Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn um Brexit-samningana

Meintar samningaviðræður milli Evrópusambandsins og Breta hafa verið fréttaefni í nokkur ár, eða allt frá því Bretar kusu að yfirgefa sambandið 23. júní 2016. Hinn efnislegi ágreiningur hefur á köflum verið skrýtinn, þótt ekki sé fastar að orði kveðið. Þannig virðast landamæri Írlands og N-Írlands verða að vandamáli sem fáir skilja, en mun víst vera gríðarlega stórt.  Hvernig ætli fari þegar menn uppgötva hin 2366 km löngu galopnu landamæri milli Noregs og Evrópusambandsins?  Það mun þurfa þrautþjálfaðar samninganefndir til að takast á við þann spotta, svo ekki veitir Evrópusambandinu af að æfa sig á Írlandi.

sgn-svt

 

Sannleikurinn er auðvitað sá að það er erfitt að ná landi þegar annar aðilinn hefur það sjálfstæða markmið að samningar verði erfiðir og að mótaðilinn skaðist sem mest. Það er kannski kjarni málsins, eins og fréttamaðurinn David Boati kemur að í lok þessarar fréttar.

 

https://www.svt.se/nyheter/utrikes/lista-tre-skal-till-strandade-brexitforhandlingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Norður-Íra og Skota vill aðild Norður-Írlands og Skotlands að Evrópusambandinu (ESB). cool

Skotland gæti orðið sjálfstætt ríki og Norður-Írland sameinast Írlandi.

17.9.2020:

Biden says US trade deal hinges on UK respect for Good Friday Agreement

Noregur og Svíþjóð eru á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og fjórfrelsið gildir á öllu svæðinu. cool

"Fjórfrelsið felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Og með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eru Ísland og Noregur de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða." cool

En enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Þorsteinn Briem, 11.10.2020 kl. 00:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.9.2020:

"Norðmenn og Bret­ar hafa náð sam­komu­lagi um fisk­veiðisamn­ing sem tek­ur gildi 1. janú­ar næst­kom­andi þegar aðlög­un­ar­tíma vegna út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu lýk­ur.

Samn­ing­ur­inn kveður á um ramma um gagn­kvæm­ar veiðiheim­ild­ir í lög­sögu ríkj­anna, eft­ir­lit og rann­sókn­ir, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá norsku rík­is­stjórn­inni. cool

Skrifað verður und­ir sam­komu­lagið í London síðar í dag."

Loðna hefur gengið á milli lögsagna Íslands og Noregs við Jan Mayen. Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa hins vegar lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum með aðild Íslands að Evrópusambandinu, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.  cool

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip frá Evrópusambandsríkjunum að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Evrópusambandsríkin eru stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir. cool

Og með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla niður allir tollar á íslenskum sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda skyri og lambakjöti, sem stóreykur fullvinnslu á bæði sjávarafurðum og landbúnaðarafurðum hér á Íslandi.

Við Íslendingar yrðum stærsta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu, hefðum þar yfirburði í útgerð og fiskvinnslu, og Norðmenn eru okkar helstu keppinautar í sölu á sjávarafurðum. cool

Þorsteinn Briem, 11.10.2020 kl. 01:16

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Að hluta til er það líka forseti Frakklands sem er að valda þessum vandræðum. Hann er búinn að klúðra öllu heima fyrir og er því að leita að einhverjum sigrum utanlands til að skreyta sig með

Grímur Kjartansson, 11.10.2020 kl. 09:49

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samtök sem er nánast útilokað að ganga úr án þess að verða fyrir skaða, kallast mafía.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2020 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 2422
  • Frá upphafi: 1165796

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2103
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband