Leita í fréttum mbl.is

ESB heimtar ađ lög og tilskipanir ţess verđi rétthćrri og ćđri íslenskum lögum og sjálfri stjórnarskrá lýđveldisins Íslands

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú sent Íslandi lokaviđvörun vegna meints samningsbrots, sem stofnunin hefur haft til međferđar sl. 8 ár. Ţar er krafist ađ lög og tilskipanir frá ESB verđi gerđar rétthćrri og ćđri íslenskum lögum í íslensku réttarfari.1kTnlISm_400x400

Athyglisvert er ađ Sigríđur Á. Andersen formađur utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráđherra telur ţađ alveg skýrt ađ íslensk lög gildi framar erlendum lagagreinum í íslenskum rétti.

Hér er enn og aftur komiđ fram ađ EES-samningurinn er baneitrađur og framkvćmd hans ţverbrýtur stjórnarskrána og vegur ađ sjálfstćđi Íslands. 

Fróđlegt verđur ađ sjá hvernig og hverjir af íslenskum ţingmönnum ţora gegn ţessum hótunum og valdbeitingum og standi vörđ um sjálfstćđi ţjóđarinnar og stjórnarskrána sem ţeir hafa svariđ eiđ ađ.

Viđ skulum fylgjast vel međ.
91843333_219592056058888_7838419390847516672_o


mbl.is Ísland fćr lokaviđvörun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Óumdeilanlegt er ađ bókun 35 leggur ţá skyldu á EFTA-ríkin ađ tryggja forgang EES-reglna ef ţćr stangast á viđ landsrétt." cool

Bókun 35 viđ EES-samninginn - BA-ritgerđ til BA-prófs í lögfrćđi viđ Háskóla Íslands

"
Bókun 35 um framkvćmd EES-reglna:

"... Vegna tilvika ţar sem getur komiđ til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvćmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til ađ setja, ef ţörf krefur, lagaákvćđi ţess efnis ađ EES-reglur gildi í ţeim tilvikum.". cool

Stjórnarráđ Íslands - Samningurinn um Evrópska efnahagssvćđiđ

Ţorsteinn Briem, 5.10.2020 kl. 21:10

2 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

 Nokkuđ merkilegt ađ ţú, Ţorsteinn, skulir vísa í ritgerđ Írisar Ísberg um bókun 35 í ţinni athugasemd. Vissulega góđ og skýr ritgerđ um ţađ efni, en ţađ merkilega er ađ í ritgerđinni kemur skýrt fram ađ gildandi stjórnarskrá heimilar ekki framsal valds til ESB, áđur EB.

Ţá kemur einnig fram í ţessari ritgerđ ađ bókun 35 hafi aldrei veriđ samţykkt af Alţingi, ađ hún hafi veriđ sett inn einhliđa af hálfu EB, nú ESB, án ţess ađ Ísland samţykkti ţá gerđ.

Víst er ađ ef bókun 35 viđ EES samninginn hefđi veriđ samţykkt, hefđi EES samningurinn ekki náđ samţykki Alţingis. Samningurinn var samţykktur međ minnsta  mögulega meirihluta á sínum tíma.  Auđvitađ átti ţjóđin ađ fáa ađ kjósa um samninginn, en ţví ţorđi Alţingi ekki. Úr ţví svo var átti ađ ţurfa aukinn meirihluta fyrir honum á ţingi!

Gunnar Heiđarsson, 6.10.2020 kl. 00:02

3 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Mikilvćgt er ađ samtök sem láta sig varđa tiltekiđ málefni, láti ekki standa sig ađ ţví ađ fara međ rangfćrslur um ţađ málefni, ţví ţá hverfur trúverđugleikinn.

Áđur en lengra er haldiđ er rétt taka fram ađ ég er andvígur hugmyndum um ađild Íslands ađ ESB, eins og allir vita sem eitthvađ til mín ţekkja eđa hafa ţekkt.

---

Stađreyndir málsins eru ţessar:

Hiđ rökstudda álit sem um rćđir kom ekki frá ESB eins og er fullyrt í fyrirsögn, heldur frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eins og segir réttilega í fyrstu málsgrein texta.

Samningsbrotamáliđ er ekki "meint" heldur er ţađ ţegar hafiđ. Fyrsta skrefiđ var tekiđ áriđ 2017 međ formlegri áminningu, ađ undangenginni 5 ára langri rannsókn á málinu. Rökstudda álitiđ sem hér um rćđir er annađ skrefiđ. Hugsanlegt ţriđja skref vćri höfđun samningsbrotamáls fyrir EFTA dómstólnum, sem er eđlileg leiđ fyrir siđuđ ríki til ađ útkljá ágreiningsmál, og alls ekki í fyrsta sinn sem ţađ gerđist.

Hvergi í álitinu er ţess krafist ađ "lög" og tilskipanir frá ESB verđi gerđar rétthćrri og ćđri íslenskum lögum, hvađ ţá stjórnarskrá eins og fullyrt er í fyrirsögn. Reyndar setur ESB ekki beinlínis lög, en gefur vissulega út tilskipanir og reglugerđir (samheitiđ yfir ţćr er "gerđir"). Slíkar gerđir hafa engin bein lagaáhrif í EES heldur eingöngu í ESB. Ţađ er grundvallarmunurinn á ţessu tvennu og um leiđ meginástćđa ţess ađ ađild Íslands ađ EES getur samrćmst stjórnarskrá, en ađild ađ ESB myndi örugglega ekki gera ţađ.

Einu lögin sem gilda innan Íslands eru íslensk lög sem Alţingi setur. Engin EES-gerđ (tilskipun eđa reglugerđ) hefur lagaáhrif innan Íslands nema Alţingi hafi sett lög sem innleiđa viđkomandi gerđ í íslenskan rétt, en međ ţví verđa viđkomandi reglur líka ađ íslenskum lögum, sem gilda innan Íslands eins og öll önnur lög sem Alţingi setur. Slík lög geta aldrei orđiđ ćđri stjórnarskrá, ekki frekar en önnur almenn lög sem Alţingi setur.

Formađur utanríkismálanefndar telur ţađ alveg skýrt ađ íslensk lög gildi framar erlendum lagagreinum í íslenskum rétti. Ţađ er alveg rétt hjá henni ţví engar "erlendar lagagreinar" eru gildandi ađ íslenskum rétti. Einu lagagreinarnar sem gilda ađ íslenskum rétti eru samkvćmt íslenskum lögum. Ţađ hefur hins vegar ekkert međ ţetta mál ađ gera.

Ţađ virđist nefnilega stundum gleymast (eđa jafnvel sleppt ađ nefna) ađ EES-samningurinn er ekki einhver "vondur erlendur lagabálkur" heldur er hann hluti af lögum nr. 2/1993 sem međ löglegri birtingu urđu íslensk lög.

Bókun 35 viđ EES-samninginn, sú sem máliđ snýst um, ţýđir einungis ađ ef til árekstra kemur milli séríslenskra laga og íslenskra laga sem hafa veriđ sett til ađ innleiđa EES-gerđir, skuli tryggt ađ ţau síđarnefndu gangi framar.

Ţessa forgangsreglu telur ESA ekki hafa veriđ innleidda á fullnćgjandi hátt međ 3. gr. laga nr. 2/1993 ţar sem greinin felur ekki í sér forgangsreglu heldur ađeins túlkunarreglu, sem íslenskir dómstólar gćtu í síđari tíđ ađ hafa fariđ full frjálslega međ ţannig ađ ţađ vakti athygli og gaf tilefni til ţess ađ skođa máliđ nánar.

Íslenska ríkiđ hefur viđurkennt ađ til ţess ađ koma til móts viđ athugasemdirnar ţyrfti lagabreytingu. Sú lagabreyting ţarf ekki ađ vera flókin ţví hún snýst ađeins um eina lagagrein. Ţađ athugist ađ engra breytinga á stjórnarskrá er ţörf heldur einungis á 3. gr. laga nr. 2/1993.

Einfaldasta lausnin er ađ gera slíka breytingu sem fyrst svo íslensk lög verđi í samrćmi viđ íslensk lög. Ţađ yrđi ekkert annađ en stađfesting á ţegar gildandi rétti.

Áhugasamir geta lesiđ rökstudda álitiđ hér:

Reasoned opinion - Own initiative case against Iceland concerning the incorporation of Protocol 35 (College Decision 002/20/COL) Date: 30 SEP 2020

Af einhverjum ástćđum hefur ESA ekki enn birt fréttatilkynningu um máliđ á vefsíđu sinni.

Aftur á móti var ţetta svar viđ fyrirspurn um máliđ birt á vef Alţingis daginn áđur en rökstudda álitiđ kom út:

2146/150 svar: skuldbinding íslenska ríkisins um ađ réttilega innleiddar EES-gerđir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti | Ţingtíđindi | Alţingi

Ţar er forsaga málsins rakin á íslensku, allt ţar til skömmu áđur en rökstutt álit ESA er dagsett.

---

Sá sem ţetta skrifar hvetur áhugasama til ađ kynna sér ofangreindar tilvísanir og hvetur einnig til upplýstrar umrćđu um ţetta mikilvćga mál. Međ ţví ađ taka ţá umrćđu vandlega er vel hćgt ađ komast ađ niđurstöđu sem ţarf ekki ađ stofna íslenskri stjórnskipan í neina hćttu.

Guđmundur Ásgeirsson, 6.10.2020 kl. 00:10

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Heimssýn nei takk. Enda ekkert nema fasistar og rugludallar sem eru ţar til húsa.

Jón Frímann Jónsson, 6.10.2020 kl. 01:50

5 Smámynd: Ţorsteinn Briem

13.6.2018:

"
Međ upptöku nýrrar persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins í EES-samninginn [um Evrópska efnahagssvćđiđ] er gengiđ lengra en nokkru sinni áđur í framsali valdheimilda til alţjóđastofnana frá gildistöku EES-samningsins. cool

Upptaka gerđarinnar var stađfest á Alţingi í síđustu viku og efnisreglur hennar voru innleiddar í íslensk lög á Alţingi í gćr.

Í EES-samstarfinu vakna ć fleiri álitaefni um hvort fariđ sé út fyrir mörk stjórnarskrárinnar međ innleiđingu gerđa sem stefna ađ auknu valdaframsali. cool

Stjórnarskráin er alveg ţögul um heimildir til slíks framsals, ólíkt stjórnarskrám flestra annarra Evrópuríkja. cool

Ţegar EES-samningurinn tók gildi ţótti valdaframsaliđ sem í honum fólst á mörkum ţess sem stjórnarskráin heimilađi en síđan hafa íslensk stjórnvöld ítrekađ ţurft ađ takast á viđ stjórnskipuleg vandkvćđi vegna nýrra viđauka viđ samninginn.

Međ innleiđingunni fćr Evrópska persónuverndarráđiđ tilteknar valdheimildir gagnvart Íslandi og öđrum EFTA-ríkjum.

Ekki var farin sú leiđ ađ fela eftirlitsstofnun EFTA ţćr heimildir."

"
Stefán Már Stefánsson [laga]prófessor var stjórnvöldum til ráđgjafar um upptöku gerđarinnar í samninginn.

Í álitsgerđ hans segir ađ sú leiđ sem farin sé feli í sér ađ framkvćmdarvald og dómsvald yrđi framselt til stofnana Evrópusambandsins (ESB) međ mjög einhliđa hćtti. cool

Stefán réđ stjórnvöldum frá ţví ađ fara ţessa leiđ og taldi hana skapa afleitt fordćmi.

Ţá sé gert ráđ fyrir ađ bókun 34 viđ EES-samninginn verđi virkjuđ í fyrsta sinn í sögu samningsins en hún gerir ráđ fyrir ţví ađ dómstólar EFTA-ríkjanna geti fariđ fram á ađ Evrópudómstóllinn taki ákvörđun um túlkun EES-reglna sem samsvara ESB-reglum.

Stefán segir fáa hafa trúađ ţví ţegar EES-samningurinn var samţykktur ađ bókunin um Evrópudómstólinn yrđi einhvern tíma virkjuđ. cool

Ađ mati Stefáns er ţví um fordćmalaust framsal valdheimilda ađ rćđa."

Framsal valds til stofnana Evrópusambandsins á mörkum stjórnarskrárinnar

Ţorsteinn Briem, 6.10.2020 kl. 06:18

6 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Međ ađild Íslands og Noregs ađ Evrópska efnahagssvćđinu (EES) eru ţau ríki de facto einnig í Evrópusambandinu (ESB) en án atkvćđisréttar í sambandinu. cool

"Túlkun Dómstóls Evrópusambandsins á Evrópurétti er bindandi fyrir ađildarríkin."

"Ţá kemur fram í 3. og 6. gr. EES-samningsins ađ EES-ríkin skuldbindi sig til ađ skýra og beita ákvćđum samningsins í samrćmi viđ úrskurđi og dóma Dómstóls ESB og EFTA-dómstóllinn vísar nćr alltaf til fordćma Dómstóls ESB í niđurstöđum sínum." cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöđumađur Evrópufrćđaseturs Háskólans á Bifröst:

"
Til ađ mynda er Svíţjóđ ađeins gert ađ innleiđa hluta af heildar reglugerđaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú ţegar gert ađ innleiđa ríflega 80% af öllum ţeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert ađ innleiđa." cool

"Fjórfrelsiđ gildir á öllu Evrópska efnahagssvćđinu og ţađ felur í sér frjáls vöru- og ţjónustuviđskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkađ.

Ađ auki kveđur samningurinn um Evrópska efnahagssvćđiđ á um samvinnu ríkjanna á svćđinu í til dćmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tćknimálum."

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sćti á Alţingi vill segja upp ađild Íslands ađ Evrópska efnahagssvćđinu, ekki einu sinni Miđflokkurinn eđa Flokkur fólksins. cool

En Mörlendingar sem vilja segja upp ađild Íslands ađ Evrópska efnahagssvćđinu geta ađ sjálfsögđu gengiđ í Íslensku ţjóđ"fylkinguna" sem fékk 0,2% atkvćđa í alţingiskosningunum í október 2016.
cool

Ţorsteinn Briem, 6.10.2020 kl. 06:38

7 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Mörg Evrópuríki hafa sérstakt ákvćđi í sínum stjórnarskrám sem heimila framsal lagasetningarvalds til alţjóđastofnana og eru slík ákvćđi stundum kölluđ opnunarákvćđi."

"Í stjórnarskrá Norđmanna er slíkt ákvćđi og var sú heimild nýtt viđ lögfestingu samningsins." cool

Bókun 35 viđ EES-samninginn - BA-ritgerđ til BA-prófs í lögfrćđi viđ Háskóla Íslands

Ţorsteinn Briem, 6.10.2020 kl. 07:06

8 Smámynd: Júlíus Valsson

Ţriđji orkupakki ESB flaug í gegn um atkvćđagreiđslur á Alţingi. Meirihluti ţingmanna í öllum flokkum nema Miđflokknum og Flokki fólksins eru ESB-sinnar. Munum ţađ vel í nćstu prófkjörum og kosningum.

Júlíus Valsson, 7.10.2020 kl. 07:41

9 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Nú er xd viđ stjórnvölin

hún rćđur hvađ hún gerir í ţessum málum.

Jón Ţórhallsson, 7.10.2020 kl. 11:21

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 993135

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband