Leita í fréttum mbl.is

Merki lögreglunnar

heimssyn-logga

Í ljós hefur komið að lögregluþjónn bar á sér merki.  Merkin eru túlkuð með ýmsum hætti í ýmsum löndum og sumir gera það á þann veg að þau falla illa að hlutverki lögregluþjóna á Íslandi.  Niðurstaðan varð, eins og von var, að það væri best að lögreglan bæri ekki merki sem ekki tengdust hlutverki hennar með beinum hætti.   

Fyrir skömmu kom í ljós að Evrópusambandsfáni var kominn á lögreglubíl í Reykjavík.  Fá merki má túlka með fjölbreyttari hætti, og hætt er við að túlkun margra falli mjög illa að hlutverki lögreglunnar á Íslandi, þótt ekki sé á þann fáránleika minnst að íslenskir lögreglubílar aki um undir fána erlends ríkjasambands sem Ísland á enga aðild að. 1206608

Er ekki einsýnt að dómsmálaráðherra þarf að láta skrapa burt þessi Evrópusambandsmerki á íslenskum lögreglubílum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á mbl.is 13.5.2020:

"Tveir fán­ar Evr­ópu­sam­bands­ins prýða nýja landa­mæra­bif­reið lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sem dóms­málaráðherra af­henti embætt­inu í lok síðustu viku.

Er ástæðan sú að Evr­ópu­sam­bandið stend­ur straum af 75% kostnaðar­ins við bíl­inn í gegn­um innri ör­ygg­is­sjóði sem eru hluti af fjár­hagsramma Evr­ópu­sam­bands­ins. cool

Dóms­málaráðuneytið greiðir 25%.

Tveir fán­ar eru á bíln­um og er þetta eini lög­reglu­bíll­inn á land­inu sem ESB-fán­ar prýða, að sögn Jó­hanns Karls Þóris­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

"Við fáum 75% af kostnaði bíls­ins frá ESB og það þýðir að við þurf­um að merkja hann með fán­um Evr­ópu­sam­bands­ins," seg­ir Jó­hann í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag."

Bíllinn merktur ESB

Þetta veit Heimssýn sem skrifaði bloggfærslu við þessa frétt.

Þar að auki eru Ísland og Noregur með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu de facto í Evrópusambandinu en án atkvæðisréttar í sambandinu. cool

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ... okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða." cool

En enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. cool

Þorsteinn Briem, 24.10.2020 kl. 20:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frontex helps border authorities from different European Union countries work together."

"The agency was set up in 2004 to reinforce and streamline cooperation between national border authorities."

European Border and Coast Guard Agency (Frontex)

"Landhelgisgæslan tekur þátt í Frontex-verkefninu í gegnum Schengen-samstarfið en tuttugu og fimm Evrópuríki eru fullir þátttakendur þess."

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð Frontex

Þorsteinn Briem, 24.10.2020 kl. 20:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.4.2011:

"Búið er að mála fána Evr­ópu­sam­bands­ins á varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar og verið er að gera skipið klárt til að sinna verk­efn­um fyr­ir Frontex, Landa­mæra­stofn­un Evr­ópu­sam­bands­ins, í Miðjarðar­haf­inu. cool

Ísland er aðili að Frontex í gegn­um Schengen og stofn­unin hef­ur óskað eft­ir að Gæsl­an sendi bæði skip og flug­vél til starfa í Miðjarðar­hafinu."

"
Varðskipið Ægir og flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar unnu fyr­ir Frontex á síðasta ári og mik­il ánægja var með frammistöðu starfs­manna Gæsl­unn­ar."

Fáni Evrópusambandsins á varðskipinu Tý

Þorsteinn Briem, 24.10.2020 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 49
  • Sl. sólarhring: 225
  • Sl. viku: 2130
  • Frá upphafi: 1220042

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1934
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband