Leita í fréttum mbl.is

ESB heimtar að lög og tilskipanir þess verði rétthærri og æðri íslenskum lögum og sjálfri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú sent Íslandi lokaviðvörun vegna meints samningsbrots, sem stofnunin hefur haft til meðferðar sl. 8 ár. Þar er krafist að lög og tilskipanir frá ESB verði gerðar rétthærri og æðri íslenskum lögum í íslensku réttarfari.1kTnlISm_400x400

Athyglisvert er að Sigríður Á. Andersen formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra telur það alveg skýrt að íslensk lög gildi framar erlendum lagagreinum í íslenskum rétti.

Hér er enn og aftur komið fram að EES-samningurinn er baneitraður og framkvæmd hans þverbrýtur stjórnarskrána og vegur að sjálfstæði Íslands. 

Fróðlegt verður að sjá hvernig og hverjir af íslenskum þingmönnum þora gegn þessum hótunum og valdbeitingum og standi vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og stjórnarskrána sem þeir hafa svarið eið að.

Við skulum fylgjast vel með.
91843333_219592056058888_7838419390847516672_o


mbl.is Ísland fær lokaviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Óumdeilanlegt er að bókun 35 leggur þá skyldu á EFTA-ríkin að tryggja forgang EES-reglna ef þær stangast á við landsrétt." cool

Bókun 35 við EES-samninginn - BA-ritgerð til BA-prófs í lögfræði við Háskóla Íslands

"
Bókun 35 um framkvæmd EES-reglna:

"... Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.". cool

Stjórnarráð Íslands - Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 5.10.2020 kl. 21:10

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Nokkuð merkilegt að þú, Þorsteinn, skulir vísa í ritgerð Írisar Ísberg um bókun 35 í þinni athugasemd. Vissulega góð og skýr ritgerð um það efni, en það merkilega er að í ritgerðinni kemur skýrt fram að gildandi stjórnarskrá heimilar ekki framsal valds til ESB, áður EB.

Þá kemur einnig fram í þessari ritgerð að bókun 35 hafi aldrei verið samþykkt af Alþingi, að hún hafi verið sett inn einhliða af hálfu EB, nú ESB, án þess að Ísland samþykkti þá gerð.

Víst er að ef bókun 35 við EES samninginn hefði verið samþykkt, hefði EES samningurinn ekki náð samþykki Alþingis. Samningurinn var samþykktur með minnsta  mögulega meirihluta á sínum tíma.  Auðvitað átti þjóðin að fáa að kjósa um samninginn, en því þorði Alþingi ekki. Úr því svo var átti að þurfa aukinn meirihluta fyrir honum á þingi!

Gunnar Heiðarsson, 6.10.2020 kl. 00:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mikilvægt er að samtök sem láta sig varða tiltekið málefni, láti ekki standa sig að því að fara með rangfærslur um það málefni, því þá hverfur trúverðugleikinn.

Áður en lengra er haldið er rétt taka fram að ég er andvígur hugmyndum um aðild Íslands að ESB, eins og allir vita sem eitthvað til mín þekkja eða hafa þekkt.

---

Staðreyndir málsins eru þessar:

Hið rökstudda álit sem um ræðir kom ekki frá ESB eins og er fullyrt í fyrirsögn, heldur frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eins og segir réttilega í fyrstu málsgrein texta.

Samningsbrotamálið er ekki "meint" heldur er það þegar hafið. Fyrsta skrefið var tekið árið 2017 með formlegri áminningu, að undangenginni 5 ára langri rannsókn á málinu. Rökstudda álitið sem hér um ræðir er annað skrefið. Hugsanlegt þriðja skref væri höfðun samningsbrotamáls fyrir EFTA dómstólnum, sem er eðlileg leið fyrir siðuð ríki til að útkljá ágreiningsmál, og alls ekki í fyrsta sinn sem það gerðist.

Hvergi í álitinu er þess krafist að "lög" og tilskipanir frá ESB verði gerðar rétthærri og æðri íslenskum lögum, hvað þá stjórnarskrá eins og fullyrt er í fyrirsögn. Reyndar setur ESB ekki beinlínis lög, en gefur vissulega út tilskipanir og reglugerðir (samheitið yfir þær er "gerðir"). Slíkar gerðir hafa engin bein lagaáhrif í EES heldur eingöngu í ESB. Það er grundvallarmunurinn á þessu tvennu og um leið meginástæða þess að aðild Íslands að EES getur samræmst stjórnarskrá, en aðild að ESB myndi örugglega ekki gera það.

Einu lögin sem gilda innan Íslands eru íslensk lög sem Alþingi setur. Engin EES-gerð (tilskipun eða reglugerð) hefur lagaáhrif innan Íslands nema Alþingi hafi sett lög sem innleiða viðkomandi gerð í íslenskan rétt, en með því verða viðkomandi reglur líka að íslenskum lögum, sem gilda innan Íslands eins og öll önnur lög sem Alþingi setur. Slík lög geta aldrei orðið æðri stjórnarskrá, ekki frekar en önnur almenn lög sem Alþingi setur.

Formaður utanríkismálanefndar telur það alveg skýrt að íslensk lög gildi framar erlendum lagagreinum í íslenskum rétti. Það er alveg rétt hjá henni því engar "erlendar lagagreinar" eru gildandi að íslenskum rétti. Einu lagagreinarnar sem gilda að íslenskum rétti eru samkvæmt íslenskum lögum. Það hefur hins vegar ekkert með þetta mál að gera.

Það virðist nefnilega stundum gleymast (eða jafnvel sleppt að nefna) að EES-samningurinn er ekki einhver "vondur erlendur lagabálkur" heldur er hann hluti af lögum nr. 2/1993 sem með löglegri birtingu urðu íslensk lög.

Bókun 35 við EES-samninginn, sú sem málið snýst um, þýðir einungis að ef til árekstra kemur milli séríslenskra laga og íslenskra laga sem hafa verið sett til að innleiða EES-gerðir, skuli tryggt að þau síðarnefndu gangi framar.

Þessa forgangsreglu telur ESA ekki hafa verið innleidda á fullnægjandi hátt með 3. gr. laga nr. 2/1993 þar sem greinin felur ekki í sér forgangsreglu heldur aðeins túlkunarreglu, sem íslenskir dómstólar gætu í síðari tíð að hafa farið full frjálslega með þannig að það vakti athygli og gaf tilefni til þess að skoða málið nánar.

Íslenska ríkið hefur viðurkennt að til þess að koma til móts við athugasemdirnar þyrfti lagabreytingu. Sú lagabreyting þarf ekki að vera flókin því hún snýst aðeins um eina lagagrein. Það athugist að engra breytinga á stjórnarskrá er þörf heldur einungis á 3. gr. laga nr. 2/1993.

Einfaldasta lausnin er að gera slíka breytingu sem fyrst svo íslensk lög verði í samræmi við íslensk lög. Það yrði ekkert annað en staðfesting á þegar gildandi rétti.

Áhugasamir geta lesið rökstudda álitið hér:

Reasoned opinion - Own initiative case against Iceland concerning the incorporation of Protocol 35 (College Decision 002/20/COL) Date: 30 SEP 2020

Af einhverjum ástæðum hefur ESA ekki enn birt fréttatilkynningu um málið á vefsíðu sinni.

Aftur á móti var þetta svar við fyrirspurn um málið birt á vef Alþingis daginn áður en rökstudda álitið kom út:

2146/150 svar: skuldbinding íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti | Þingtíðindi | Alþingi

Þar er forsaga málsins rakin á íslensku, allt þar til skömmu áður en rökstutt álit ESA er dagsett.

---

Sá sem þetta skrifar hvetur áhugasama til að kynna sér ofangreindar tilvísanir og hvetur einnig til upplýstrar umræðu um þetta mikilvæga mál. Með því að taka þá umræðu vandlega er vel hægt að komast að niðurstöðu sem þarf ekki að stofna íslenskri stjórnskipan í neina hættu.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2020 kl. 00:10

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Heimssýn nei takk. Enda ekkert nema fasistar og rugludallar sem eru þar til húsa.

Jón Frímann Jónsson, 6.10.2020 kl. 01:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

13.6.2018:

"
Með upptöku nýrrar persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins í EES-samninginn [um Evrópska efnahagssvæðið] er gengið lengra en nokkru sinni áður í framsali valdheimilda til alþjóðastofnana frá gildistöku EES-samningsins. cool

Upptaka gerðarinnar var staðfest á Alþingi í síðustu viku og efnisreglur hennar voru innleiddar í íslensk lög á Alþingi í gær.

Í EES-samstarfinu vakna æ fleiri álitaefni um hvort farið sé út fyrir mörk stjórnarskrárinnar með innleiðingu gerða sem stefna að auknu valdaframsali. cool

Stjórnarskráin er alveg þögul um heimildir til slíks framsals, ólíkt stjórnarskrám flestra annarra Evrópuríkja. cool

Þegar EES-samningurinn tók gildi þótti valdaframsalið sem í honum fólst á mörkum þess sem stjórnarskráin heimilaði en síðan hafa íslensk stjórnvöld ítrekað þurft að takast á við stjórnskipuleg vandkvæði vegna nýrra viðauka við samninginn.

Með innleiðingunni fær Evrópska persónuverndarráðið tilteknar valdheimildir gagnvart Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum.

Ekki var farin sú leið að fela eftirlitsstofnun EFTA þær heimildir."

"
Stefán Már Stefánsson [laga]prófessor var stjórnvöldum til ráðgjafar um upptöku gerðarinnar í samninginn.

Í álitsgerð hans segir að sú leið sem farin sé feli í sér að framkvæmdarvald og dómsvald yrði framselt til stofnana Evrópusambandsins (ESB) með mjög einhliða hætti. cool

Stefán réð stjórnvöldum frá því að fara þessa leið og taldi hana skapa afleitt fordæmi.

Þá sé gert ráð fyrir að bókun 34 við EES-samninginn verði virkjuð í fyrsta sinn í sögu samningsins en hún gerir ráð fyrir því að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á að Evrópudómstóllinn taki ákvörðun um túlkun EES-reglna sem samsvara ESB-reglum.

Stefán segir fáa hafa trúað því þegar EES-samningurinn var samþykktur að bókunin um Evrópudómstólinn yrði einhvern tíma virkjuð. cool

Að mati Stefáns er því um fordæmalaust framsal valdheimilda að ræða."

Framsal valds til stofnana Evrópusambandsins á mörkum stjórnarskrárinnar

Þorsteinn Briem, 6.10.2020 kl. 06:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands og Noregs að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eru þau ríki de facto einnig í Evrópusambandinu (ESB) en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

"Túlkun Dómstóls Evrópusambandsins á Evrópurétti er bindandi fyrir aðildarríkin."

"Þá kemur fram í 3. og 6. gr. EES-samningsins að EES-ríkin skuldbindi sig til að skýra og beita ákvæðum samningsins í samræmi við úrskurði og dóma Dómstóls ESB og EFTA-dómstóllinn vísar nær alltaf til fordæma Dómstóls ESB í niðurstöðum sínum." cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"
Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða." cool

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins. cool

En Mörlendingar sem vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna" sem fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016.
cool

Þorsteinn Briem, 6.10.2020 kl. 06:38

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Mörg Evrópuríki hafa sérstakt ákvæði í sínum stjórnarskrám sem heimila framsal lagasetningarvalds til alþjóðastofnana og eru slík ákvæði stundum kölluð opnunarákvæði."

"Í stjórnarskrá Norðmanna er slíkt ákvæði og var sú heimild nýtt við lögfestingu samningsins." cool

Bókun 35 við EES-samninginn - BA-ritgerð til BA-prófs í lögfræði við Háskóla Íslands

Þorsteinn Briem, 6.10.2020 kl. 07:06

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Þriðji orkupakki ESB flaug í gegn um atkvæðagreiðslur á Alþingi. Meirihluti þingmanna í öllum flokkum nema Miðflokknum og Flokki fólksins eru ESB-sinnar. Munum það vel í næstu prófkjörum og kosningum.

Júlíus Valsson, 7.10.2020 kl. 07:41

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nú er xd við stjórnvölin

hún ræður hvað hún gerir í þessum málum.

Jón Þórhallsson, 7.10.2020 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 830
  • Frá upphafi: 1117722

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 732
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband