bár­ust um og eft­ir alda­mót­in síðustu. Með sam­bæri­leg­um hætti hafa varn­ir ís­lensks land­búnaðar hrunið. Það eru sem sagt ýms­ar leiðir sem ís­lensk stjórn­völd hafa kosið sem áfanga í und­an­haldi sínu. Sú síðasta er sú hef­ur nú valdið stökk­breyt­ingu inn­an þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins.

 

Álits­gerðin

Álits­gerð Stef­áns Más Stef­áns­son­ar og Friðriks Árna Friðriks­son­ar Hirst er at­hygl­is­verð fyr­ir margra hluta sak­ir. Hún er að mínu mati vönduð. Þó vek­ur hún spurn­ing­ar, sem hún svar­ar ekki. Ég sný mér fyrst að þeim.

Það sem vek­ur at­hygli mína, og jafn­framt von­brigði, er að álits­gerðin skuli fjalla af nokkru tóm­læti um þátt­töku Íslands í Evr­ópska efna­hags­svæðinu (EES) eins og um væri að ræða þátt­töku í hverri ann­arri alþjóðastofn­un. ESB er póli­tísk stofn­un, tolla­banda­lag, sem hef­ur lengi velkst í vafa um hvort það eigi að stefna í átt til einn­ar rík­is­heild­ar eða ekki. Sú umræða er enn óút­kljáð. Í nokkr­um rykkj­um hef­ur þó ESB þró­ast í átt til auk­ins miðstjórn­ar­valds. Orku­til­skip­an­ir ESB eru hluti af þess­ari þróun.

Það er ekki hægt að ræða um Banda­rík­in sem alþjóðastofn­un, þótt það ríki bygg­ist á mörg­um ríkj­um. Það er ekki held­ur hægt að rugla Sov­ét­ríkj­un­um sál­ugu, né held­ur Rúss­neska sam­bands­rík­inu sam­an við alþjóðastofn­un. Hvaða til­gangi þjón­ar það þá að rugla með þetta hug­tak í álits­gerð sem þess­ari, sem á ekki að grafa und­an eig­in fag­legu yf­ir­bragði með svo aug­ljós­um hætti? Hug­takarugl­ing­ur­inn er þeim mun baga­legri, sem hann hef­ur greini­lega náð að rót­festa sig í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu (sbr. svar ut­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn frá Óla Birni Kára­syni, þingskjal 1315).

Þegar fræðimenn hug­leiða stöðu Íslands gagn­vart um­heim­in­um, sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og það svig­rúm sem stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins veit­ir eða veit­ir ekki til að færa vald­heim­ild­ir und­an stjórn­völd­um, þá hlýt­ur að skipta máli, hvort slíkt af­sal valds er til viður­kenndr­ar alþjóðlegr­ar stofn­un­ar, ell­egar til ann­ars rík­is, eða póli­tísks bræðings á borð við ESB. Evr­ópu­sam­bandið vík­ur til hliðar flest­um viðmiðum sem til­tek­in eru sem grund­völl­ur lýðræðis­ríkja. Það hlýt­ur því að vera sér­stök ástæða til að vanda til at­hug­un­ar á því hvort ís­lenska stjórn­ar­skrá­in veit­ir yf­ir­leitt nokkuð svig­rúm til valda­afsals til ann­ars rík­is eða fjölþjóðlegs tolla­banda­lags, sem hag­ar sér að flestu leyti sem ígildi rík­is.

Regl­urn­ar sem tolla­banda­lagið ESB set­ur eru ekki al­gild­ar. ESB vík­ur oft frá þess­um regl­um af póli­tík­um ástæðum. Vel þekkt dæmi eru um þetta. Hef ég áður vikið að því að regl­ur um rík­is­fjár­mál og viðskipta­halla hafi vikið fyr­ir póli­tísk­um þrýst­ingi frá Þýskalandi og Frakklandi. Regl­un­um var hins veg­ar beitt af hörku gagn­vart smærri ríkj­um, einkum þó gegn Grikkj­um og öðrum þjóðum Suður-Evr­ópu.

 

Stjórn­mála­menn und­ir pils­faldi sér­fræðinga

Það ligg­ur í aug­um uppi að sér­fræðing­arn­ir verða að forðast það sem heit­an eld­inn að blanda sér í stjórn­mál. Það er annarra að meta fram­lag þeirra sem grund­völl stjórn­mála­ákv­arðana.
 
Þeir fræðimenn, sem setja sér það mark­mið að fjalla heiðarlega um stjórn­skipu­leg álita­mál tengd framsali rík­is­valds til stofn­ana ESB/EFTA vegna þriðja orkupakk­ans, verða að þræða leið sem tek­ur í senn til­lit til reglna, sem hafa laga­gildi fyr­ir dóm­stól­um, og hins veg­ar til póli­tískra yf­ir­lýs­inga, sem hafa ekki stoð í lög­um eða reglu­verki. Sú veg­ferð er vandrötuð, ekki síst þegar um er að ræða verk­beiðanda, ut­an­rík­is­ráðherra lýðveld­is­ins, sem virðist í vand­ræðum og skorta yf­ir­sýn, ef ekki líka kjöl­festu, og leit­ar af þeim sök­um und­ir pils­fald sér­fræðing­anna, sé þess nokk­ur kost­ur.
 
Þótt var­færn­is­lega sé stigið til jarðar, leyfa sér­fræðing­arn­ir sér að leggja til tvær leiðir til að bregðast við þeim vanda að stjórn­ar­skrá­in hef­ur eng­in ákvæði, sem leyfa að vald sé flutt til fjölþjóðlegs tolla­banda­lags. Ann­ars veg­ar leggja skýrslu­höf­und­ar til að Ísland fari fram á und­anþágur frá viðeig­andi orku­reglu­gerðum á þeirri for­sendu að hér á landi fari ekki fram raf­orku­viðskipti milli landa. Þessi kost­ur er tal­inn ein­fald­ur í fram­kvæmd.

Hinni lausn­inni fylg­ir hins veg­ar veru­leg­ur mein­bug­ur. Hún bygg­ist á þeirri grunn­for­sendu að orkupakk­inn leggi ekki skyld­ur á Ísland til að koma á fót grunn­virkj­um yfir landa­mæri, held­ur sé ákvörðun um það al­farið á for­ræði Íslands.

 

Tak­markað vald en tals­verður vilji

Þó kem­ur það hvergi fram í álits­gerðinni að ís­lensk stjórn­völd hafi vald til að setja sig á móti því að komið verði á teng­ingu um sæ­streng við raf­orku­markað ESB/EES. Um slíkt svig­rúm fjalla eng­ar samþykkt­ar und­anþágur. Þar er ein­ung­is gefið í skyn að þriðji orkupakk­inn leggi ekki þá skyldu á ís­lensk stjórn­völd að koma á fót grunn­virkj­um yfir landa­mæri. Það er hins veg­ar andi allr­ar orku­lög­gjaf­ar ESB að koma á fót sam­eig­in­leg­um orku­markaði aðild­ar­land­anna og flytja orku yfir landa­mæri til að full­gera þann markað.
 
Þótt eng­in skylda hvíli á ís­lensk­um stjórn­völd­um að leggja sæ­streng, þýðir það ekki að ís­lensk stjórn­völd geti hindrað lagn­ingu sæ­strengs þvert á til­gang orku­til­skip­ana ESB/EES. Þetta mál er í raun skilið eft­ir óút­kljáð af hálfu höf­unda álits­gerðar­inn­ar. Kem­ur það einna skýr­ast fram neðan­máls (nr. 62) á síðu 35.
 
Það er mik­ill barna­skap­ur að ímynda sér að ís­lensk stjórn­völd hafi fullt for­ræði á teng­ingu lands­ins við orku­markað ESB/EES ef þess er hvergi getið í form­leg­um und­anþágum og ein­ung­is vitnað í póli­tísk­ar yf­ir­lýs­ing­ar ut­an­rík­is­ráðherra Íslands og fram­kvæmda­stjóra orku­mála inn­an fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Yf­ir­lýs­ing­ar þess­ara emb­ætt­is­manna eru ekki á nokk­urn hátt laga­lega skuld­bind­andi.
 
Ekki er rétt að úti­loka þann mögu­leika að inn­an rík­is­stjórn­ar Íslands séu þegar að verða til áætlan­ir um að tengj­ast orku­markaði ESB/EES með sæ­streng. Lands­virkj­un hef­ur á því verk­efni mik­inn áhuga og tel­ur sig geta hagn­ast vel á verk­efn­inu. Stofn­un­in tel­ur að raf­orku­verð muni hækka, en er ekki eins bjart­sýn á þá hækk­un og Þor­steinn Víg­lunds­son. Eru áætlan­ir Lands­virkj­un­ar gerðar í tóma­rúmi eða styðjast þær við vel­vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar?
 
Þegar litið er til út­list­ana Lands­virkj­un­ar um þann hag sem Íslend­ing­ar geta haft af sæ­strengn­um, eins og stofn­un­in hugs­ar sér hann, blas­ir við að þar eru menn komn­ir fram úr sjálf­um sér. Skipt­ir þá litlu hvort litið er á rök­semda­færslu stofn­un­ar­inn­ar frá hag­fræðisjón­ar­miði eða um­hverf­is­sjón­ar­miði – að ekki sé minnst á hags­muni ís­lenskr­ar at­vinnu­starf­semi. Spurn­ing­in sem vakn­ar er hvort Lands­virkj­un er kom­in fram úr rík­is­stjórn­inni eða hvort hún á sam­leið með ráðherr­un­um.

 

Upp­lausn stjórn­mála­flokka

Nú ber­ast tíðindi víða að um óstöðug­leika stjórn­mála­flokka. Þótt sú upp­lausn eigi sér ef­laust ýms­ar skýr­ing­ar, er ekki hægt að líta fram hjá því að inn­an Evr­ópu hafa þær all­ar tengsl við Evr­ópu­sam­bandið. Það hend­ir oft­ar en ekki að stjórn­mála­f­orkólf­ar draga sjálfa sig upp úr töfra­hatti og þá dag­ar svo uppi við sól­ar­upp­rás.
 
Það er ekki lengra síðan en í mars­mánuði 2018, sem Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, undraðist hvers vegna menn hefðu áhuga á því að kom­ast und­ir boðvald sam­eig­in­legra eft­ir­lits­stofn­ana. Nú hef­ur hann ákveðið að fara þá leið. Í fartesk­inu hef­ur hann ekki annað en yf­ir­lýs­ingu ut­an­rík­is­ráðherr­ans um fullt for­ræði ís­lenskra stjórn­valda á því hvort Ísland teng­ist með sæ­streng. Vitað er að sú yf­ir­lýs­ing er ekki á nokk­urn hátt laga­lega bind­andi. Með hon­um stend­ur þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er mik­il ógæfa að sjá þann mögu­leika ein­an í stöðunni að ríða netið sem þétt­ast og sjá svo seinna hvort og hvernig við get­um sloppið úr troll­inu.

 

Há­vær en tví­ræð lof­gjörð um stökk­breyt­ing­una

Þess er með ýms­um hætti freistað að gera lítið úr mál­flutn­ingi þeirra sjálf­stæðismanna, sem vara við því að samþykkja þriðja orkupakk­ann. Það vek­ur hins veg­ar at­hygli hve mik­il þögn rík­ir af hálfu for­ystu flokks­ins um fögnuð þeirra, sem klufu Sjálf­stæðis­flokk­inn vegna and­stöðu hans við inn­göngu í ESB.

Þó ganga þess­ir síðast­nefndu lengst í að bera lof á Sjálf­stæðis­flokk­inn fyr­ir fram­göngu hans í mál­inu og lofa full­um stuðningi við af­greiðslu orkupakk­ans. Þeir fagna hækkuðu orku­verði til al­menn­ings og at­vinnu­lífs. Einn þeirra geng­ur jafn­vel svo langt að bera lof á ut­an­rík­is­ráðherra Íslands fyr­ir að draga, með rök­um Björns Bjarna­son­ar, gerv­all­an þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins eins og hverja aðra kan­ínu upp úr töfra­hatti lodd­ar­ans. Fagn­ar Þor­steinn Páls­son þess­um meintu töfra­brögðum og lof­syng­ur þing­flokk Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir að auðvelda eft­ir­leik­inn fyr­ir þeim sem berj­ast fyr­ir aðild Íslands að ESB.

Óljóst er enn þegar þetta er ritað, hvort dreng­skap­ur fyrr­ver­andi for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins auðveld­ar þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins að standa sem einn maður að inn­leiðingu orkupakka ESB.

 

Loka­orð

Það er sann­ar­lega kom­inn tími til að Íslend­ing­ar sæki fram í stað þess að hörfa. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur að það skapi okk­ur skjól og auki virðingu viðsemj­enda okk­ar að hörfa sí­fellt og fara með veggj­um, hlýðnir og auðmjúk­ir. Það hlut­verk var okk­ur ætlað í Ices­a­ve-mál­inu. Það vannst vegna þess að ein­arður mál­flutn­ing­ur fór fram gegn upp­gjöf rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og for­set­inn vísaði mál­inu til þjóðar­inn­ar.

 

Höf­und­ur er fv. alþing­ismaður og ráðherra.